Skírnir - 01.10.2009, Page 235
SKÍRNIR
HOLUR I MENN
489
Félagsþjónustan bauð mér afslátt á sálfræðiaðstoð og ég hitti
sálfræðing einu sinni í viku. Eg fór að gráta strax á biðstofunni og
fyrstu tímana gerði ég lítið annað en að snökta samhengislausar
setningar og snýta mér í klínexþurrkur sem hún rétti mér jafn-
óðum og full samúðar.
Hún hafði mikinn áhuga á pabba, vísbendingunum, bróður
mínum, mömmu og ég lagði mig fram um að segja henni það sem
ég mundi.
Síðan ég var þrettán ára hafði ég drukkið nánast sleitulaust og
svo margt slæmt hafði gerst. Samkvæmt sálfræðingnum var ég, um
leið og áfengið og eiturlyfin voru tekin frá mér, í einskonar áfalli
og mig skorti lífsvilja.
Mér fannst ég ekki kunna neitt eða geta neitt og tilgangslaust
að lifa.
Sálfræðingurinn bað mig um að hugsa mig vel um og reyna að
komast að því hvort það væri alls ekkert sem ég gæti verið góð í,
en mér datt ekkert í hug.
Að lokum sagðist ég geta orðið góð vændiskona, ég væri góð í
að láta karlmönnum finnast þeir vera einhvers virði.
Við þessu sagði hún ekkert. Krotaði bara í litlu bókina sína og
hélt áfram að tala um pabba. Hún var með pabba minn á heilan-
um, það var einsog henni fyndist lausnin á öllum mínum vanda-
málum felast í því að velta sér upp úr hvarfi föður míns.
Hægt og bítandi batnaði mér og með hjálp sálfræðingsins fékk
ég áhuga á ljósmyndun. Hún sagði mér að ég væri myndræn í
orðavali og hefði sérstakt lag á að virða fyrir mér heiminn, svo
stakk hún upp á að ég yrði mér úti um myndavél. Það var alveg
rétt hjá henni, ég hef næmt auga fyrir ljósi og litasamsetningu.
Eg og bróðir minn fórum aftur að talast við, en undanfarin ár
hafði ekkert samband verið á milli okkar. Hann bjó í Danmörku,
átti konu, börn og vann sem vefhönnuður. Ofugt við mig var hann
duglegur í skóla, metnaðarfullur og ábyrgur.
Þegar ég var búin að vera edrú í tvö ár hvatti hann mig til að
sækja um í ljósmyndunarskóla í Kaupmannahöfn.
Ég komst inn og flutti til bróður míns og fjölskyldunnar hans,