Skírnir - 01.10.2009, Page 223
SKÍRNIR
LJÓNIÐ SEM HVARF
477
Stundum líður mér illa við að hugsa um þetta, jafnvel ennþá
eftir öll þessi ár. Fósturforeldrar mínir ættleiddu mig af því þau
höfðu sjálf ekki getað eignast barn þrátt fyrir að hafa reynt í mörg
ár. Fyrst voru þau glöð að eiga mig, en þá varð fósturmamma mín
ólétt, eins og hamingjan yfir að eignast barn — mig — hefði losað
um einhverja stíflu innan í öðru hvoru þeirra eða báðum. Sem ger-
ist víst stundum.
Eftir þetta var ég minna spennandi en barnið sem þau höfðu
búið til sjálf, strákur sem ég hef aldrei kallað bróður minn, lítill og
frekur og verður það líklega alltaf. Kannski var þetta skiljanlegt.
En þau föðmuðu mig aldrei eða kysstu, ég fékk að borða og þau
létu mig læra heima en mér fannst ekki lengur eins og þau væru
foreldrar mínir. Þau sögðu mér líka að það væri réttara ef ég kall-
aði þau nöfnunum þeirra en ekki pabba og mömmu.
Eg fór að heiman um leið og ég var búin með gagnfræðaskól-
ann, þegar ég var fimmtán ára. Síðan hef ég ekkert lært, nema hjá
sjálfri mér. Ég hef lesið eins mikið og ég get, og svo hef ég þurft að
vinna fyrir peningunum mínum sjálf, sem getur verið þreytandi.
Stundum líður mér eins og ég sé gömul, stundum eins og ég sé vit-
laus og sé að missa af öllu sem gerist, öllum böllunum í skólanum.
Ég á ekki marga vini, líklega út af feimninni.
Með tímanum varð ég svolítið döpur yfir því hversu lítið hann
sagði mér um sjálfan sig. Stundum varð ég reið. Það eina sem ég
fékk upp úr honum var að bráðum ætlaði hann í siglingu — hann
væri að bíða eftir skipi. Ég spurði hvert hann ætlaði og hvernig
skip þetta væri, en hann svaraði engu. En mig grunaði ýmislegt.
Eitt sinn spurði ég hann líka hvaða dýrum hann væri hrifnast-
ur af í garðinum. Hann hugsaði sig lengi um, næstum eins og hon-
um hefði aldrei dottið í hug að virða fyrir sér dýrin eða að þau
væru hreinlega allt í kringum hann — komandi í dýragarð sex
daga vikunnar!
„Fílunum, kannski," sagði hann svo loksins. Ég spurði hvað
það væri við fílana sem hann væri svona hrifinn af. Hann vissi það
ekki. Hann hefði bara áhuga á þeim. „Og kannski sebrahestun-
um,“ bætti hann við. „Og hvað heitir það. Gnýr ... Og antílóp-
unum.“ Hann hafði enga skoðun á fuglunum en hataði híenurnar,