Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2019, Blaðsíða 45

Faxi - 01.12.2019, Blaðsíða 45
FAXI 45 Sá fyrsti til þess að fara í feðraorlof var sjálfur bæjarstjórinn hann Ellert. Lög um fæðingarorlof feðra voru síðan samþykkt frá Alþingi fjórum árum seinna. Ég sé ekki betur en að Reykjanesbær sé í góðum málum. Framsækni hefur bæði verið og er eitt af aðalsmerkjum íbúa, þessa fjórða stærsta sveitarfélags landsins. Slík framsækni skilar sér, meðal annars, í öflugra mannlífi þar á meðal menningar- og íþróttalífi. Ákvarðanir sem teknar hafa verið í gegnum árin, geta skipt miklu máli þegar fram líða stundir. Nefni ég bara sem dæmi í því samhengi, öflugt starf og aðstaða fyrir eldri borgara, varðveisla og uppbygg- ing Duushúsanna og síðast en ekki síst byggingu Reykjaneshallarinnar, sem var á sínum tíma fyrsta fjölnota íþróttahúsið á Ís- landi með knattspyrnuvelli í fullri stærð. --- Stærsta áskorun Reykjanesbæjar á undan- förnum árum hefur verið hraður vöxur bæjarfélagsins. Ekkert sveitarfélag á landinu hefur vaxið eins hratt og þegar mest var fór íbúafjölgunin yfir 8% á 12 mánaða tímabili. Íbúar nú er rúmlega 19.300 og bærinn fjórða stærsta sveitarfélag landsins. Innviða- uppbygging er mikil og stærsta skólabygg- ing landsins rís nú í Innri Njarðvík á sama tíma og bærinn er undir eftirliti Eftirlits- nefndar um fjármál sveitarfélaga. Áskoranirnar hafa ekki bara tengst mikilli fólksfjölgun á stuttu tímabili heldur einnig stóru hlutfalli erlendra íbúa í bæjarfélaginu, sem flestir eru af pólskum uppruna. Á und- anförnum mánuðum hefur verið róið að því öllum árum að gera þessa íbúa bæði virkari og sýnilegri í samfélaginu, bjóða þeim að til- heyra og taka þátt. Það hefur m.a. verið gert með pólskri menningarhátíð og viðburðum af ýmsu tagi þar sem Pólverjar bjóða brot af því besta úr sinni menningu fyrir okkur öll að njóta. Þar hefur Reykjanesbær notið góðs stuðnings pólska sendiráðsins og þátt- töku pólsku sendiherrahjónanna á Íslandi, þeirra Gerard Pokruszynski og Margherita Bacigalupo-Pokruszynski. Framundan er einmitt tónlistarveisla í Hljómahöll miðviku- daginn 18. desember, þar sem einn þekktasti þjóðlagahópur Póllands, Mazowsze, flytur jólalög og jólasálma. Heimildir Guðný Birna Guðmundsdóttir. Hátíðarræða á bæjar- stjórnarfundi 11. júní 2019 Jóhann Geirdal. Ávarp á bæjarstjórnarfundi 11. júní 2019 Jónína Sanders. Ávarp á bæjarstjórnarfundi 11. júní 2019 Drífa Sigfúsdóttir. Ávarp á bæjarstjórnarfundi 11. júní 2019 Víkurfréttir 32. tbl. 16 árg. 17. ágúst 1995. Sótt 24. nóvember 2018 af http://timarit.is/view_page_init. jsp?pubId=1102&lang=is Reykjanesbær 25 ára. Sótt 24. nóvember 2019 af https:// www.reykjanesbaer.is/is/stjornsysla/rnb/frettir/hatidar- fundur-og-afmaeliskaffi-i-stapa Reykjanesbær 20 ára 1994-2014. Afmælisrit. Ábyrgðar- maður Böðvar Jónsson. Útgefandi Reykjanesbær, júní 2014. Sótt 24. nóvember 2019 af https://issuu.com/vikur- frettir/docs/rnb_afm__lisrit_issuu Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu. Þökkum samskiptin á liðnu ári. Frá pólskri menningarhátíð á Nesvöllum 9. nóvember sl. Kynnar voru Marcelina Owczarska og Julia Dubrowska. Ljósm. Reykjanesbær

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.