Skírnir - 01.10.2009, Blaðsíða 263
SKÍRNIR
í SKUGGA HRUNSINS
517
er saga sem flýgur um samfélagið, og ég trúi henni, en sel hana ekki dýrar
en ég keypti.“ Bókin er víða skemmtileg, fyndnar smámyndir lyfta frá-
sögninni upp. Það er af nógu að taka í gegndarlausri ofneyslu auðmanna
og bláeygri dýrkun annarra.
Bókin hefði vel mátt vera styttri og nafnaskrá hefði verið gagnleg.
Einar Már segir að fyrst eftir hrunið hafi eftirfarandi brunnið á almenn-
ingi: „Við vildum fá að vita hvort sett yrði á auðlindagjald, orkugjald til
stóriðju. Hvað með að innkalla kvótann, leigja hann út og leggja arðinn í
þjóðarsjóð?" Ekki ætla ég að segja að Einar sé ekki almenningur, en ég er
samt viss um að margir hafa hugsað meira á þessum nótum: „Held ég
vinnunni og húsinu? Get ég búið áfram á Islandi? Er allt mitt ævistarf
hrunið?“ Því miður er ekki búið að svara þessum spurningum með viðun-
andi hætti enn þann dag í dag.
Upp skal rísa Isaland
Bók Þorkels Sigurlaugssonar, Ný framtíðarsýn, er að því leyti öðruvísi en
hinar bækurnar sem hér er fjallað um, að hann beinir sjónum sínum ekki
síður fram á við en um öxl. Markmið Þorkels er að skrifa bók sem nýtist
við endurreisn efnahagslífsins. Hvernig á að byggja upp fyrirtæki sem
verða burðarásar á íslandi í framtíðinni? Þorkell hefur langa reynslu af
íslensku atvinnulífi, bæði sem stjórnarmaður í fyrirtækjum og sem starfs-
maður hjá Eimskipafélaginu og Háskólanum í Reykjavík. Stefnumótun,
nýsköpun og stjórnun hafa verið meginviðfangsefni Þorkels undanfarna
áratugi. Þorkell var stjórnandi hjá Eimskipafélaginu þegar það var leið-
andi í viðskiptalífinu. Hann rekur það hvernig Björgólfur Guðmundsson
markaði Eimskipafélaginu árið 2003 nýja stefnu: ,,[Þ]að þarf að breyta
hugsunargangi og menn þurfa að vera djarfari." Þetta var sú stefna sem
útrásarvíkingarnir tóku almennt hjá íslenskum fyrirtækjum á árunum
2003 til 2007. Fyrirtæki sem áður höfðu fylgt íhaldssamri stefnu um ára-
tugi voru látin skipta um gír, voru gíruð upp sem kallað var. Skuldir voru
stórauknar vegna þess að aðgangur að lánsfé var auðveldur. Stórveldi sem
áður voru gagnrýnd sem kjarni „kolkrabbans" svonefnda, Eimskip og
Sjóvá, hafa bæði orðið gjaldþrota í raun á aðeins örfáum árum undir
nýjum herrum, herrum sem mörkuðu djarfa og framsækna stefnu.
Þorkell rifjar upp ummæli Davíðs Oddssonar sem var arkitekt að sölu
ráðandi hlutar í ríkisbönkunum til handvalinna manna í upphafi árs 2003.
Davíð sagði 22. september 2003: „Kosturinn kannski við það sem tengist
Björgólfi Guðmundssyni og þeim feðgum og því samstarfi sem þeir eru í,