Faxi - 01.12.2019, Blaðsíða 36
36 FAXI
versnaði veðrið skyndilega og því meir
er á daginn leið. Undir kvöld var komið
foráttubrim. Svo leið dagur að kvöldi
að ekki kom báturinn, þótti nú einsýnt
að eitthvað hefði komið fyrir. Mamma
sagði að sér væri minnisstætt æðruleysi
móður sinnar og festuleg framkoma. Þó var
auðséð að kvíðinn og hræðslan mótaði svip
hennar, þótt hún reyndi að leyna því vegna
barnanna. Laust eftir miðnætti var komið
upp í gluggatóftina og snjórinn strokinn af
rúðunum. Þar var gamli maðurinn kominn
örmagna af þreytu. Skipshöfnin hafði lent
bátnum langan veg frá því sem þeir voru
vanir. Lent upp á líf og dauða eftir mikinn
hrakning allan daginn. Allir komust í land,
en svo þrekaðir voru skipverjar að enginn
treysti sér til að brjótast heim í hríðinni
og ófærðinni nema afi gamli. Alla ævi
sína sagði hún að þessi skyndimynd af
föður sínum, er hann birtist á glugganum
myndi fylgja sér. Ó hvað við urðum glöð
er við sáum pabba, sagði hún. Þannig var
líf alþýðunnar, miskunnarlaust, hart og án
alls öryggis“ (Dalamaður segir frá, Ágúst
Vigfússon).
Flutt til Keflavíkur
Hannes og Arnbjörg hófu búskap í húsa-
mennsku. Tvö elstu börn þeirra Guðmund-
ur og Guðrún fæddust í Skógsmúla en það
þriðja, Sigrún, í Hraundal á Mýrum.
Þegar ungu hjónin höfðu verið í húsa-
mennsku í sex ár var hvergi hægt að fá jarð-
næði. Þau ákváðu því að flytjast búferlum
til Keflavíkur árið 1912 með tvö börn en
Guðmundur, elsta barn þeirra, varð eftir hjá
afa sínum Sigurði Vigfússyni og ólst upp hjá
honum.
Flutningarnir voru þáttaskil í lífi þeirra
hjóna. Þau voru flutt á mölina eins og sagt
var og keyptu sér lítinn torfbæ, einn af
Melbæjunum. Kaupverðið var 200 krónur
en þær voru söluverð gæðings sem Hannes
átti fyrir vestan. Torfbærinn var ekki nema
nokkrir fermetrar að flatarmáli, moldargólf
í frambænum en timburgólf þar sem sofið
var. Fyrri eigandi hafði hirt allar hurðir úr
bænum svo fyrsta verk Hannesar var að
smíða nýjar hurðar fyrir heimilið.
Keflavík taldi á þessum tíma 500 sálir og
þar var aðallega starfað við fiskveiðar og
fiskverkun. Hannes byrjaði strax að stunda
sjóinn á smábátum en er frá leið gerðist
hann landformaður, lengi hjá Sigurði Pét-
urssyni og Ingibergi Ólafssyni. Þá stundaði
hann mikið smíðar, bæði við húsbyggingar
og viðgerðir. Einnig fór hann á haustin í
sláturhúsavinnu m.a. upp í Borgarnes.
Passíusálmarnir veittu hjálp
og trú á erfiðum tíma
Börnunum fjölgaði í Keflavík en sængurleg-
ur Arnbjargar urðu alls þrettán. Fjögur börn
þeirra hjóna létust í bernsku en níu komust
til fullorðinsára.
Það voru eins og gefur að skilja annir á
jafn barnmörgu heimili og verkefni Arn-
bjargar ærin.
Aðstæður voru ekki alltaf ákjósanlegar og
þurfti að leggja nótt við dag til þess að halda
öllu í horfinu. Arnbjörgu leiddist í Keflavík
fyrstu árin á meðan hún aðlagaðist sjávar-
síðunni eftir sveitadvölina fyrir vestan. Oft
greip hún þá til passíusálmanna sem veittu
henni hjálp og trú á á árum erfiðleika.
Í minningu Sverris Júlíussonar segir:
„Melbæirnir í Keflavík voru heimur út af
fyrir sig á fyrsta ársfjórðungi tuttugustu
aldarinnar. Eitt var sameiginlegt með öllu
því alþýðufólki er þar bjó, að allir voru
fátækir að veraldarauði og urðu að hafa
mikið fyrir lífinu til þess að fæða og klæða
hin mörgu börn er þar voru víðast hvar,
og oft og iðulega lögðu þau nótt við dag til
þess að börnin gætu verið í heilum flíkum,
þótt bættar væru og svo að allir munnarnir
fengju sæmilega í sig næsta dag.” Ennfremur
segir Sverrir:
„Frá þessu fólki er komið margt ágætra
þjóðfélagsborgara er hafa sýnt mikinn
dugnað og eru nafnkunnir á þjóðarvísu. En
það er ekki aðalatriðið, heldur hitt að þrátt
fyrir mjög mikla fátækt hjá flestum var af-
komendum komið til nokkurs þroska, bæði
andlega og líkamlega.”
