Skírnir - 01.10.2009, Page 207
SKÍRNIR
HELGI HÁLFDANARSON
461
góðu að rækta þessi tengsl, enda voru þau býsna iðin við að færa
okkur utan úr heimi og aftan úr öldum þau öndvegisverk sem
þeim sjálfum þótti hvað mestur slægur í eða þau töldu eiga erindi
við landa sína, um leið og þau efldust sjálf að bragstyrk og kynngi
í glímu við skáldbræður sína erlenda, hvort sem þau voru þar „að
laga sig eftir Heine“eins og Jónas eða að ganga á hólm við Byron
Bretatröll eins og Matthías.
En á tuttugustu öld, þegar þjóðskáldanna naut ekki lengur við,
þá vildi þó svo vel til að fram komu á ritvöllinn þeir Magnús
Asgeirsson og Helgi Hálfdanarson sem sneru sér óskiptir að
þýðingu erlends skáldskapar og lögðu metnað sinn í að afla sem
víðast fanga í þeim efnum. Ekki spillti það fyrir að á þeim var tals-
verður munur jafnt í Ijóðavali sem í vinnubrögðum, sem mætti
einkenna sem svo að Magnús hafi þanið dragspil en Helgi strokið
hörpu, en Magnús hélt sig frekar á nálægum slóðum og tíma-
skeiðum í ljóðavali, þar sem heimatökin voru hægari við að færa
erlend ljóð í rammíslenskan búning, meðan Helgi var á hnotskógi
víðar og leitaði til hinna fjarlægustu landa og tímaskeiða, allt til
hins klassíska Grikklands og Rómar, Egyptalands og Arabíu sem
og til Kína og Japans og tókst með prýði að ná valdi yfir býsna
framandlegum tjáningarmáta og seiða fram ókunnan hugblæ,
hvort sem þar var um að ræða austurlensk myndljóð eða hrynljóð
undir forngrískum háttum.
Og ekki nóg með Helgi hafi gert ljóðlistinni skil á þennan hátt
heldur bætti hann um betur með því að snúa sér einnig að helstu
leikbókmenntum Vesturlanda, og réðst þá ekki á garðinn þar sem
hann var lægstur, þar sem voru helstu öndvegisverk þeirra í bundnu
máli, allt frá harmleikjunum grísku, þeim sem varðveist hafa, til
heildarverka Shakespeares auk einstakra klassískra ljóðaleikja eftir
önnur höfuðskáld, svo sem Calderón, Corneille, Racine og Ibsen,
og náði með þýðingu alls þessa að fylla upp í stóra eyðu og leggja
ómetanlegan skerf til leikmenntar á Islandi.
Það er út af fyrir sig ærið afrek að skila slíkum afköstum og
spanna svo vítt svið, en enginn skyldi þó halda að þar fyrir gæti
einhverrar hroðvirkni eða fljótaskriftar í þessu mikla verki, því að
sá sem rýnir í það með þeim ásetningi að finna hnökra, ambögur