Skírnir - 01.10.2009, Page 214
468
STEINAR BRAGI
SKÍRNIR
mínútunum og að allt sem við gerðum upp frá því væri dæmt af
þessu fyrsta korteri. Ef þú varst óvenjulega kát þegar þú hittir ein-
hvern mann en varst svo eins og þú áttir að þér næstu tíu skiptin
fyndist honum samt alltaf eins og þú værir eitthvað döpur og tryði
því ekki þegar þú segðist hafa það fínt. — Og það væri erfitt að
breyta þessu seinna, þess vegna væri best að reyna að vera alltaf
sem eðlilegust þegar maður hitti fólk í fyrsta sinn, til að ala ekki á
misskilningi í framtíðinni.
„Einn kaffi,“ endurtók hann. Eg spurði hvort hann hefði líka
viljað sykur eða mjólk en hann hristi hausinn.
Ég átti bágt með að skilja hvernig ég gat gleymt svona ein-
faldri pöntun. Líklega var það meira en þreytan. Það var hann
sjálfur sem ruglaði mig í ríminu, strax frá upphafi. Frá því ég sá
hann fyrst var ég viss um að hafa aldrei séð svona mann áður, og
myndi líklega aldrei gera framar. I fyrsta lagi undraðist ég að
hafa ekki séð hann ganga inn á staðinn, yfirleitt sé ég fólk alltaf
ganga inn á veröndina, jafnvel þótt ég sé niðursokkin í að lesa
eða punkta hjá mér bak við afgreiðsluborðið, auk þess sem
brakar hátt í gólffjölunum. En með hann tók ég ekki eftir neinu.
Ég var á mínum venjulega stað að hugsa mínar venjulegu hugs-
anir, og næst þegar ég leit upp sat hann þarna bara, á einu af
borðunum næst handriðinu, þessum sem hafa besta útsýnið yfir
garðinn. Hann var ekki að gera neitt sérstakt, sat beinn í baki,
horfði niður fyrir sig í borðið og ef eitthvað virtist hann annars
hugar.
Og fötin sem hann klæddist voru áberandi, kannski af því þau
áttu ekki að vera það; hann var í svörtu frá toppi til táar: svartri
peysu, svörtum jakka, svörtum buxum og skóm. Þegar ég kom
nær sá ég svo hversu fölt andlitið var, fjólubláa baugana undir aug-
unum og ljósleitt hárið. Hvílík útkoma! Allt virtist stangast á,
fötin voru of svört fyrir húðina og gerðu hvítuna í andlitinu ljóm-
andi og næpulega, auk þess fóru þau illa með hárinu sem virtist
lítillega rauðleitt þegar sólin skein í gegnum það — liturinn dró
fram eitthvað dularfullt í brúnu augunum, gerði þau á litinn næst-
um eins og storknað blóð, og varalaus munnurinn var allt of lítill
við þessi stóru, kringlóttu augu.