Skírnir - 01.10.2009, Page 213
SKÍRNIR
LJÓNIÐ SEM HVARF
467
2. kafli
Næstu daga var dýragarðurinn lokaður svo hægt væri að fínkemba
hann í leit að Ijóninu. En ljónið fannst ekki, hvorki inni í garðin-
um né í borginni fyrir utan.
Auðvitað hefði fólk tekið eftir ljóni hefði það mætt því úti á
götu. Allir þekkja ljón. Teknar voru skýrslur af starfsfólki og gest-
um, rannsóknarlögreglan blandaði sér í málið og yfirheyrði starfs-
menn til að rannsaka hvort einhver þeirra hefði ef til vill smyglað
ljóninu burt til að selja það, en ekkert kom í ljós.
Það eina sem var vitað kom frá ljónafóðraranum. Klukkan
ellefu um morguninn höfðu öll ljónin safnast í innibúrið, vitandi
að þau fengju að borða þar á þessum tíma; fóðrarinn lokaði á milli
búranna, fleygði inn kjötinu og taldi ljónin áður en hann hleypti
inn skrúbburunum til að þrífa útibúrið, brá sér svo frá til að fóðra
hlébarðana og tígrisdýrin. Þegar hann kom aftur var ljónið horfið.
Sjálf vissi ég ekki neitt en var þakklát fyrir fríið, jafnvel þótt
garðurinn neitaði að borga okkur laun á meðan. Á þessum þrem-
ur eða fjórum dögum þegar garðurinn var lokaður notaði ég tæki-
færið til að sofa eins mikið og ég gat. Ég reyndi líka að skrifa en
eins og venjulega skrifaði ég mig í strand eftir tvær eða þrjár
blaðsíður. Ég vissi aldrei hvað átti að koma næst. Síðustu nóttina
vakti ég of lengi þar sem ég neitaði að gefast upp, skrifaði margar
blaðsíður fullar af margs kyns mismunandi atburðum í von um að
leysa upphafsflækju einnar sögunnar, en þetta skilaði engu nema
sorg, mér fannst eins og lífið hefði alltaf reynst mér vont og ætlaði
augljóslega að gera það áfram, jafnvel þegar kæmi að því eina sem
stóð eftir — því eina sem mér þótti ennþá vænt um og fannst ég
hafa möguleika á að gera vel.
Þess vegna kom ég honum eflaust skringilega fyrir sjónir þegar
hann birtist daginn eftir, skömmu eftir að kaffihúsið opnaði. Seinna
uppgötvaði ég að í þreytu minni um morguninn hafði ég snúið
vinnutreyjunni öfugt, og þegar ég tók pöntunina hans gleymdi ég
henni samstundis, gekk burt en varð svo að koma aftur til hans og
spyrja aftur hvað hann vildi. Ég las einhvern tímann að næstum
allar skoðanir fólks á persónu manns yrðu til á fyrstu fimmtán