Skírnir - 01.10.2009, Síða 278
HÖFUNDAR EFNIS
Benedikt Jóhannesson, f. 1955, Ph.D., er stærðfræðingur, fram-
kvæmdastjóri Talnakönnunar og ritstjóri Vísbendingar, vikurits
um viðskipti og efnahagsmál.
Bergljót Kristjánsdóttir, f. 1950, er prófessor í íslenskum bók-
menntum við Háskóla íslands.
Björn Þór Vilhjálmsson, f. 1973, stundar doktorsnám í bók-
menntafræði við Madison háskóla í Wisconsin í Bandaríkjunum.
Davíð Kristinsson, f. 1971, er M.A. í heimspeki, félagsfræði og
stjórnmálafræði frá Freie Universitát í Berlín og vinnur að doktors-
ritgerð í heimspeki við sama skóla.
Gerður Kristný, f. 1970, er skáld og rithöfundur. Eftir hana liggja
alls 17 bækur.
Halla Gunnarsdóttir, f. 1981, M.A. í alþjóðasamskiptum.
Halldór Björn Runólfsson, f. 1950, nam listfræði í Frakklandi og
er forstöðumaður Listasafns íslands.
Helgi Skúli Kjartansson, f. 1949, er prófessor í sagnfræði við
menntavísindasvið Háskóla íslands.
Kristín Eiríksdóttir, f. 1981, hefur gefið út þrjár ljóðabækur. Um
þessar mundir leggur hún lokahönd á smásagnasafnið Bakvið foss-
inn, sem kemur út hjá Forlaginu á næsta ári.
Kristján Árnason, f. 1934, starfaði sem dósent í almennri bók-
menntafræði við Háskóla íslands. Auk þess hefur hann fengist við
margvísleg ritstörf, svo sem ljóðagerð, þýðingar og greinaskrif.
Ólafur Páll Jónsson, f. 1969, er lektor í heimspeki við menntavís-
indasvið Háskóla Islands.
Páll Theodórsson, f. 1928, er eðlisfræðingur og vísindamaður
emeritus við Raunvísindastofnun Háskólans.