Skírnir - 01.10.2009, Side 225
SKÍRNIR
LJÓNIÐ SEM HVARF
479
borðið, veifaði fingrinum yfir að ísskápnum með gosinu og þar
sem hún drakk yfirleitt kók vissi ég hvað hún átti við. Svo lagði
hún peningana á borðið, hló hátt að röddinni í eyranu, greip kókið
og snakkpokana og ýtti kerunni á undan sér að einu borðanna
nálægt miðju staðarins.
Eg sá samstundis að hann hafði tekið eftir henni, en líklega
hefði annað verið ómögulegt. Þau voru tvö ein á staðnum. Og
fljótlega kom svipur á andlit hans sem ég hafði ekki séð áður. Það
var augljóst að hún truflaði hann, kom honum úr jafnvægi. Eg
hafði aldrei áður séð hann komast úr jafnvægi, ekki að ég hafi
beinlínis séð í honum kyrrð, en þessi stríða, niðandi fjarræna sem
bjó í augum hans var horfin og í staðinn kviknaði eitthvað sem
líktist hreinni og tærri heift. Elann gjóaði augunum milli konunn-
ar og stelpunnar í kerrunni, ennið hrukkað. Augun voru ekki
lengur kringlótt heldur samandregin og pírð, axlirnar spenntar og
fingurnir krepptir í hnefa ofan á borðinu.
Konan skellti aftur símanum með kveðjugargi, horfði svo
kringum sig eins og hún væri að átta sig á hvar hún væri, kom auga
á snakkpokana á borðinu, opnaði annan þeirra og híaði og geiflaði
sig svolítið að stelpunni í kerrunni. Svo sló hún inn númeri á sím-
ann og lyfti aftur að eyranu, byrjaði að raða kartöfluflögum í
munninn á barninu, sem hætti samstundis órólegu sprikli sínu í
kerrubeislinu, og skömmu síðar var konan aftur byrjuð að tala í
símann. Ég ímyndaði mér að samtalið væri endursögn á því sem
henni þótti spennandi í fyrra samtalinu, að hún og vinkonur henn-
ar væru allar barnapíur, dreifðar um gervallan bæinn, allar vopn-
aðar Mentos-stöngum og snakkpokum til að raða í börn meðan
þær æstu hver aðra upp með sömu kjaftasögunum.
Út undan mér greindi ég hreyfingu og þegar ég leit af konunni
stóð hann við afgreiðsluborðið, andlitið hvítt og slétt, augun pírð.
Hann sagði ekki neitt heldur lagði seðil á borðið, greip banana úr
ávaxtakörfunni og var samstundis kominn að borðinu þar sem
konan sat. Án þess að hika greip hann um kerruna, sneri litlu
stelpunni frá borðinu þannig að hún horfði út yfir garðinn, greip
um höndina á henni og þegar hann sleppti takinu hélt hún um lít-
inn, skrældan banana.