Það gefur augaleið að mikið þurfi til að
fæða og klæða hið mannmarga heimili
Hannesar og Arnbjargar. En ekki var nóg að
afla, mikið var undir því komið hvernig nýtt
var. Arnbjörg var sérlega nýtin og fór vel
með það sem henni var trúað fyrir. Hand-
lagni hennar var einstök og vandvirkni með
eindæmum. Svo þrifin var hún að sumum
þótti úr hófi fram. Allt varð að vera pússað
og pressað, stífað og straujað. Engar mis-
fellur á neinum verkum hversu lítilfjörleg
eða ómerkileg að öðrum fannst.
„Ég held að í henni hafi búið listamanns-
eðli og við aðrar aðstæður hefðu hæfileikar
hennar og guðsgjafir fengið að njóta sín.
Ég kynntist henni allnokkuð og það sem ég
er að segja núna er mitt persónulega mat
á henni. Andstæðurnar í skapgerð hennar
voru miklar. Hún var skapmikil eins og sagt
var. Hún reiddist sjálfsagt oft og mikið af
gefnum tilefnum og lét ekki hlut sinn fyrir
neinum hvorki í orði né á borði. Á hinn
bóginn með sitt þýða viðmót var hún ein-
hver hlédrægasta kona sem ég hef fyrir hitt
og svo feimin við ókunnuga og lítillát að
með fádæmum var. Mér fannst hún oft sýna
minnimáttarkennd, sem ekki var í neinu
samræmi við þær gáfur sem henni voru
gefnar. Já Arnbjörg Sigurðardóttir var marg-
brotin manneskja og hún var sterk bæði til
líkama og sálar. Smá saman léttist róðurinn
á heimilinu þegar börnin stækkuðu og fóru
að taka þátt í heimilisstörfum og afla til
þess.“ sagði Sverrir að lokum.
Hann var nokkuð stórbrotinn maður
sem alltaf hélt sínu fram en raungóður
Eftir að fjölskyldan hafði búið í torfbænum
í 12 ár byggði Hannes hús fyrir fjölskylduna
að Melgötu sem seinna varð Kirkjuvegur 4.
Hannes var með eindæmum hjálpsamur
og nærgætinn við þá sem áttu bágt og sýndi
hann það á margan hátt hversu hjartahlýr
hann var. Hann var nokkuð stórbrotinn
maður sem alltaf hélt sínu fram en raungóð-
ur. Hann sýndi það m.a. þegar systir Arn-
bjargar, Margrét Sigurðardóttir kom slitin
að vestan frá Dönustöðum eftir að hafa
lokið sínu ævistarfi. Þá byggði hann lítinn
skúr fyrir hana rétt vestan við Hannesarbæ.
Þar undi hún hag sínum vel og var þar til
hún lést í hárri elli.
Guðrún dóttir hans sagði að faðir sinn
hafi verið skapmikill en það hafa verið fljótt
úr honum og að hann hafi verið ákaflega
barngóður. „Hann var harður við okkur og
við urðum að klára það sem við byrjuðum
á. Börnin tóku snemma til hendinni og
voru dugleg að hjálpa til en þau urðu líka
að hlýða.”
Hannes var laginn í höndunum og
prjónaði mikið af sokkum og vettlingum og
þá man Guðrún eftir því að hann óf efni í
kjól á hana sem mamma hennar saumaði og
systur hennar notuðu allar síðar.
Það sama má segja um Arnbjörgu. Sverrir
Júlíusson segir svo í minningarorðum: „Á
mig, sem þessar línur rita hefur burtför
þessarar ágætu konu haft þau áhrif, að æsku
og bernskuminningarnar sækja mikið á og
frá brjósti mínu fara stöðugt þakkir og vina-
hugur til hennar fyrir allt sem hún var mér
á mínum yngri árum og alla þá tryggð sem
hún sýndi mér alla tíð og einnig fyrir alla
þá vináttu sem hún sýndi systkinum mínum
Fimm ættliðir. Frá vinstri: Guðrún Ólafsdóttir, Guðrún Hannesdóttir, Guðrún West Karlsdóttir,
Guðrún Ásgeirsdóttir og Guðrún Vilhjálmsdóttir.