Skírnir - 01.10.2009, Page 185
SKÍRNIR NORRÆNT ÖRYGGIS- OG VARNARSAMSTARF 439
Tillögur 7-10 í Stoltenberg-skýrslunni fjalla um samfélags-
öryggi. Lagt er til að Norðurlöndin vinni saman að vörnum gegn
netárásum, og utanríkisráðherrar ríkjanna hafa lýst því yfir að efla
eigi samstarf í þessum efnum og þá innan núverandi björgunar-
samstarfs ríkjanna sem kallast NORDRED. Innan þessa sama
samstarfs gæti tillaga Stoltenbergs (nr. 8) um að koma á fót nor-
rænni hamfarabjörgunarsveit rúmast, en sú hugmynd hefur ekki
fengið mikla umræðu. Hér verður ekki tekin afstaða til tillagna um
rannsóknardeild vegna stríðsglæpa (nr. 9) og um samvinnu á sviði
utanríkisþjónustu (nr. 10), en þær tillögur lúta einkum að utanrík-
ispólitísku samstarfi sem er ekki viðfangsefni þessarar greinar.
I tillögum 11 og 12 fjallar Stoltenberg um hernaðarsamstarf
norrænu ríkjanna. Lagt er til samstarf um flutninga, hjúkrunarlið,
þjálfun hermanna, búnað og æfingasvæði, en mörg þessara atriða
eru þegar til umfjöllunar í þríhliða samstarfi Finna, Norðmanna
og Svía. I þessu samhengi má ná fjárhagslegum sparnaði, en tillaga
Stoltenbergs felur raunar litla viðbót í sér við þríhliða samstarfið
aðra en að Danir og Islendingar taki líka þátt. íslendingar halda
sem fyrr segir ekki úti her og eiga því takmarkað erindi í hernaðar-
legt samstarf af þessum toga. Þá hefur þegar verið greint frá tak-
mörkuðum áhuga Dana á slíku samstarfi, enda eru þeir á annarri
vegferð en hin ríkin hvað hernaðaruppbyggingu varðar. Þarna
væri þó hugsanlega hægt að byggja á því samstarfi sem þegar er
fyrir hendi — og öll löndin taka þátt í — og innleiða þar einhverja
þætti tillagna Stoltenbergs, eins og til dæmis um norræna við-
bragðssveit á landi og sjó, sem ætti að geta sinnt hreinsun, könn-
un og öryggisgæslu á strandsvæðum. Islendingar og Danir gætu
haft hag að slíku samstarfi, en líklegt er að hinar hernaðarlegu til-
lögurnar verði áfram aðeins á borði stjórnvalda ríkjanna þriggja,
Noregs, Finnlands og Svíþjóðar.
Síðasta tillaga Stoltenbergs er róttækust af tillögunum þrettán,
en hún fjallar um norræna samstöðuyfirlýsingu sem myndi felast
í því að ríkisstjórnir Norðurlanda gerðu opinberlega grein fyrir
því að ríkin stæðu saman og um leið hvernig yrði brugðist við ef
norrænt land yrði fyrir árás eða óviðeigandi þrýstingi. Norrænu
utanríkisráðherrarnir víkja í engu að þessari hugmynd í yfir-