Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2019, Blaðsíða 23

Faxi - 01.12.2019, Blaðsíða 23
kunni að þekkja þá sögu. Með komu Bandaríkjamanna 1941 jukust umsvifin enn og framkvæmdir urðu meiri og stórtækari. Eins og við er að búast er því mikill fjöldi herminja á Miðnesheiði þar sem varnarliðið hafði aðstöðu frá því á árum seinni heimsstyrjaldar. Enn er mörgu ólokið í skráningu stríðs- minja á Suðurnesjum og verður því að líta á þessa skráningu sem einn áfanga í því verki en í skýrslunni er auk þess fjallað um þau svæði sem áður höfðu verið skráð af Ragnheiði Traustadóttur. Skráning fór fram á Garðskagaflötum, Hlíðarkampi, Fitjum, Howard á Langholti, Berghólum og Bergvík. Svæði sem áður voru skráð eru Goodrich og Harrisson auk þess hefur Ragnheiður safnað upplýsingum um fleiri hverfi sem ekki hafa verið að fullu uppmæld. Þau eru Snelling, Hvalsnes Þórshöfn, Rising og Hopkins og er einnig fjallað um þau svæði í skýrslunni. Garðskagi- Fyrsta flugbrautin Breski herinn hernam Ísland þann 10. maí 1940 til að koma í veg fyrir mögulega innrás Þjóðverja. Herinn var að flestu leyti vanbúinn og efnalítill og þurfti að koma sér upp aðstöðu og þjónustu með litlum fyrirvara og sem minnstum tilkostnaði. Bretar hófu strax leit að heppilegu flug- vallarstæðum víða um landið. Fengu þeir snemma augastað á Reykjavík, Kaldaðarnesi í Flóa, Odda á Rangárvöllum, á Snæfells- nesi og Garðskaga og ef til vill fleiri stöðum. Fáir staðir voru jafn ákjósanlegir fyrir bráðabirgðaflugvöll og Garðskaginn. Þarna var slétt og ræktað land, fyrrum kornakrar um aldir. Jarðvegur á Garðskagaflötum er harður, þéttur og sendinn þannig að vatn sest sjaldan lengi á sléttlendið. Bretar sömdu við bændur á þeim fimm bæjum sem höfðu notað þetta svæði sem tún og beitiland en það voru Hafurbjarnarstaðir, Kolbeinsstaðir, Ásgarður, Hólabrekka og Útskálar. Flugvallargerð á Garðskaga var ákveðin og var hafist handa snemma um sumarið 1940, og flugvöllurinn tekinn í notkun sumarið 1941. Þetta var fyrsti flugvöllur á Reykjanesskaganum og líklega einn fyrsti flugvöllur sem Bretar gátu nýtt sér hér á landi. Túnum bænda á Garðskaga var með auðveldum hætti breytt í 1050 m langa flugbraut sem var 90 m breið og lá frá Garð- skagavegi suður undir Hafurbjarnarstaði. Flötin var sléttuð og tyrfð að nýju eftir því sem þurfti og sáu heimamenn um verkið. Þetta var fyrsta reynsla þeirra af Bretavinnu og áttu margir þeirra eftir að helga setulið- inu störf sín næstu áratugina. Notaðir voru þeir vörubílar sem Garðmenn og Sand- gerðingar áttu á þeim tíma auk hestvagna. Verkamennirnir sjálfir lögðu til hand- verkfæri s.s. skóflur, haka og sleggjur. Þegar flugvallarstæðið hafði verið sléttað voru ræmur ristar í torfið svo skeljasandurinn kæmi vel í ljós við báða enda brautarinnar og með langhliðunum. Þannig var flug- völlurinn vel sýnilegur úr lofti. Hlíðarkampur - Útskálar Við bæinn Hlíð í Garði var hverfið Útskálar en það var kallað Hlíðarkampur af heima- mönnum. Bærinn Hlíð stóð þar sem nú eru gatnamót Skagabrautar og gamla Sand- gerðisvegs. Bærinn stendur ekki lengur en bæjarhóllinn er við innkeyrsluna að Hótel Lighthouse Inn, sem hóf rekstur í mars 2017. Nokkrir hermenn höfðu aðsetur í risinu á Efra Hofi þar sem sá út á flóann og unnt að fylgjast með skipaferðum. Þar var einnig nokkur braggabyggð í námunda við íbúðarhúsið, en megin verkefni herflokksins sem þar dvaldi mun hafa verið eftirlit með kafbátaferðum. Þar voru reistir 14 braggar. Nú er þar aðeins ein braggatóft vel sjáanleg ofan við Sandgerðisveg og eitt stein- steypt jarðhýsi sem hugsanlega hefur verið skotfærageymsla undir varðstöð sem stóð á þessum slóðum. Jarðhýsið er um 3,4 m x 2,5 m. Gengið er niður í það sunnan megin. Hlaðin skotbyrgi fyrir vélbyssu voru á túninu ofan við gamla flugvöllinn. Um- merki um tvö slíkt byrgi eru vel sýnileg á túninu vestan við hótelið og annað neðan við Ásgarð. Það fyrra er þó mun veglegra. Skammt frá er steinsteypt jarðhýsi sem hugsanlega hefur verið skotfærageymsla. Nokkur slík vélbyssuvígi fyrir Bren byssur og skotgrafir munu hafa verið gerð með- fram brautinni þegar breskir hermenn úr Durham Light infantry og Tyneside Scottish svokölluð „The Black Watch“ voru með aðsetur á Skaganum. Síðla árs 1941 tóku Ameríkanar við vellinum. Þeir notuðu Browning vélbyssur. Braggi var reistur við suðurendann Hafurbjarnarstaða megin. Nú er ekki nein FAXI 23 Flugvallarsvæðið á Garðskagaflötum. Grunnur undan bragga við Hlíð. Hlíðarkampur, skotbyrgi, túngarður og braggagrunnur. Við bæinn Hlíð í Garði var hverfið Útskálar en það var kallað Hlíðarkampur af heimamönnum.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.