Skírnir - 01.10.2009, Page 206
KRISTJÁN ÁRNASON
Helgi Hálfdanarson
Það verður seint sagt um Helga Hálfdanarson, að hann hafi verið
gefinn fyrir að standa í sviðsljósi og láta athygli umheimsins bein-
ast að sinni eigin persónu, heldur væri nær að segja að hann hafi,
ólíkt flestum öðrum, reynt að láta sem minnst á sér bera sem slík-
um, og hafi hann endrum og eins fundið sig knúinn til að láta ljós
sitt skína í fjölmiðlum þá var það helst undir dulnefninu Hrólfur
Sveinsson. Það hefur því síst verið að undra að hann skuli með
þýðingum sínum hafa beitt skáldgáfu sinni og orðsnilld meir til að
miðla öðrum af skáldskap hinna fjarlægustu slóða en til að flíka
einkamálum. Og hann var einnig samkvæmur sjálfum sér undir
lokin er hann lagði við því blátt bann að um sig yrðu rituð og birt
minningarorð eða eftirmæli í dagblöðum eins og tíðkast hér á
landi og það oft í miklu magni. Þessar línur hér mega því engan
veginn skoðast sem neitt í þá áttina, að minnsta kosti ekki í venju-
legum skilningi, heldur er þeim ætlað fá menn til að staldra við og
beina um stund sjónum að því mikla æviverki sem eftir hann ligg-
ur og mun standa meðan íslensk tunga varir og verða eftirkom-
endum uppspretta ánægju og gagns og þeim sem um bókmenntir
fjalla í ræðu og riti ærið viðfangsefni.
I því sambandi er ekki úr vegi að minna á það að þýðingarstörf,
sem mörgum finnst vanmetin, líkt og þau væru skáldfíflahlutur,
og komast varla á blað í nýlegum bókmenntasögum, hafa samt
verið, allt frá því að menn tóku að snara latínuritum yfir á íslensku
eftir kristnitöku, drjúgur þáttur ef ekki undirstaða þess mikla bók-
menntaarfs sem löngum hefur verið helsta stolt okkar Frónbúa.
Og þrátt fyrir landfræðilega einangrun okkar höfum við allar göt-
ur síðan átt menn sem hafa fundið sig knúða til að viðhalda
tengslum við skáldskap heimsins, og á nítjándu öld, blómatíma
íslensks kveðskapar, féll það sérstaklega í hlut þjóðskáldanna
Skírnir, 183. ár (haust 2009)