Fréttablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 30
Tónleikar þar sem allir syngja saman eru ekki algengir hér á landi. Hinn ungi Rokkkór verður með aðra slíka tónleika á laugardag en færri komust að en vildu síðast, slíkar voru undirtektirnar. Íris Kristinsdóttir söngkona, best þekkt úr hljómsveitinni Butter cup, er í Rokkkór Íslands og meðal þeirra sem syngja einsöng á tónleikun­ um. Hún hefur verið í kórnum frá því hann var stofnaður í apríl 2015. Núna eru 37 félagar í kórnum og segir Íris að félagsskapurinn sé frábær. „Við hittumst einu sinni í viku og það er alltaf skemmtilegt. Maður fær útrás fyrir söngþörf­ ina,“ segir Íris sem er löngu hætt öllu hljómsveitar­ stússi enda móðir sex barna, þar af fjögurra ára tv í ­ bura. „Ég hef ekki orku í að syngja á böllum leng­ ur en kórstarfið er mjög gefandi,“ bætir hún við. „Á þessum tónleikum leggjum við áherslu á þekkt lög frá áttunda áratugnum. Allir geta sungið með þar sem textunum verður varpað á skjá fyrir ofan okkur. Fólk þarf ekki að kunna textana. Þetta eru lög eins og Hotel California með Eagles, Stairway to Heaven með Led Zeppelin, Bohemian Rhap­ sody með Queen ásamt mörg­ um fleiri frægum lögum. Við vorum með tónleika með þessari tónlist í haust í Hörpu en þar var ekki sungið með.“ Tóku hrausT- lega undir Í apríl í fyrra sett­ um við upp „syngj­ um saman“ tón­ leika í Bæjar­ bíói í Hafnarfirði með lög frá ní­ unda áratugnum en nú verða lögin frá þeim áttunda. Það var ótrúlegt hvað tónleika­ gestir tóku vel og hraustlega undir í söngnum. Greinilegt að margir hafa gaman af því að syngja. Fólk hefur komið í bíó og sungið saman, til dæmis á Mamma Mia, en ekki oft á tónleikum,“ segir Íris. Hljómsveitin er skipuð frábær­ um tónlistarmönnum á borð við Friðrik Karlsson, Davíð Sigur­ geirsson, Eið Arnarsson og Pálma Sigurhjartarson svo einhverjir séu nefndir. Stofnandi kórsins, Matthí­ as V. Baldursson, stjórnar fjölda­ söngnum. Rokkkórinn hefur sungið á árs­ hátíðum og hann verður með bak­ raddasöng á Hlustendaverðlaunun­ um á föstudagskvöldið. „Við erum miklir söngfuglar í þessum kór og finnst skemmtilegt að láta raddir okkar heyrast. Það eru margir frá­ bærir söngvarar í kórnum. Svo er gaman að fá raddir tónleikagesta með okkur,“ segir Íris og bætir við að þetta verði ótrúlega skemmtileg­ ir tónleikar. Elín Albertsdóttir elin@365.is Íris er hér á sviði með Rokkkór Íslands. Félagar í Rokkkórnum eru orðnir 37 þótt hann sé enn ungur. söngfuglar syngja saman Allir geta fengið útrás fyrir sönggleðina í Austurbæ á laugardagskvöldið þegar Rokkkór Íslands verður með svokallaða „Sing along“-tónleika. Vinsæl lög frá áttunda áratugnum munu hljóma. Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hagkaupum. • Nýtt útlit, öfl ugri og hljóðlátari • Stiglaus hraðastýring ásamt pulse rofa og 5 prógrömmum • Uppskriftabók fylgir Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Pro750 galdurinn á bak við ferskt hráefni Íris Kristinsdóttir, best þekkt sem Íris í Buttercup, syngur með Rokkkór Íslands. ALLTAF VIÐ HÖNDINA Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs-appinu ... allt sem þú þarft Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum Allir tóku vel og hraustlega undir í söngnum. Íris Kristinsdóttir 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r8 f ó l K ∙ K y n n I n G a r b l a Ð ∙ X X X X X X X X ∙ K y n n I n G a r b l a Ð V I Ð b U r Ð I r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.