Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2019, Blaðsíða 5

Faxi - 01.12.2019, Blaðsíða 5
FAXI 5 og eilífðarmál í bland. Eina undantekning á því er að í stofnfundargerð Faxa var þess sérstaklega getið að: „fundarmenn yfirleitt óskuðu eftir því að pólitískum stælum væri haldið utan umræðna á fundum félagsins.“ Sem er merkilegt sérstaklega í ljósi þess að Faxafélagar hafa oft og iðulega verið bæjar- fulltrúar í Keflavík og síðar Reykjanesbæ. Fram á áttunda áratuginn var t.d. oft um helmingur bæjarstjórnar Keflavíkur með- limur í Faxa. Faxafundir eru að öllu jöfnu haldnir á heimilum félaga, sem flestir geta verið 12 talsins. Á fundunum eru almenn fundar- sköp haldin í heiðri og hefðinni ávallt fylgt í veitingum, boðið er upp á rjómapönnu- kökur, Bismarck brjóstsykur og appelsínu- límonaði. Faxafélagar breyta þó stundum út af hefð- inni eins og t.d. í maí 2018 þegar Faxi stóð fyrir opnum málfundi í Stapa með fram- boðum til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í sveitarstjórnarkosningunum 2018. Þetta var í fyrsta sinn sem Faxi stóð fyrir framboðs- fundi fyrir kosningar. Málfundurinn var fjölsóttur, líflegur og tókst vel. Forseti Íslands heiðursfélagi Faxa Starfsár Faxa hefst með afmælisfundi 10. október ár hvert. Faxafélagar sóttu Bessa- staði heim á 80 ára afmælisfundi málfunda- félagsins í október sl. og fengu höfðinglegar mótttökur hjá Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Við það tækfæri var for- setinn gerður að 16. heiðursfélaga Faxa frá upphafi og honum færður skjöldur með merki Faxa. Tímaritið Faxi gefið út frá 1941 Málfundafélagið hefur auk þess staðið fyrir útgáfu tímaritsins Faxa. Í fyrsta tölublaði tímaritsins, sem kom út í desember 1941 og markaði upphaf blaðaútgáfu í Keflavík, var tilgangur og markmið tímaritsins rammað inn en þau voru m.a. að „bæta úr skorti á umræðu um Suðurnesin“ og fjalla um „menningar- og framfaramál.“ Þessum leiðarljósum hefur verið fylgt í 79 ára óslitinni útgáfusögu Faxa, útgáfu- sögu sem er einsdæmi á Suðurnesjum. Þau 540 tölublöð sem gefin hafa verið út af Faxa eru ein haldbærasta sögulega heimildin um Suðurnesin síðustu 79 árin og má finna þau á stafrænu formi á timarit.is. Þannig hefur Suðurnesjamönnum, og þeim sem vilja fræðast um Suðurnesin, verið tryggt aðgengi að þeim sögulegu heimildum sem finna má í tölublöðum Faxa. Tímaritið Faxi hefur verið umbrotinn og prentaður í Stapaprenti í Reykjanesbæ síðustu 35 árin. Svanhildur Eiríksdóttir og Sigrún Ásta Jónsdóttir tóku fyrstar kvenna við ritstjórn Faxa árið 2015. Eysteinn Eyjólfsson Faxafélagar rétt eftir 1950. Fremri röð frá vinstri: Kristinn Reyr, Steindór Pétursson, Guðni Magnússon, Margeir Jónsson, Hallgrímur Th. Björns- son og Jón Tómasson. Aftari röð frá vinstri: Ingimundur Jónsson, Danival Danivalsson, Björn Pétursson, Gunnar Sveinsson, Valtýr Guðjónsson og Ragnar Guðleifsson.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.