Skírnir - 01.10.2009, Page 268
522
HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON
SKÍRNIR
sjá hvor leggur sig meira fram, meistari Ragnar Kjartansson eða
módelið Páll Björnsson, á sundskýlunni einni fata, með logandi
vindling og bjórflösku. I staðinn fyrir að standa sundurskotinn af
örvum, bundinn við staur eins og broddgöltur, innbyrðir þessi
nútímalegi Sebastían hvern líkkistunaglann af öðrum og rennir
niður með öli. Áhrifin eru ekki útvortis eins og forðum daga í
Rómaveldi, þegar dýrðlingurinn var hafður að skotspæni á ofan-
verðri þriðju öld vegna staðfastrar trúar sinnar á tímum ofsókna-
andróðurs gegn kristni og kirkju. Núna koma sárin fram sem inn-
anmein, ósýnileg og seindrepandi, líkt og efahyggjan á tímum lít-
illar og léttvægrar sannfæringar. Alltént er erfitt að ímynda sér Pál
Björnsson í hlutverki píslarvotts sem lætur lífið fyrir jafn óáþreif-
anlega umbun og von um eilífa sæluvist á himnum.
Meistarinn og módelið
Þetta síðasta afrek Ragnars Kjartanssonar í glímunni við tímann
byggir á hinu aldagamla þema um módelið og meistarann, þar sem
listamaðurinn fæst við hið flóknasta allra forma, mannslíkamann
sem flestir teiknikennarar telja vera alfa og ómega listræns við-
fangs, því líkaminn er viðmið allrar formmyndunar, hreyfingar og
tilfinningar fyrir rými. Það er ekki að ófyrirsynju sem Grikkir
álitu fullkomið vald listamannsins á túlkun mannslíkamans vera til
marks um rétta skynjun hans í stóru og smáu. Allt miðaðist við
manninn, miðju heimsins og mælikvarða tilveru og efnisheims.
Þar sem líkaminn var slík þungamiðja í vestrænni listmótun var
loku fyrir það skotið að meistari gæti orðið meistari án þess að æfa
módelteikningu. Þannig varð þessi sérkennilega iðja undirstaða
allrar myndlistariðkunar því teikningin afhjúpar meistarann meir
en módelið, rétt eins og svo margir listamenn — m.a. Matisse og
Picasso — hafa bent á með því að sýna sjálfa sig nakta frammi fyrir
kappklæddri fyrirsætunni.
Það er þó ekki fyrr en á allra seinustu tímum sem fyrirsætan
verður viðfangsefni í sjálfri sér, rifin úr tengslum við allt sem heit-
ir frásagnarlegt myndefni. Um miðja nítjándu öld tók raunsæis-
stefnan að höggva nærri klassískri frásagnarhefð sem verið hafði