Skírnir - 01.10.2009, Page 224
478
STEINAR BRAGI
SKÍRNIR
lyktin af þeim væri vond og hann hataði hversu margar þær væru
alltaf saman.
Grunurinn hélt þannig áfram að vaxa og eftir uppákomuna með
barnapíuna sannfærðist ég loksins um að eitthvað væri dularfullt
við þetta allt saman. Upp frá því átti ég erfitt með að snúa hugsun-
um mínum upp í gamla hummið, ég hugsaði sífellt meira um hann
og fannst eins og ég yrði að gera eitthvað og vera fljót að því.
En hvað átti ég svosem að gera? Grípa um hnakkann á honum
og banna honum að fara? Kyssa hann á varalausan munninn?
Hringja í lögregluna og biðja hana um að stöðva hann?
Þetta með barnapíuna gerðist á ofurvenjulegum þriðjudegi,
leiðinlegum og skýjuðum. Hann var sestur eins og venjulega í
sætið sitt kringum hálfellefu, sat og drakk kaffið sitt og horfði yfir
garðinn þegar barnapían birtist. Eins og venjulega talaði hún í
símann og hló, en þegar hún var ekki hlæjandi eða gapti yfir því
sem var verið að segja henni — það virtist alltaf eitthvað ótrúlegt
berast í eyrun á henni — sprakk hún í skræku, æstu tali sem ég gat
aldrei skilið. Samt var hún löngu hætt að vera unglingur, hún var
eldri en ég! Að minnsta kosti nægilega gömul til að geta borið sig
af einhverri virðingu, hætt að troða eigin lífi sífellt upp á ókunn-
ugt fólk hvar sem hún kom og hætt að troða barnið sem var í
umsjón hennar fullt af drasli! Líklega var það þetta sem hindraði
að ég gæti haft samúð með henni, sem ég hefði eflaust átt að hafa.
Eg efaðist um að foreldrar barnsins vissu hvernig hún meðhöndl-
aði það og ég var sannfærð um að hún vissi vel að hún kæmi illa
fram við barnið og vanrækti það en væri bara of dofin í sálinni til
að geta stjórnað eigin hegðun, og á meðan enginn skammaði hana
myndi ekkert í lífi hennar breytast til batnaðar.
En sjálf sagði ég aldrei neitt. Ég opnaði eitt sinn munninn til að
spyrja hana um barnið, eða hvort hún áliti að það hefði gott af feit-
um frönskum kartöflum sem hún hafði pantað handa þeim, en þá
hringdi síminn hennar.
I þetta skiptið pantaði hún hálfan lítra af kóki og tvo litla
snakkpoka, annan með lauk og salti, hinn með barbíkjúbragði.
Meðan hún pantaði horfði hún aldrei á mig og hætti aldrei að tala
í símann, tók sjálf snakkpokana sem héngu á rekka við afgreiðslu-