Faxi - 01.12.2019, Blaðsíða 8
8 FAXI
vera í gangi hérna. Þetta var oft mjög erfitt
í öllum þessum breytingum, flutningi og
burði í tengslum við allar þessar viðbygg-
ingar. Ég held að ég það sé búið að byggja
fjórum sinnum við skólann og tvisvar
sinnum við Öspina síðan ég kom.“
Þú hefur brotið blað í þessum geira og það hafa
ekki margar konur gegnt þessu starfi og engin hér
og um sinn a.m.k. verður þú eina konan til að
gegna þessu starfi hér í Njarðvíkurskóla.
„Já, það var ekki ein einasta kona á
endurmenntunarnámskeiðinu sem ég
þurfti að fara á þegar ég tók við starfinu.
Þær voru örugglega ekki margar sem voru
umsjónarmenn fasteignar á þessum tíma
en það getur verið að þær séu orðnar fleiri
í dag, því starfið er orðið rosalega breytt.
Það er meira farið að kalla út iðnaðarmenn
í störfin en áður var.“
Tvisvar kölluð á teppið
Hvernig var þetta þegar þú varst að byrja,
varstu sjálf í iðnaðarstörfunum?
„Já maður reyndi að gera allt sem maður gat
sjálfur, svo komst ég að því að það var bara
ekki í boði. Eitt sinn þegar ég ætlaði að rúlla
hérna einn vegg, fannst það nú ekki mikið
mál, að þá stóð Áki heitinn Gränz allt í einu
á gólfinu hjá mér og spyr mig hvað ég sé að
gera? Nú, ég segist bara vera að rúlla vegg-
inn. Daginn eftir er ég kölluð niður á bæ og
ég spurð að því hvort ég hafi verið að mála.
Ég svara því játandi og þá er mér tilkynnt að
ég megi ekki mála, þetta sé lögverndað starf
og það sé málari við skólann. Ég vissi ekki
um það þegar ég byrjaði. Hann var bara
með lykil að skólanum og kom hérna og
mat sjálfur hvað þyrfti að gera. Svo komst
ég að því að það voru fleiri iðnaðarmenn
sem höfðu lykla. Ég lét í framhaldi skipta
um læsingu á útidyrahurðum, því ég vissi
ekkert hverjir kynnu að vera með lykla að
skólanum.“
Gauja segist skilja að slíkt fyrirkomulag
hafi verið látið viðgangast enda samfélagið
lítið á þessum tíma. Hins vegar hafi henni
fundist það óþægilegt að vita ekkert
hverjum höfðu verið afhentir lyklar að skól-
anum, auk þess sem henni hafi ekkert verið
tilkynnt um þetta fyrirkomulag. Þegar Gylfi
Guðmundsson tók við skólastjórastöðunni
af Bjarna heitnum Halldórssyni studdi hann
Gauju í þeirri ákvörðun að láta skipta um
læsingar. Áður en að því kom var Gauja þó
aftur kölluð á teppið hjá Alla Kalla. „Það
voru tveir rafvirkjar sem sáu um rafmagnið
í skólanum, Ingólfur heitinn Bárðarson og
Leifur heitinn, Þorleifur K. Sigurþórsson.
Bæjarbókasafnið var rekið hér í skólanum
og eitt kvöldið þá fara perur að blikka í
bókasafninu. Ég er kölluð til og dríf mig í
að skipta um perur. Þar sem ég stend uppi
á borði kemur Leifur og varð mjög reiður
og spyr hvað ég sé eiginlega að gera? Ég
segist bara vera að skipta um perur. Þá var
ég aftur kölluð niður á bæ og aftur látin
vita að þetta væri lögverndað starf og að ég
hefði ekki heimild til að gera þetta. Þetta
væri ekki í mínu verkahring. Þá fékk ég
útskýringu á því að Ingólfur og Leifur væru
með sinn hvorn hlutann af skólanum og
að það væri þeirra að sjá um þetta, ekki
mitt. Ég spurði Alla Kalla þá hvað ég ætti
þá eiginlega að gera? Og þá mátti ég bara
skipta um krækjur, stormjárn, laga stóla og
gardínur og slíkt. En það sem heyrði undir
iðnaðarmenn áttu þeir að sjá um. En þetta
er breytt í dag. Nú skipti ég um allar perur,
en ég má ekki mála og ekkert sem flokkast
undir iðnaðarmannavinnu. En ég laga allt
sem ég get lagað, eins og lamir, krækjur og
slíkt en kalla til iðnaðarmenn þegar þess
þarf þannig að þeir fara allir í gegnum mig,
en ekki framhjá mér eins og fyrstu árin.“
Þannig að þú ert handlagin?
„Ja, ég get allavega bjargað mér. Svo hefur
þetta breyst. Sveitarfélögin sameinuðust,
sem ég segi alltaf að var til bóta, s.s. gagn-
vart skólanum. Það varð miklu léttara að fá
menn til að taka út með sér byggingarnar
og hjálpa til við það allt.“
Tímarnir hafa breyst
Það gefur auga leið að kona sem ætlaði að
stoppa stutt við í skólanum, í mesta lagi tvö
til þrjú ár en verður tæp 40 ár í starfi og
lýkur sínum starfsferli þar, hlýtur að hafa
liðið vel á vinnustaðnum. Gauja segir svo
vera og tekur svo djúpt í árinni að hún efist
um að nokkur vinnustaður á landinu hafi
verið eins heppinn með starfsfólk í stjórn-
unarstöðum og Njarðvíkurskóli. Hún hafi
átt mjög gott samstarf við alla þá skólastjór-
nendur sem hún hefur unnið með. Bjarni
Halldórsson og Sigríður heitin Ingibjörns-
dóttir voru þau fyrstu og þeir stjórnendur
sem hún þurfti að reiða sig á fyrstu árin.
Gauja talar fallega um Sigríði og segir
hana hafa verið sína stoð og styttu og alla
tíð staðið með sér í hennar ákvörðunum,
sem stundum voru erfiðar. Sama var upp á
teningnum þegar Gylfi Guðmundsson hafi
tekið við af Bjarna. Síðan kemur Lára Guð-
mundsdóttir í stað Sigríðar og varð seinna
skólastjóri og Ásgerður Þorgeirsdóttir þá
aðstoðarskólastjóri. Nú er Ásgerður skóla-
stjóri og Guðný Karlsdóttir aðstoðarskóla-
stjóri. Þá megi ekki gleyma Jakobi heitnum
Snælaugssyni sem var gangavörður þegar
Gauja hóf störf, hann hafi verið hennar
hægri hönd til að byrja með og Gauja segist
Zoran Daniel Ljubicic starfsmaður í Njarð-
víkurskóla hefur verið Gauju stoð og stytta á
undanförnum árum og segist hún ekki hafa
geta verið án hans. Hér skipta þau saman um
peru í einni skólastofunni. Ljósm. Svanhildur
Eiríks
Einara Lilja Kristjánsdóttir ritari í Njarðvíkurskóla og Gauja á góðri stundu. Ljósm. Svanhildur Eiríks