Skírnir - 01.10.2009, Page 227
SKÍRNIR
LJÓNIÐ SEM HVARF
481
anum næst miðasölunni, gekk gegnum þögulan garðinn og hleypti
mér inn í kaffihúsið. Þá opnaði ég kassann, pantaði ef til vill
nokkrar klinkrúllur, strauk af afgreiðsluborðinu og fyllti á hill-
urnar, svo settist ég á stólinn minn bak við borðið og beið þess að
hann birtist.
A þessu tímabili samdi ég ekkert nema ljóð, kannski af því að
hann hafði stungið upp á því. Sum ljóðin voru um hann, ljósa
hárið hans og síróps-kórónu einsemdarinnar. Flest þeirra voru
léleg, eða reyndar held ég að þau hafi öll verið léleg og ég segi það
ekki að gamni mínu. En mér var sama. Eg hafði gaman af að semja
þau og að þurfa aldrei að hafa áhyggjur af því sem kæmi næst. Það
var ekkert næst! Lífið var hvergi nema núna, og kannski stundum
við borðið úti á veröndinni.
Einn daginn kom hann ekki framar. Þetta var á þriðjudegi, sem er
týpískt: á leiðinlegasta degi vikunnar. Þegar klukkan varð ellefu og
hann var ekki ennþá kominn gekk ég að borðinu hans, horfði út
yfir garðinn en sá hann hvergi.
Eg hvarflaði augunum yfir borðið og sá glitta í eitthvað, lítinn
hlut sem einhver hafði týnt. Ég tók hann upp og sá að þetta var
pínkulítið ljónshöfuð, útskorið í járn og hékk á svartri festi eins og
þeirri sem var alltaf um hálsinn á honum. Makki ljónsins var
stríður og voldugur, og svo haganlega útskorinn að mér fannst
eins og í honum bærðust þúsundir hára í vindinum sem blés yfir
buskann í Afríku en ég gæti samt greint hvert eitt og einasta þeirra.
Kjaftur ljónsins var opinn í öskri þannig að glitti í hvassar víg-
tennurnar, augun svo pírð að ég vissi ekki hvort þau væru lokuð
eða opin, eða hvort svipurinn á því væri þrunginn sorg eða gleði.
Hann var farinn með skipinu sínu.
Ég vöðlaði saman hálsfestinni og kreppti hnefann utan um
hana. Mig langaði til að meiða mig einhvern veginn svo ég hætti að
hugsa, ýtti hnefanum inn í ennið á mér, á milli augnanna, en það
virkaði ekki, mér fannst eins og ég myndi rifna í sundur innan í
mér og rifna aftur og aftur í þúsundir og milljónir smábúta þar til
vindurinn feykti mér burt. Þetta hlaut alltaf að enda svona en ég
hafði bara ekki viljað sjá það fyrr. Og loksins þegar of seint var