Skírnir - 01.10.2009, Blaðsíða 267
MYNDLISTARMAÐUR SKÍRNIS
Sankti Sebastían drekkur bjór
og reykir rettur
Ragnar Kjartansson í Feneyjum
Fyrir tveim árum var Ragnar Kjartansson (f. 1976) tilnefndur
fulltrúi Islands á Tvíæringnum í Feneyjum, elstu og stærstu
myndlistarhátíð í heimi. Ragnar hafði þá um nokkurt skeið vakið
athygli listáhugamanna hér heima og erlendis fyrir óvenjuleg efnis-
tök og djarfa framgöngu. Meira en nokkur annar myndlistar-
maður, alinn upp í andrúmslofti postmódernískrar deiglu, gerir
hann sér mat úr skörun ólíkra listgreina, leiklistar, tónlistar og
myndlistar. Eflaust á hann hispursleysi sitt gagnvart öllum þessum
listgreinum foreldrum sínum að nokkru að þakka, en bæði eru
Guðrún Asmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson leikarar með
breiðan grunn sem geymir ýmsar tegundir af sviðslist, klassísk
leikrit, söngleiki, revíur, trúðsleiki og útileikhús, auk leikritunar
og umritunar fyrir leikhús.
Slíkur vettvangur hlaut að vera dágott veganesti verðandi lista-
manni, enda sýndi það sig í útskriftarverkefni hans frá Listaháskóla
Islands árið 2001, Operunni, hve örugglega og fumlaust Ragnar
fléttaði list sína saman úr greinunum þrem, myndlist, leiklist og
tónlist. Vel staðfærðri sviðsmynd með þykkum, bláum flauels-
tjöldum og rauðbleiku plussveggfóðri var komið fyrir í hráu og
ómáluðu skoti í húsnæði Listaháskólans í Laugarnesi, rétt eins og
nýklassískri umgjörð utan um óperu eftir Mozart. Iklæddur hné-
buxum, vesti og skyrtu úr silki, með vafða leggi og hvítt parruk,
gekk Ragnar um klefa sinn með brugðið sverð eða vasaklút og hóf
upp raust sína í endalausu resitatívi, fimm tíma á degi hverjum í
tvær vikur og þrjár helgar. Allar götur síðan hefur Ragnar Kjart-
ansson tekið þátt í maraþoni af einum eða öðrum toga.
Á þeim tæplega sex mánuðum sem Feneyjatvíæringurinn stend-
ur, en honum lýkur ekki fyrr en seint í nóvember, má varla á milli
Skírnir, 183. ár (haust 2009)