Skírnir - 01.10.2009, Page 204
458
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
SKÍRNIR
sem ófús undirsáti Rússakeisara. Hann yrkir á móðurmáli sínu,
sænsku, en þjóðernið, sem hann mærir, er finnskt. „Eg var að lesa
um landsins stríð, / er líka sjálfur Finni" (Matthías Jochumsson
1936: 830). Svíum kann hann litlar þakkir fyrir að leiða yfir Finna
stríð og ósigur, og breytir þar engu þótt landið hafi raunar notið
ólíkt meiri sjálfstjórnar undir rússneskri stjórn en hinni sænsku.
Matthías hafði snemma kynnst þessum kvæðum og gripið í að
þýða þau (Þórunn Erlu Valdimarsdóttir 2006: 191). I ljóðaþýð-
ingum þeirra Steingríms Thorsteinssonar, sem komu út undir heit-
inu Svanhvít 1877, birti Matthías hálfan ljóðaflokkinn, níu ljóð af
átján (66-110, sbr. 1936: 828-46). Svanhvít átti miklum vinsæld-
um að fagna og var gefin út aftur 1913. Ekki veit ég hve mikinn
þátt Runebergsþýðingarnar áttu í vinsældum hennar upphaflega
en svo mikið er víst að kynslóð landvarnarmanna og ungmenna-
félaga tók þeim tveim höndum. Sagt var að það fólk hefði endur-
lifað ljóð Runebergs í vetrarstríði Sovétríkjanna gegn Finnum
1939 og því verið fyrirfram ónæmt fyrir málflutningi sósíalista,
þeirra sem reyndu að afsaka árásarstríðið. Svo var þeim a.m.k. farið
afa mínum og ömmu (fædd 1894 og 95). Þau höfðu iðulega á
vörum línur úr þessum ljóðum og voru þrjú hugstæðust: „Gamli
Stál“, „Sveinn dúfa“ og „Sandels".
Síðastnefnda kvæðið er kennt við sænskan atvinnuhermann,
síðast greifa, sem í stríðinu 1808 hafði stýrt finnskri landshlutaher-
sveit og unnið fræga sigra, m.a. á miklu fjölmennari rússneskum her
við brú yfir fljótið Virta, en um þá orrustu fjallar Runeberg í
kvæðinu. Frásögnin hefst þegar stutt er eftir af umsömdu vopnahléi:
Sandels í Pardala- situr -bý
og snæðir í makindum nú.
„í dag klukkan eitt verður orusta ný
hér við ána hjá Virtabrú ...“
En skyndilega birtist hraðboði með þá frétt að Rússar hafi gert
áhlaup við brúna:
„Vor klukka var tólf, svo vér kviðum ei neitt,
en klukkan hjá Rússum var eitt“ (1936: 835).