Skírnir - 01.10.2009, Page 229
KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR
Holur í menn
í.
Það var sunnudagur og á sunnudögum var pabbi rólegur, sat
liðlangan daginn í stofunni í skræpóttum jogginggalla, hlustaði á
plötur og las vísindaskáldskap eða tímarit um græjur. Vildi ekki
láta ónáða sig.
Eg man eftir hárinu, hann litaði það svart. A morgnana greiddi
hann það með geli og hárfroðu; hrafnsvart, umlaði hann og strauk
yfir gljáandi makkann. Holdið var hvítt og slappt einsog hann
borðaði ekkert nema svampkökubotna.
Þennan sunnudag voru bróðir minn og mamma að heiman.
Hann sat í stofunni, ógreiddur í gallanum, hlustaði á plötur og
fletti í blöðum þegar hann kallaði skyndilega á mig. Eg sat á gólf-
inu í holinu og lék mér að tölum sem ég hafði safnað í ílanga
tinöskju með mynd af egypskri múmíu og mér brá. Eg fór fram í
stofu til pabba og hann klappaði mér á kollinn.
Komum út í garð, sagði hann.
Það var sumar, grasið í garðinum skærgrænt og nýslegið, úðar-
inn úðaði vatninu í hringi, girðingin nýmáluð og falleg. Á bíla-
stæðunum milli húsanna í einingunni hjóluðu einhverjir á BMX-
hjólum með hjálma. Pabbi fór inn í bílskúr og náði í skóflu, hann
byrjaði að grafa holu í miðjan garðinn.
Eigum við að grafa fjársjóð? spurði ég og óttaðist svolítið um
tölusafnið mitt, en hann þagði.
Horfðu á mig grafa, másaði hann seinna og ég horfði á pabba
hverfa dýpra í holuna, skófluna sveiflast og moldina skvettast.
Ég var ráðvillt, vissi ekki hvað pabbi ætlaði sér með holuna,
hvað við ættum að setja ofaní og hversvegna.
Þegar holan var orðin jafn djúp og pabbi var langur en haug-
urinn af mold jafn hár mér klifraði hann upp úr. Hann var sveitt-
Skírnir, 183. ár (haust 2009)