Skírnir - 01.10.2009, Page 217
SKÍRNIR
LJONIÐ SEM HVARF
471
„Þau eru stutt, er það ekki?“ Hann glennti upp augun og þetta
virtist útheimta heilmikla orku fyrir hann. „Og þau hafa engan
endi.“
„Aha ..." sagði ég. Eg var ekki viss um að þetta væri rétt hjá
honum, en gat svo sem skilið hvað hann átti við, fæst ljóð höfðu
að minnsta kosti söguþráð. Á leiðinni heim til mín um kvöldið
kom ég við í búð og keypti nokkrar nýjar ljóðabækur, sumar eftir
ljóðskáld sem voru varla eldri en ég sjálf, og dró fram nokkrar af
gömlu bókunum sem ég hafði lesið þegar ég var yngri. Eitt ljóð-
anna var um ljón sem fékk þyrni í þófann, gamla klisjan. Annað
lét mér líða eins og ég væri gömul stytta á hafsbotni sem horfði á
sólina glitra á yfirborðinu og grét af söknuði.
Næst þegar hann kom töluðum við um ljónin. Það var alltaf ég
sem byrjaði á samræðunum, ég þurfti yfirleitt að hugsa upp eitt-
hvert málefni áður en ég gekk að borðinu og vita hvað ég ætti að
segja eftir „Einn kaffi, já“, „Kaffi, gott og vel,“ eða „Einmitt það,
kaffi“ — sem var stundum erfitt.
En ekki í þetta skipti. Hver getur ekki byrjað samræður á ljón-
um? Ég spurði hvort hann hefði nokkuð farið að ljónabúrinu, eða
hvort hann hefði heyrt um ljónið sem hvarf?
Þá sá ég hann brosa — í fyrsta sinn. Augun ljómuðu og ég sá
fallegu tennurnar hans, skínandi hvítar og allar í beinni röð.
„Ljónið sem hvarf?“ sagði hann, röddin fjörleg, ekki jafn djúp
og drungaleg og venjulega.
„Já, karlljónið. Það kom frá Afríku. Einn fóðrarinn sagði mér
að þeir hefðu skírt hann Napó, sem er stytting á Napóleon. Hann
lagði stundum annan framþófann upp að brjóstinu, þegar hann lá
á bakinu og hvíldi sig — eins og á málverkinu af herra Bónaparte
hershöfðingja þar sem hann stingur hendinni inn undir vestið
sitt.“ Við hlógum að þessu, hann lágum ískrandi hlátri sem minnti
á púkagrát. Ég bætti því við að sjálf hefði ég aldrei séð hann gera
þetta, þrátt fyrir að hafa setið lengi og fylgst með ljónunum —
búrið þeirra var eitt af þeim fyrstu sem ég sat við eftir að ég byrjaði
að vinna í dýragarðinum. Kannski var þetta uppspuni. Mér þótti
alltaf ólíklegt að fjórfætt dýr eins og ljón gæti teygt sig á þennan
hátt.