Skírnir - 01.10.2009, Page 221
SKÍRNIR
LJÓNIÐ SEM HVARF
475
Einn daginn spurði hann hvort ég vildi lesa fyrir hann eitthvað
af því sem ég hafði skrifað. Ég neitaði, en svo þegar ég kom heim
til mín fannst mér það aumingjalegt og ákvað að ég skyldi lesa að
minnsta kosti eitthvað. Ég las eina málsgrein sem ég var ánægð
með og útskýrði fyrir honum nokkrar af sögunum — ekkert nema
byrjanirnar á þeim, auðvitað — kannski í von um að hann gæti
ráðlagt mér eitthvað um framhaldið.
Ein sagan hófst uppi í háum krana um morgun, efst uppi í
krananum þar sem kona lá í náttkjól ofan á steypuklumpunum
aftan við kranahúsið. Yfir konunni stóð kranamaðurinn, nývakn-
aður og nýbúinn að klifra upp í kranann, og hristi konuna. I ljós
kom að um nóttina hafði konan gengið í svefni og alla leið upp í
kranann þar sem hún vaknaði. Ég vissi ekki hvað kæmi næst en
sagan átti að vera um svefngengla.
Onnur saga var um konu sem opnaði bréf sem var fullt af
svörtu hári, það sama gerðist vikuna á eftir og svo aftur vikuna þar
á eftir, alltaf svart hár í póstinum eins og einhver klippti af sér
hárið til að senda henni en hún vissi ekki hver það var — ekki
frekar en að ég vissi framhaldið.
Síðasta sagan sem ég sagði honum var um konu sem var ein á
bakpokaferðalagi, líklega eftir að hafa lent í ástarsorg, og líklega á
Grænlandi eða einhvers staðar þar sem var mikið af jöklum. Það
var vor og konan labbaði alein á milli jöklanna þar til hún kom á
afskekkt svæði á milli þeirra. Þá tjaldaði hún og fylgdist með jökl-
unum bráðna í nokkrar vikur, þar til einn daginn að hún gekk
fram á áletrun á kletti sem var nýkominn undan einum jöklinum
— tákn sem hún var sannfærð um að væru mjög gömul og segðu
eitthvað mikilvægt. Á næstu vikum bráðnaði meira og allur klett-
urinn birtist undan jöklinum og fleiri klettar allt um kring —
fimmtíu eða hundrað metra háir, og konan uppgötvaði að hún
stóð í miðjum risagrafreit, ævafornir risar höfðu verið jarðaðir
þarna löngu áður en mannkyn varð til, áður en ísöldin kom og
breiddi yfir ummerkin.
Ég skammaðist mín illilega þegar ég hafði misst þetta allt út úr
mér, ég hafði flýtt mér að tala þetta frá mér af því ég hafði ákveðið
að gera það. En þegar ég var búin fannst mér þetta hljóma svo