Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2019, Blaðsíða 9

Faxi - 01.12.2019, Blaðsíða 9
FAXI 9 hafa lært mikið af honum. Þú talar um erfiðar ákvarðanir, þurfti þú í átök? „Ja, hér voru grjótharðir drengir í elstu bekkjunum og fyrstu árin mín hér var ég eiginlega bara nokkrum árum eldri en þeir. Ég þurfti alveg að passa að þeir æddu ekki yfir mann. Ég tók alveg á þeim þegar ég þurfti að henda þeim út eða þeir lágu hér í slagsmálum. Það var líka allt öðruvísi tími. Þarna hreyfðu krakkarnir sig, voru í átökum. Stelpurnar voru bara dregnar út til að fara í snjókast ef þær vildu ekki fara út. Þetta þurfti maður að stoppa svo það gengi ekki of langt. Það þurfti oft að stoppa þá í sjókastinu og látunum úti. Núna þekkist þetta ekki, þau eru bara í tölvum og símum, ekki svona mikið líf í þeim eins og áður var. Þetta eru svo breyttir tímar.“ Já tölum aðeins um breytta tíma. Nú hefur þú verið hér í tæp 40 ár og bæði skólaum- hverfið og nemendurnir hlýtur að hafa breyst mjög mikið? „Skólaumhverfið hefur breyst alveg gífurlega mikið. Bara breytingin í sam- bandi við netið til dæmis. Svo fannst mér rosalega mikill breyting á krökkunum þegar elsta stigið þurfti ekki lengur að fara út í frímínútur. Ég held að þau byrji þar að verða kærulaus og löt með að fara út að leika og annað. Það byrjar með þessu kerfi að þau fá að hanga inni í öllum frímínútum og matartíma. Mér fannst það vera slæm þróun fyrir þau.“ Gauja segist margoft vera búin að láta í ljós þá skoðun sína að henni finnist þetta ekki gott. Henni finnist 40 mínútna matartíminn líka vera of langur í þessum aðstæðum, þau séu öll orðin þreytt eftir 30 mínútur og farin að pirrast og orðin óróleg síðustu 10 mínúturnar. „Það er af því að þau eru ekkert úti. Ef þau myndu bara borða í 20 mínútur og fara svo út, þá væri staðan allt önnur. Sumir eru ekki einu sinni að borða og þá setjast þau strax niður með símana sína, svo hanga þau bara í 40 mínútur.“ Af hverju var þessi ákvörðun tekin? „Þegar salurinn kom hér árið 1993 þá þótti svo flott að geta boðið þeim að vera inni. Ég segi að þetta hafi verið skref afturábak. Ég hef heldur ekki skilið af hverju krakkar í 1. – 6. bekk geta verið úti en ekki þau elstu. Það sem skiptir líka máli hér er að við erum ekki með neina aðstöðu fyrir þau, það eru engin tæki eins og biljard borð eða borðtennisborð. Þetta er eini skólinn hér í Reykjanesbæ sem býður börnunum ekki upp á neina aðstöðu. Það er ekkert pláss. Ég veit ekki af hverju þetta fær að viðgangast, ég er margbúin að kvarta undan þessu og láta óánægju mína í ljós. Ég spyr: Hvað er ætlast til að þau geri, ef þau eiga ekki að vera í símanum? Bókasafnið er mikið notað í kennslu og fjölgreinavali og heldur ekkert pláss til að gera neitt þar, auk þess sem þar á að vera kyrrð.“ Afleiðingin af þessum breytta tíma finnst Gauju vera lélegri samskipti á milli barnanna. Áður fyrr hafi þau verið miklu meira saman, þau hafi talað meira saman, verið að fíflast hvert í öðru og hrekkja hvert annað innan skynsamlegra marka. Tengslin hafi einfaldlega verið meiri. Nú séu þau hvorki nægilega tengd né samhent að mati Gauju. Oft skemmtilegustu krakkarnir sem maður hefur þurft að taka á Einn gamall nemandi í Njarðvíkurskóla sem blaðamaður ræddi við sagði að Gauja hefði verið eini fasti punkturinn í skólastarfinu. Hann hafi upplifað að þrívegis hafi verið skipt um skólastjóra á skólaferlinum, en alltaf hafi Gauja verið á staðnum og að það hafi verið svo gott að hafa hana, þennan fasta punkt sem alltaf var hægt að leita til. Þegar við Gauja ræðum þetta kemur í ljós að börnin leita mikið til hinnar og hún hafi í raun gengt hlutverki sálfræðings oft og tíðum. „Já þau koma rosalega mikið til að spjalla og þau segja manni margar sögur að heim- an. Þau þurfa oft mikið að tjá sig. Það var þó meira af því hér áður fyrr að strákarnir voru að koma. Það er mjög erfitt að vera bara með kvenkyns yfirstjórnendur. Það var á tímabili bara konur í öllum stjórnunar- stöðum og þá fann maður, þegar strákarnir lentu í erfiðleikum og þurftu að ræða ýmis mál, að það vantaði karlkyns stjórnanda. Þeir vildu ekki tala við konu, gátu ekki sagt konu það sem þeim lá á hjarta. Þá gerði ég það stundum að senda strákana til Guðjóns kennara [Sigurbjörnssonar] og báðu þau að spjalla við hann og stundum til Zoran [Daniel Ljubicic]. Þeir áttu oft svörin. Ég segi alltaf, að á svona stöðum eins og í skól- um, þurfi alltaf að vera karlkyns stjórnandi í einhverri stöðu. Nú erum við með Rafn Vilbergsson og það er mikill munur að hafa hann. Það er nákvæmlega sama staðan með ritarann, eins og með Einöru okkar [Lilju Kristjánsdóttur], þau leita rosalega mikið til hennar. Hún er sáluhjálpari margra. Þegar mikið er að gera hjá mér stend ég mig að því að senda krakkana til hennar.“ Hefur þú þurft að vera nagli í þessu starfi? „Já, já,“ segir Gauja og hlær. Þetta gerist ekkert öðruvísi. Ég hef þurft að taka á nokkrum, en ekkert alvarlega. Ég segi það gjarnan að það voru oft skemmtilegustu krakkarnir sem þurfti að taka á. Ég man eftir einu tilfelli með ósætti drengs sem ég þurfti að hafa afskipti af, en við settumst niður daginn eftir og ræddum málin. Ég hef aldrei eignast annan eins vin og hann á eftir. Ég man nú ekki núna hvert málið var.“ Gauja á körfuboltamóti í Portúgal með fjöl- skyldunni, þar sem Gabríel var að keppa með U-20 landsliðinu. F.v. Kristján Möller, Hólm- fríður Karlsdóttir, Guðríður Vilbertsdóttir, Gabríel Sindri og Mikael Máni Möller. Fyrir framan stendur Bríet Silfá Möller. Mynd úr einkasafni Gauju. Gauja ætlar að gefa barnabörnum sínum meiri tíma eftir að hún hættir að vinna. Hér eru Birta Rós og Harpa Sóley Vilbertsdætur. Ljósm. Gauja

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.