Skírnir - 01.10.2009, Page 232
486
KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR
SKÍRNIR
Límbandið var breitt og samlitt spónaplötunni. Ég reif í eitt
hornið og náði því af, fyrir aftan það var svolítil hola inn í spón-
inn, á stærð við fingurbjörg. Ég stakk fingrinum inn í holuna og
þar var eitthvað sem ég kleip út. Það var lítil klessa.
Ég læddist með klessuna inn í herbergið mitt, lagði hana á borð
og fann fram stækkunargler sem ég hafði einmitt stolið af skrif-
stofunni hans pabba. Ég beindi lampaskini á litlu klessuna, sem
skjótt á litið var einsog hver annar horköggull, og lagði stækkun-
arglerið að auganu.
Ég sá strax að eitthvað var falið innan í þessu sem sennilega var
stirðnað lím. Mér tókst að hnoða það af með fingrunum og hélt þá
á agnarsmárri harðri kúlu. Gegnum stækkunarglerið sá ég að
kúlan var blá og græn og hvít og brún, hnattlíkan. Eitur, jörðin.
Hugsaði ég og var engu nær.
Þegar bróðir minn kom heim sýndi ég honum hvað ég hafði
fundið. Hann horfði fyrst í stækkunarglerið, svo á mig, fullur efa-
semda, og varð fúll.
Daginn eftir, þegar hann var búinn að jafna sig á fýlunni
lögðum við hnattlíkanið ofaní marokkósku öskjuna og bróðir
minn hvítnaði aftur í framan:
Ætli pabbi sé að borða eitur í Marokkó? spurði hann. Ég ákvað
að segja ekki neitt.
Við settum vísbendingarnar í skókassa og földum hann bakvið
dúka og saumadót sem mamma geymdi efst í skáp í herbergi bróð-
ur míns. Við sögðum henni ekki frá vísbendingunum, við sögðum
engum frá þeim.
Þær voru leyndarmálið okkar þar til við værum búin að safna
nógu mörgum til að skilja hvað hefði orðið af pabba. Við vissum
að enginn myndi taka þær alvarlega, eða það sagði bróðir minn.
Fólk skilur ekki hvernig pabbi hugsaði, sagði hann og ég velti
fyrir mér hvernig það væri, hvernig pabbi okkar hugsaði.
Áður en hann hvarf var hann oftast í vinnunni, hann vann hjá
stóru innheimtufyrirtæki. Þegar hann kom heim á kvöldin var
hann þreyttur og við bróðir minn breyttum hegðun okkar til þess