Faxi - 01.12.2019, Blaðsíða 30
30 FAXI
okkur. En því miður hefur ekki gengið vel
að manna suma skólana af tónmenntakenn-
urum, svo þetta hefur ekki alveg náð fram
að ganga í þeim öllum.“
„Nei, vinnur þú hér?“
Karen tekur undir að það hafi verið mjög
jákvæð breyting að sameina skólana, en
bylting hafi ekki orðið fyrr en skólinn fékk
aðsetur í Hljómahöllinni, því slæmt hafi
verið að þurfa að slíta kennsluna í sundur.
„VÁ, vá, þvílík breyting. Breytingin var
ekki síst sú að nú fóru kennarar að hittast.
Það var mjög algeng að heyra þá segja,
„nei, vinnur þú hér?“ Þeir voru flestir úti í
skólunum á morgnana og fram yfir hádegi
og fóru svo ýmist á Austurgötuna eða
Þórustíginn.“ Bæði húsin áttu það sam-
eiginlegt að halda hvorki vatni né vindum,
eins og Haraldur kemst að orði. „Þetta voru
auðvitað allt annað en tónlistarskólahús.
Húsið við Austurgötu var gömul trésmiðja
og síðan félagsheimili sem byggt var við,
sem lukkaðist sæmilega vel, en mikill hljóð-
leki hrjáði okkur þar. Það var sama hvar við
vorum í húsinu. Það var alveg svakalegt.
Það sama var upp á teningnum á Þórustígn-
um og ekki bara hljóðleki heldur ákaflega
mikil þrengsli.“ „Þetta er allt annað líf.
Kennararnir eru enn úti í skólunum fram
yfir hádegi, en klára daginn hér í Hljóma-
höllinni,“ segir Karen. Kennsla hófst í nýja
tónlistarskólahúsinu í Hljómahöllinni 3.
febrúar 2014.
Nýja aðstaðan í Hljómahöllinni skipti
ekki bara sköpum fyrir kennara og skóla-
stjórnendur, heldur ekki síður fyrir
nemendur. Mikið af húsbúnaði var úr sér
genginn, borð rugguðu svo nemendur gátu
vart skrifað á þeim í tónfræðigreinatímum,
að ekki sé talað um nemendaaðstöðu, sem
var engin. Haraldur nefnir að biðaðstaða
Leikarar og hljóðfæraleikarar í Fiðlaranum á þakinu. Ljósm. Reykjanesbær
Frá flutningi úr húsnæði Tónlistarskólans í Keflavík þar sem gengið var yfir í Hljómahöll í skrúð-
göngu undir lúðrablæstri. Ljósmyndarinn sem sést á myndinni er Hilmar Bragi Bárðarson hjá
Víkurfréttum. Ljósm. TR