Fréttablaðið - 01.02.2017, Page 30

Fréttablaðið - 01.02.2017, Page 30
Tónleikar þar sem allir syngja saman eru ekki algengir hér á landi. Hinn ungi Rokkkór verður með aðra slíka tónleika á laugardag en færri komust að en vildu síðast, slíkar voru undirtektirnar. Íris Kristinsdóttir söngkona, best þekkt úr hljómsveitinni Butter cup, er í Rokkkór Íslands og meðal þeirra sem syngja einsöng á tónleikun­ um. Hún hefur verið í kórnum frá því hann var stofnaður í apríl 2015. Núna eru 37 félagar í kórnum og segir Íris að félagsskapurinn sé frábær. „Við hittumst einu sinni í viku og það er alltaf skemmtilegt. Maður fær útrás fyrir söngþörf­ ina,“ segir Íris sem er löngu hætt öllu hljómsveitar­ stússi enda móðir sex barna, þar af fjögurra ára tv í ­ bura. „Ég hef ekki orku í að syngja á böllum leng­ ur en kórstarfið er mjög gefandi,“ bætir hún við. „Á þessum tónleikum leggjum við áherslu á þekkt lög frá áttunda áratugnum. Allir geta sungið með þar sem textunum verður varpað á skjá fyrir ofan okkur. Fólk þarf ekki að kunna textana. Þetta eru lög eins og Hotel California með Eagles, Stairway to Heaven með Led Zeppelin, Bohemian Rhap­ sody með Queen ásamt mörg­ um fleiri frægum lögum. Við vorum með tónleika með þessari tónlist í haust í Hörpu en þar var ekki sungið með.“ Tóku hrausT- lega undir Í apríl í fyrra sett­ um við upp „syngj­ um saman“ tón­ leika í Bæjar­ bíói í Hafnarfirði með lög frá ní­ unda áratugnum en nú verða lögin frá þeim áttunda. Það var ótrúlegt hvað tónleika­ gestir tóku vel og hraustlega undir í söngnum. Greinilegt að margir hafa gaman af því að syngja. Fólk hefur komið í bíó og sungið saman, til dæmis á Mamma Mia, en ekki oft á tónleikum,“ segir Íris. Hljómsveitin er skipuð frábær­ um tónlistarmönnum á borð við Friðrik Karlsson, Davíð Sigur­ geirsson, Eið Arnarsson og Pálma Sigurhjartarson svo einhverjir séu nefndir. Stofnandi kórsins, Matthí­ as V. Baldursson, stjórnar fjölda­ söngnum. Rokkkórinn hefur sungið á árs­ hátíðum og hann verður með bak­ raddasöng á Hlustendaverðlaunun­ um á föstudagskvöldið. „Við erum miklir söngfuglar í þessum kór og finnst skemmtilegt að láta raddir okkar heyrast. Það eru margir frá­ bærir söngvarar í kórnum. Svo er gaman að fá raddir tónleikagesta með okkur,“ segir Íris og bætir við að þetta verði ótrúlega skemmtileg­ ir tónleikar. Elín Albertsdóttir elin@365.is Íris er hér á sviði með Rokkkór Íslands. Félagar í Rokkkórnum eru orðnir 37 þótt hann sé enn ungur. söngfuglar syngja saman Allir geta fengið útrás fyrir sönggleðina í Austurbæ á laugardagskvöldið þegar Rokkkór Íslands verður með svokallaða „Sing along“-tónleika. Vinsæl lög frá áttunda áratugnum munu hljóma. Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hagkaupum. • Nýtt útlit, öfl ugri og hljóðlátari • Stiglaus hraðastýring ásamt pulse rofa og 5 prógrömmum • Uppskriftabók fylgir Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Pro750 galdurinn á bak við ferskt hráefni Íris Kristinsdóttir, best þekkt sem Íris í Buttercup, syngur með Rokkkór Íslands. ALLTAF VIÐ HÖNDINA Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs-appinu ... allt sem þú þarft Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum Allir tóku vel og hraustlega undir í söngnum. Íris Kristinsdóttir 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r8 f ó l K ∙ K y n n I n G a r b l a Ð ∙ X X X X X X X X ∙ K y n n I n G a r b l a Ð V I Ð b U r Ð I r

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.