Skírnir - 01.10.2009, Page 226
480
STEINAR BRAGI
SKÍRNIR
Svo vatt hann sér að konunni, sem virtist ekki ennþá hafa tekið
eftir honum, og kippti símanum úr hendinni á henni, lokaði sím-
anum og lagði á borðið fyrir framan hana. Konan sat hreyfingar-
laus og gapti, munnurinn ennþá í miðju samtali en gaf ekki lengur
frá sér nein hljóð, höndin við eyrað eins og hún héldi ennþá um
símann. Þá lyfti hann hnefanum hátt á loft og barði honum niður
í símann sem splundraðist í þúsund mola út yfir borðið og gólfið.
Konan byrjaði að gefa frá sér einhver hljóð en þagnaði þegar hann
greip undir kjálkann á henni og glennti sundur kjaftinn, teygði
hina höndina í snakkpokann og byrjaði að raða upp í hana flög-
unum, flögu eftir flögu. Hann fyllti kjaftinn á henni af flögum,
færði svo andlitið upp að hennar og gaf frá sér öskur sem byrjaði
lágt eins og urr en magnaðist og endaði í hvelli, eins og frá fall-
byssu, svo hljómmikið og djúpt að hárin risu á handleggjunum á
mér, eyrun í mér suðuðu og ég fann hvernig dofin, máttvana skelf-
ing færðist um alla vöðva líkamans. Eg gat ekki hreyft mig.
Svo krumpaði hann saman pokann, fleygði honum frá sér og
lét sig hverfa. Síðan heyrðist ekkert nema gráturinn í stelpunni.
6. kafli
Eftir þetta ágerðist grunurinn. Hefði annað verið hægt? En ég
fann það aldrei í hjarta mér að vera viss, kannski var ég aldrei
nægilega hugrökk til að horfast í augu við hann.
Barnapían sást ekki framar í garðinum og ekki litli sínammandi
skjólstæðingur hennar. A næstu dögum bjóst ég alveg eins við
heimsókn frá lögreglunni en hún kom aldrei. Kannski hafði konan
bara ákveðið að fullorðnast og bera svolitla virðingu fyrir sjálfri
sér og öðrum. Ég veit það ekki.
En hann hélt áfram að koma, setjast á sinn venjulega stað á
sínum venjulega tíma og panta kaffið sitt. Hann minntist aldrei á
það sem gerðist með konuna, eða reyndi að afsaka hvernig hann
öskraði á hana. Sem er gott. Það var ekkert hægt að segja og ekkert
að afsaka.
A hverjum einasta degi stóð ég mig að því að vera farin að bíða
komu hans. Á morgnana skipti ég yfir í vinnufötin í búningsklef-