Skírnir - 01.10.2009, Page 202
456
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
SKÍRNIR
til „bolsivíka“. Greinin er án höfundarnafns en augljóslega verk
ritstjórans, Ólafs Friðrikssonar.
Þessi Dagsbrúnargrein Ólafs ber yfirskriftina „Klukkan hjá
Rússum". Hún er framhaldsgrein frekar en greinaflokkur, skipt í
miðjum klíðum þegar svo stendur á um rými í blaðinu. Hún hefst
sem forsíðugrein 5. apríl og þekur meginhluta forsíðunnar þrjú
tölublöð í röð, heldur svo áfram í fjórum styttri skömmtum, í
næstum hverju blaði og oftast á forsíðu, fram til 24. maí.3 Greinin
hefst á ýkjufullri frásögn af ótta mektarfólks við íslenskan bolsé-
vika sem frést hafi af á heimleið með Botníu. Samhliða fimmta
hluta hennar birtist langt viðtal við þá skelfilegu persónu en tveim
vikum síðar skopkvæðið „Bolsivíkinn", ort með hliðsjón af við-
talinu og upphafi greinarinnar.4
Bolsévikinn nýkomni er ekki nafngreindur en Ragnheiður
(2009: 172 nm.) bendir á að hann muni vera Hendrik Ottósson.
Hendrik hafði frá unglingsaldri verið samherji Ólafs í verkalýðs- og
sósíalistahreyfingu höfuðstaðarins. Hann hafði gert endasleppa til-
raun til háskólanáms í Kaupmannahöfn, komið heim 1919 áður en
veturinn var liðinn og hafið laganám. Hefur sjónarvottur (Ingólfur
Jónsson 1966: 9) lýst því að einmitt það ár hafi Hendrik verið „tíður
gestur“ „við borð okkar Ólafs ... á eina kaffihúsi borgarinnar“ þar
sem voru „fjörugar umræður“ m.a. um „framtíð sósíalismans".
Nógu vel leist Ólafi á Hendrik til að ráða hann sem einn af fyrstu
blaðamönnum Alþýðublaðsins þegar það var stofnað sem dagblað
og leysti Dagsbrún af hólmi þá um haustið. Vissulega hafði
Hendrik fylgst með klofningi sósíalistahreyfingarinnar og stóð,
þegar hann kom heim frá Danmörku, nær kommúnistum en
jafnaðarmönnum. Það var þó ekki fyrr en veturinn eftir sem hann
kvaðst síðar hafa snúist til fylgis við lenínismann og rússnesku bylt-
inguna (1979: 178-182). Að hann hafi verið bolsévikinn, sem rætt er
við og um í Dagsbrún, stangast líka á við gallharða yfirlýsingu
blaðsins: „Bolsivíkinn, sem getið var um í síðasta blaði, er ekki stud.
3 Bls. 21 (5. apríl), 25 (12. apríl), 29 (21. apríl), 33 (28. apríl), 37 (3. maí), 45 og 47
(17. maí), 51 (24. maí).
4 „Islenzkur Bolsivíki. Viðtal við hann“, bls. 39-40 (3. maí); kvæðið, undir duln.
„Grámann", bls. 48 (17. maí).