Faxi - 01.12.2019, Blaðsíða 37
FAXI 37
en þó sér í lagi móður minni á meðan þær
voru svo gott sem á sama blettinum og alla
tíð meðan hún var ofar moldu.”
Ekki verður svo minnst Arnbjargar Sig-
urðardóttur að ekki verði sérstaklega getið
um trúrækni hennar. Það var þá helst ef hún
fór út úr húsi að það væri til kirkju, þegar
tími vannst til. Það fer oft saman að fólk
sem frá frumbernsku elst upp við aðstæður
þar sem náttúruöflin ráða lífi og dauða þar
sem vanmáttur mannsins er átakanlegastur,
þar er trúin á guð sönnust og einlægust. Að-
eins æðri máttur gat hjálpað og veitt styrk,
gegn ofurefli stormanna stríðu, máttar
myrkranna, kulda kafasnjóa og örvæntingar
um afkomuna. Trúin á algóðan guð, sem
greyptist inn í barnssálina vex með aldri og
þroska. Trúarstyrkur Arnbjargar hjálpaði
henni á lífsleiðinni. Það fylgir oft háum
aldri að missa mikið frá sér, þau Hannes
misstu fjögur börn á unga aldri, þar af var
eitt andvana fætt. Ástvinamissir markar
djúp spor, sorgin er sár og sálarsríðið mikið.
Á slíkum stundum kemur trúarstyrkur-
inn að mestu gagni. Þá sýndi Arnbjörg
sálarstyrk sinn, hún bognaði kannski en
brotnaði ekki.
Í grein sem Guðmundur Ragnarsson
skrifaði í aldarminningu Arnbjargar segir,
„Ég efa að ekki sé hallað á neinn þó ég segi
að amma var besta manneskja sem ég hef
kynnst. Fegurðin sem ljómaði af henni var
einstök og þeirri umhyggju sem hún bar
fyrir Guði og mönnum er ekki hægt að
lýsa með orðum. Trúin og kærleikurinn
var henni allt. Við barnabörnin lærðum
svo margt af því að umgangast hana. Hún
kenndi okkur bænir og sálma og aldrei
heyrðum við hana nota ljót orð þá sjaldan
að hún áminnti okkur.”
Sigrún Ólafsdóttir, Guðrúnar minnist
þess að amma hennar gat gert mikið úr
litlu og hlúði vel að þeim sem áttu bágt.
„Fyrir mér sem amma var hún einstaklega
falleg kona, hlý og hláturmild og með mikla
útgeislun. Það var gott að faðma hana að sér.
Ég minnist þess að árið sem ég fermdist vildi
hún að ég læsi upphátt fyrir hana sálm sem
hún sagði að unga fólkið mætti tileinka sér.
Við freistingum gæt þín og falli þig ver
því freisting hver unnin til sigurs þig ber
gakk öruggur rakleitt mót ástríðu her
en ætíð haf jesúm í verki með þér.
Sálmur 124 - Matthías Jochumsson
Gaf Sjúkrahúsi Keflavíkur
allar eigur sínar
Þegar Hannes var orðinn sextugur fór hann að
finna fyrir sjúkdómi þeim sem að lokum dró
hann til dauða en hann andaðist 13. júlí 1947.
Eftir að Arnbjörg varð ekkja hætti hún
bústjórn og dvaldi eftir það í skjóli barna
sinna. Lengst af í Hannesarbæ, meðan yngri
börnin bjuggu þar en síðar á heimilum
barna sinna. Síðustu ár ævi sinnar dvaldi
hún á Sjúkrahúsi Keflavíkur.
Arnbjörg varð níræð þann 29. septem-
ber 1977. Af því tilefni ákvað hún að gefa
sjúkrahúsinu allt sem hún átti eða samtals
kr. 500.000. Hér kemur í hug dæmisagan
úr Nýja testamentinu er Jesús Kristur sagði
um ekkjuna og eyrinn. Ekkjan gaf einn eyrir
en hún gaf mest allra því hún gaf allt sem
hún átti. Arnbjörg andaðist á Sjúkrahúsinu í
Keflavík 21. maí 1981.
