Skírnir - 01.10.2009, Page 230
484
KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR
SKÍRNIR
ur á bringunni og rauður í framan, milli andvarpanna orðaði hann
við mig að nú ætti ég að fylla holuna aftur.
En pabbi, spurði ég, eigum við ekki að setja eitthvað ofaní hana
fyrst?
Hann hristi hausinn og krosslagði hendur, ég byrjaði að moka
ofaní holuna.
Hversvegna að fylla tóma holu man ég að hafa hugsað, í þess-
ari holu er ekkert nema mold og maðkar.
Lausamold er plássfrekari en jarðvegur og þegar ég var búin að
fylla holuna var moldarhaugur á lóðinni miðri.
Við fórum aftur inn, pabbi settist í stofuna og blaðaði í tíma-
ritum, ég háði orustur með tölum úr boxi.
Það var daginn eftir sem hann hvarf. Enginn áttaði sig á því fyrr
en seint um kvöldið, þegar mamma hringdi í vinnufélaga hans sem
sagði henni að pabbi hefði ekki látið sjá sig um morguninn.
Þar sem ég var bara sex ára skildi ég ekki beinlínis hvað var að
gerast, skildi ekki að einhver gæti horfið, eða hvað það fól í sér, að
hverfa. En ég man að við leituðum öll, fyrst að honum, svo að vís-
bendingum. Einhver gróf garðinn í sundur. Ég man það.
Grasflötin var öll sundurgrafin.
Hópur fólks gekk um mýrarnar fyrir ofan hverfið. Það var að
nóttu til og þau héldu á vasaljósum og lugtum, ég sá þau út um
herbergisgluggann minn. Enginn kallaði nafnið hans, sem mér
þótti skrýtið. Oll þessi tifandi ljós í myrkrinu og þögnin.
Mánuði eftir að pabbi hvarf kom fyrsta vísbendingin í ljós. Bróðir
minn fann hana. Ég veit ekki hversvegna hann stakk puttanum inn
í rör undir eldhúsvaskinum. Kannski fékk hann hugboð, kannski
var vaskurinn stíflaður.
En hann stakk putta inní gúmmírör sem vatnið rann ekki í
gegnum lengur, gamalt ógeðslegt rör sem hékk þarna gagnslaust
og rifið.
Vísbendingin var lítil askja sem pabbi keypti þegar hann var
unglingur og fór til Marokkó með afa og ömmu. Askjan er á stærð
við kóktappa og úr þunnum slípuðum viði, myndin er flögnuð af