Skírnir - 01.10.2009, Page 182
436
HALLA GUNNARSDÓTTIR
SKÍRNIR
Rolf Gunnarsson, varaformaður varnarmálanefndar sænska þings-
ins, hefur efasemdir um að Svíar fáist til að taka þátt. Sjálfur telur
hann að andstaða vinstri flokkanna við aðild að NATO standi
norrænni samvinnu á þessum sviðum fyrir þrifum.48 Með öðrum
orðum: Svíar eigi að ganga í NATO áður en þeir komi að loft-
rýmisgæslu yfir Islandi. Innan Finnlands eru líka miklar efasemd-
ir. Finnar eru raunsæir49 og svæðisbundnir í sinni nálgun á varnir
og síður líklegir til að taka þátt í verkefni sem á sér stað fjarri
heimahögunum.50 Á það bæði við um loftrýmisgæslu og loft-
rýmiseftirlit, einkum ef það hefur kostnað í för með sér.51
Þessar efasemdir Finna og Svía endurspeglast í sameiginlegri
yfirlýsingu norrænu utanríkisráðherranna eftir fundinn í
Reykjavík í júní 2009. Þar er loftrýmiseftirlit nefnt sem einn þeirra
þátta sem brýnt sé að taka strax til skoðunar, en loftrýmisgæsla er
hvergi nefnd á nafn. Ráðherrarnir vísa sérstaklega til fyrsta og
annars áfanga tillögu Stoltenbergs, en þeir fela í sér sameiginlegt
loftrýmiseftirlit og að norrænt starfslið sé sent til Keflavíkur,
annaðhvort til þátttöku í heræfingunni Norður-Víkingi eða til
fastrar viðveru. Það er hins vegar ekki fyrr en í áfanga þrjú sem
lögð er til samnorræn loftrýmisgæsla yfir Islandi. Norrænu ráð-
herrarnir eru ekki tilbúnir að stíga það skref.52 Af þessu er ljóst að
þótt mögulegt sé að samstarf náist um einhvers konar upplýsinga-
skipti milli loftrýmiseftirlitkerfa eiga Islendingar ekki von á
sænska eða finnska flughernum til landsins í bráð.
48 Gunnarsson 2009; viðtal við Rolf Gunnarsson, varaformann varnarmálanefnd-
ar sænska þingsins, 12. mars 2009.
49 Með raunsæi (realism) er vísað til kenninga Morgenthau (1948/1985), en sam-
kvæmt þeim eru ríki aðalleikmenn í annars anarkísku alþjóðasamfélagi. Aðal-
markmið ríkja er barátta um völd.
50 Viðtal við finnska embættismenn, 4. febrúar 2009. Stoltenberg-skýrslan hafði
ekki verið gerð opinber þegar ég tók viðtöl í Finnlandi, en fregnir höfðu bor-
ist af hugmyndinni um samnorrænt lofrýmiseftirlit og -gæslu og því var
auðvelt að fá viðbrögð við henni. Þar að auki hafði ég samskipti við viðmæl-
endur mína í gegnum tölvupóst eftir að skýrslan var gerð opinber.
51 Viðtal við Juha Korkeoja, formann varnarmálanefndar finnska þingsins, 4.
febrúar 2009.
52 Yfirlýsing frd norrœnu utanríkisrádherrunum eftir fund í Reykjavík, 8.-9. júní
2009.