Þar með lauk þeirra ævistarfi, dugnaðar-
forksins Hannesar sem var stór í sniðum,
með haga hönd og hjartað sanna og góða.
Arnbjörg var greind kona með margbrotna
skapgerð sem hélt trúfesti sína fram á
hinstu stundu. Blessuð sé minning þeirra.
Arnbjörg, hún var amma mín
mikil er sú kona
mættu börnin þín og mín
muna líka svona.
Guðmundur Ragnarsson,
flutt á ættarmóti
Börn Hannesar og Arnbjargar
Hannes og Arnbjörg eignuðust 13 afkom-
endur og komust 9 þeirra á legg. Hannes
eignaðist einnig tvo drengi Eyjólf sem lést
1918 þá einungis 14 ára og Ingva Hannes-
son. Afkomendur Ingva eru 98.
Guðmundur
Af börnum Arnbjargar og Hannesar var
Guðmundur elstur fæddur 1906. Guðmund-
ur varð eftir hjá afa sínum Sigurði þegar
Hannes og Arnbjörg fluttu til Keflavíkur
þegar hann var 6 ára og ólst upp hjá honum
fram á fullorðinsár. Guðmundur eignaðist 2
börn Inga og Ásdísi sem bæði létust allt of
snemma. Afkomendur Guðmundar eru 34.
Guðrún
Næst í aldursröðinni kom Guðrún eða
Gunna Hannesar en hún er fædd 1907.
Gunna eignaðist 12 börn og komust 10
þeirra á legg. Ættleggur Gunnu og Óla Sól
er sá stærsti og telur 283 manns.
Sigrún
Þriðja í röðinni af alsystkinunum var Sigrún
eða Sigga eins og hún var alltaf kölluð en
hún var fædd í sama mánuði og Ingvi eða í
september 1911. Sigga eignaðist 9 börn og
komust 8 þeirra á legg. Afkomendur Siggu
eru 156 talsins.
Svava
Svo fæddist Svava árið 1914. Svava eignaðist
5 börn sem öll komust á legg. Afkomendur
Svövu eru orðnir 63.
Ellert
Árið 1917 fæddist Ellert Hannesson sem
lést í blóma lífsins aðeins 46 ára. Ellert
eignaðist 7 börn og komust 6 þeirra á legg.
Afkomendur hans eru orðnir 151 talsins.
Margrét
Árið 1921 fæddist Margrét eða Magga eins
og hún var alltaf kölluð. Magga eignaðist 5
börn sem öll komust á legg en afkomendur
hennar eru 46.
Einar
Einar var sá 7undi í röðinni en hann var
fæddur 1923. Einar og María eignuðust 4
börn sem öll komust á legg. Afkomendur
Einars eru 40.
Lára
Árið 1926 fæddist Lára og var hún því sú 8 í
röð alsystkina. Lára eignaðist 3 börn sem öll
komust á legg. Afkomendur Láru eru 33.
Bjarnheiður
Örverpið var síðan Bjarnheiður eða Heiða
frænka sem fæddist 1930. Heiða eignaðist
9 stráka og komust 8 þeirra á legg. Afkom-
endur Heiðu eru 67.
Dagný Maggýjar
Heimildir:
Sigurlaug Einarsdóttir. Ræða flutt á niðjamóti afkom-
enda hjónanna Hannesar Einarssonar og Arnbjargar
Sigurðardóttur. Flúðir 11. - 13.júlí 1997.
Ásgeir Einarsson. Ræða flutt á ættarmóti afkomenda
hjónanna Hannesar Einarssonar og Arnbjargar Sigurðar-
dóttur haldið í Sælingsdal 4. - 5. júlí 1987 í tilefni af 100
ára ártíð Arnbjargar.
Ína Hannesardóttir. Ræða flutt á ættarmóti afkomenda
hjónanna Hannesar Einarssonar og Arnbjargar Sigurðar-
dóttur haldið í 26. - 28. júlí 2019.
Ólafur Sólimann og Ellert Hannesson.