Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2019, Blaðsíða 7

Faxi - 01.12.2019, Blaðsíða 7
FAXI 7 sem hún kynntist barnsföður sínum. Árið 1977 fór hún að vinna hjá Íslenskum aðal- verktökum (ÍAV) á Keflavíkurflugvelli, störf sem karlar voru bara að vinna á þessum tíma. Hún var fyrsta konan sem fór í verka- mannavinnu hjá ÍAV en þegar hún hóf störf var ein kona þar fyrir. Sú var í véladeildinni. „Ég var að handmoka skurði á flugbraut- unum. Síðan vann ég mig upp í verkstjóra- stöðu, fór að leysa verkstjórana af þegar þeir fóru í frí. Seinna tók ég meirapróf og rútupróf og fór þá að keyra trailerana hjá þeim og leysa af í véladeildinni. Eftir að ég byrjaði í Njarðvíkurskóla vann ég hjá ÍAV þrjú sumur. Það var á þeim tíma sem skól- anum lauk fyrr á vorin og byrjaði seinna á haustin.“ Þú hefur brotið blað í sögu Íslenskra aðal- verktaka? „Já, þeir ætluðu ekki að vilja ráða mig. Þegar ég fór uppeftir að sækja um, þá var bara starað á mig og ég spurð hvað ég væri eiginlega að gera, hvernig mér dytti í hug að ég sem kona fengi vinnu hjá þeim. Ég sagðist bara geta unnið alla vinnu eins og allir aðrir. Ég fékk vinnuna og skilaði mínu og vann mig upp hjá þeim.“ Gauja segist ekki hafa verið neinn eftirbátur karlmann- anna sem unnu þarna. Við skulum hafa það í huga að hún er bara rétt rúmlega tvítug þegar þetta er. „Ég fann alla vegana aldrei fyrir því að maður væri eitthvað lakari en þeir. Ef eitthvað var þá var maður bara öflugri. Sumir sváfu nú fram á skófluna og kústinn. Ég man ekki til þess að það hafi gerst hjá mér.“ Aðspurð hvort hún hafi verið litin hornauga af karlkyns samstarfs- mönnum, segir Gauja svo ekki hafa verið. Þeir hafi frekar hrósað henni. „Ég var kannski líka bara rosalega brynjuð frá mínu uppeldi. Ég byrjaði snemma að verja mig. Fólk komst mjög fljótt að því að það komst ekki neitt með mig. Þetta var líka góður vinnustaður, mjög öflugur, um 700 manns í vinnu þegar mest var og mér líkaði bæði vel við samstarfsmenn mína og yfirmenn. Ég held enn samband við hluta þessara fyrrum samstarfsmanna.“ Ekki ein einasta kona á námskeiðinu Gauja komst þó fljótt að því að langar vaktir hjá ÍAV voru ekki að henta einstæðri móður með ungan dreng sem var að hefja sína skólagöngu. Sú hugsun læddist að henni að hún þyrfti að finna sér aðra vinnu. Hjálpin við að finna vinnu sem hentaði hennar heimilisaðstæðum kom frá sjálfum yfir- manninum hjá ÍAV. „Jón Bjarnason, sem var verkstjóri minn hjá ÍAV, hann segir við mig að staða umsjónarmanns fasteignar í Njarðvíkurskóla sé laus til umsóknar, hvort ég ætli ekki að sækja um? Ég var búin að ræða það oft að ég þyrfti að breyta vinnu- tímanum og minnka vinnuna. Þetta var svo mikil yfirvinna, unnið fram á kvöld og um helgar. Ég sótti um og fór í viðtal til Alla Kalla [Alberts Karls Sanders], sem þá var bæjarstjóri í Njarðvík. Ég trúði eigin- lega ekki mínum eigin eyrum þegar Alli Kalli hringdi í mig á laugardagsmorgni klukkan hálf ellefu og sagði að ég hefði fengið stöðuna. Ég dauðsá eftir að hafa sótt um, ætlaði aldrei í skóla, en svo sá ég fljótt að þetta hentaði mér mjög vel því skólinn byrjaði átta, svo var klukkutíma matur og aftur unnið til hálf fimm, fimm. Skólinn var tvísetinn á þessum tíma. Það var rosalega fínn vinnutími, en svo breyttist þetta allt þegar kerfinu var breytt.“ Starf umsjónarmanns fasteignar var heldur ekki hefðbundið kvennastarf eins og maður þekkir til, án þess að maður ætli sér að falla í þá gryfju hér að kyngreina störf. Þetta tengist að sjálfsögðu áhugasviði hvers og eins. Það vafðist heldur ekkert fyrir Gauju, enda var hún að koma úr harð- kjarna vinnuumhverfi þar sem ekkert var gefið eftir. Hún segir erfiðið ekki hafa verið minna í Njarðvíkurskóla, þó öðruvísi hafi verið, vinnuna mikla á köflum, en samt skemmtilega. „Nei, þetta er ekki hefðbundið kvennastarf, það er bara langt því frá. Allar þessar framkvæmdir sem eru búnar að Svanhvít Guðmundsdóttir, Svana, var ritari þar til Einara Lilja Kristjánsdóttir tók við starfinu fyrir nokkrum árum. Gauja leysir ritara af svo hún hefur átt náið samband við þann starfsmann. Þær vinkonur ætla einmitt að skreppa saman til Spánar eftir áramót og Svana hefur þráspurt Gauju hvort hún ætli nokkuð að spila golf í þeirri ferð? Ljósm. Njarðvíkurskóli Frá góðri stund í matreiðslustofunni í Njarðvíkurskóla. Lengi komu starfsmenn skólans saman fyrir jólin og bökuðu smákökur. Það má heyra á Gauju að þaðan eru góðar minningar. F.v. Steindór Gunnarsson, Svanhvít Guðmundsdóttir, Guðríður Vilbertsdóttir og Ingvar Guðmundsson. Ljósm. Njarðvíkurskóli

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.