Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2019, Blaðsíða 19

Faxi - 01.12.2019, Blaðsíða 19
FAXI 19 vélum, nú veit unga fólkið varla hvað það er. Svo gerðu tölvurnar innreið sína og þá var farið að tala um pappírslausar skrif- stofur. Það var nú ekki raunin, því pappírs- notkun jókst hreinlega. Það er fyrst núna um 30 árum seinna sem þetta er að verða að veruleika.” Það er óhætt að segja að þú hafir upplifað miklar samfélagsbreytingar á þessum þremur áratugum, ný tækni hefur komið til sögunnar og önnur dottið út. En hvernig var það með bækurnar?  „Það varð markverð breyting í bóksöl- unni þegar myndbandaleigurnar komu til sögunnar. Þá snarminnkaði salan í þýddum ástar- og spennusögum en það hafði verið vinsælt að kaupa sér bækur eftir höfunda eins og Mary Higgins Clark, Theresa Charles sem og Hammond Innes, Alistair MacLean og fleiri. Fólk fór að leita sér að slíkri afþreyingu á myndbandaleigunni. Upp úr því fara að koma íslenskar spennu- sögur á markaðinn sem eru aðalsöluvaran í dag. Við höfum séð ýmsar svona breytingar eins og með Andrésar andarblöðin sem við seldum, stundum 120 eintök á viku og athugið að þau voru á dönsku, sem virtist ekki koma að sök. En svo leystu teikni- myndirnar blöðin af hólmi. Það var feikilega vinsælt til að byrja með þegar höfundar komu í bókabúðina á jóla- vertíð til að árita bækur. Ég man sérstaklega eftir Þorgrími Þráinssyni og Magnúsi Scheving. Fólk beið í röð út á götu. Þá var Magnús að gefa út Latabæjarbókina og hann var svo uppnuminn af henni að hann hélt mér á snakki langt frameftir, þegar það var löngu búið að loka. Hann var þá uppfullur af hugmyndum og sá í þessu alls konar möguleika sem svo auðvitað urðu að veruleika seinna. Ein vinsælasta bókin sem ég man eftir var bókin hennar Höllu Liniker, hún seldist alveg feikilega vel. Ég man að ég fékk sendingu af 50 bókum úr Reykjavík á að- fangadagsmorgun - og það seldist allt. Þá þurftum við að panta bækur á hverjum degi en útgefendur voru að spá hvort það ætti að prenta aftur og vildu hafa puttana á því hvað var að seljast, og þeir vildu alls ekki að menn væru eitthvað að birgja sig upp af bókum. Ég man að Sigurgeir Þórólfsson hjá Iðunni hváði í símann þegar ég pantaði bækurnar og sagði: Þorsteinn, hvenær ætlar þú að selja þessar bækur? Enda komið fram að miðnætti á Þorláksmessu.” Marteinn dró sig hægt og bítandi út úr rekstrinum síðustu árin og Doddi tók alfarið við Bókabúðinni árið 1990 þegar þau hjónin festu kaup á húsnæðinu, þá var faðir hans orðinn 68 ára gamall.  Doddi var aðeins yngri en faðir hans þegar hann skilaði lyklunum eða 52 ára. Þá var hann tilbúinn að breyta til. Það voru tímamót og því ákvað hann að breyta um stefnu svo um munaði og skráði sig í nám í húsasmíði. „Ég var ákveðinn að fara út að vinna, var búinn að vinna inni í 30 ár og fannst þetta bara spennandi.” Doddi starfar nú sem smiður, er um þessar mundir að byggja raðhús hjá Jonna Ragnars í Innri Njarðvík. Honum finnst starfið skemmtilegt og lifandi og gaman að kynnast nýju fólki. Það er því líf eftir Bókabúð Keflavíkur og áfram hægt að lesa góðar bækur. „Ég er alltaf að lesa en afköstin eru ekki mikil. Ég les bæði af pappír og af skjá, paddinn er ágætur í fréttayfirlit en hentar mér ekki eins vel við bókalestur.” Góð saga mun alltaf lifa Að sögn Dodda hefur verslunarumhverfi bókabúða verið að breytast og keðjurnar að taka yfir. „Fyrir svona 40 árum voru jafn margar bókabúðir í Reykjavík sem allar voru reknar af einstaklingum. Nú eru bara tvær keðjur. Þetta breyttist mikið þegar stórmark- aðarnir fóru allir að selja bækur. Þá harðnaði samkeppnin gríðarlega. Við snerum bökum saman nokkrir bóksalar og keyptum inn sameiginlega og sömdum um verð og afslætti í sameiningu. Það reyndist vel. Ég er búinn að fara tvisvar í nýju búðina í Pennanum í Krossmóa og hún lítur mjög vel út.” Það er einhvern vegin við hæfi að spyrja Dodda að því að hvort hann fái bók í jólagjöf. „Já það er alltaf einhver bók í pökkunum þótt það sé misjafnt hvað ég les mikið. Mæsa er duglegri en ég. Ég les spennusögur, bæði eftir íslenska og erlenda höfunda og þar er Arnaldur í miklu uppáhaldi.” Doddi er ekki bjartsýnn þegar hann er spurður út í framtíð íslenskunnar sem hann telur að verði mikið til horfin eftir 20 ár. „Allt efni í dag fyrir börn og unglinga í tölvum og sjónvarpi er á ensku. Þú lest dag- blöð í dag og þar er amerísk setningaskipan og beinar þýðingar úr ensku. Það kann enginn í dag að tjá tilfinningar öðruvísi en að sletta einu eða tveimur enskum orðum. Hvort það er slæmt ætla ekki að segja til um það en þróunin er svona.” En mun bókin halda velli? „Ég held að sögumaðurinn verði alltaf til - en á hvaða formi sagan verður sögð þori ég ekki að segja til um. Tækniþróunin er hröð og það getur eitthvað verið komið á morgun sem breytir öllu. En góð saga mun alltaf lifa.” Dagný Maggýjar Myndir frá Byggðasafni Reykjanesbæjar Útibú voru sett upp í jólamánuðinum til að greiða sem best fyrir viðskiptum í bókaflóðinu svonefnda. Kristinn og Júlíana (Lúlla í Bókabúðinni) 1960.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.