Faxi - 01.12.2019, Blaðsíða 17
FAXI 17
verslunar þótti stórt menningarlegt spor í
bænum enda hafði hin nýja verslun strax
á boðstólum mun meira bókaúrval en
áður þekktist auk ritfanga og pappírsvara.
Þá þótti Kristinn Reyr bjóða óvenju lipra
þjónustu af sínum góðu eðliskostum.
Allt þetta samanlagt hefur sjálfsagt valdið
því hversu vinsæl Bókabúð Keflavíkur varð
strax í upphafi og er óhætt að segja að þær
vinsældir hafi haldist óslitið til loka.
„Smám saman fór svo fólk að fá sér
bók til að líta í eftir sunnudagsmatinn
og bæta meltinguna.”
Kristinn Reyr segir frá því í viðtali við
Faxa að hann hafi byrjað að selja bækur
þar sem kjötafgreiðslan var áður og hafi því
margir gripið í tómt sem ætluðu að versla
í sunnudagsmatinn. „Smám saman fór svo
fólk að fá sér bók til að líta í eftir sunnu-
dagsmatinn og bæta meltinguna.”
Að sögn Kristins var hann bókaormur í
æsku og hafði trú á því að bókabúð gæti þrifist
í Keflavík, væri rétt að málum staðið. Aukin
bókaúgfáfa, fólksfjölgun, ásamt vaxandi
bókmenntaáhuga bæjarbúa stuðlaði að því að
hægt var að reka sérverslun um bækur.
Kristinn Reyr setti sterkan svip á bæinn
með skáldskap og félagslegum áhuga og
þótti góður kaupmaður. Þess má geta að
Kristinn var einn af félögum í Faxa. Hann
var listhneigður sem gaf honum lítinn frið
til að afhenda bækur og ritföng yfir búðar-
borðið. Þar kom að því að hann ákvað að
selja búðina og setjast að í Reykjavík til að
sinna listagyðjunni að fullu.
Í viðtali sem tekið var við hann í Faxa af
því tilefni segist hann „obbolítið stoltur”
af starfinu og segir það m.a. ástæðu þess
hve víða megi finna vandað bókasafn á
keflvískum heimilum. „Meðan ég var enn
barn að aldri fundust aðeins þjóðvinafélags-
almanakið og Péturspostilla á heimilinu.
Og af því fór ég líklega að yrkja til þess að
bókasafnið yrði þrjár bækur.”
Þær sem störfuðu í Bókabúð Keflavíkur
í upphafi voru Júlíana Jónsdóttir, ávallt
kölluð Lúlla í Bókabúðinni, Sesselja Krist-
insdóttir, Maja Sigurgeirsdóttir og Inga
Árnadóttir. Lúlla stóð vaktina í jólamánuð-
inum og í sumarleyfum auk þess að sjá um
dönsku blöðin og innheimtu.
Eigendaskipti verða
á Bókabúð Keflavíkur
Árið 1965 keypti svo Marteinn J. Árnason,
faðir Þorsteins, búðina af Kristni Reyr en
þess má geta að fyrsti starfsmaður Bóka-
búðar Keflavíkur var móðir Þorsteins Elín
Ólafsdóttir. Hún þekkti því vel til rekst-
ursins en að auki hafði Marteinn starfað í
Þorsteinsbúð hjá afa sínum að Hafnargötu
18 sem seinna þekktist sem Garðars-
hólmi. Marteinn var borinn og barnfæddur
Keflvíkingur og hafði starfað sem versl-
unarstjóri og við skrifstofustörf. María
Helgadóttir sem starfað hafði hjá Kristni
hélt áfram störfum í búðinni en Júlíana
hætti störfum og í stað hennar kom Olga
Þórarinsdóttir. Reksturinn var óbreyttur
til að byrja með og bókabúðin „daglega í
leiðinni” og með sama símanúmer 1102.
„Pabbi ólst upp hjá afa sínum og ömmu
Þorsteini Þorsteinssyni og Margréti Jóns-
dóttur sem ráku Þorsteinsbúð. Pabbi þekkti
því vel verslunarrekstur og ég held að það
hafi alltaf blundað í honum að reka búð.
Það stóð til að hann tæki við Þorsteinsbúð
á sínum tíma en hann hætti svo við það, “
segir Þorsteinn sem kannski er eðlilegast
að kalla Dodda hér eftir enda best þekktur
undir því nafni. „Ég kynni mig ennþá sem
Dodda í bókabúðinni í símtölum svo menn
átti sig fyrr á mér,“ segir hann og hlær.
„Pabbi vann á skrifstofunni hjá Lands-
höfn. Það var mikið líf við höfnina þá. Þá
var þar hafnarstjóri, bryggjuvörður og tveir
lóðsar. Á gömlu viktinni var kaffistofa og
þangað komu karlarnir að ræða málin. Ég
varð oft dauðhræddur þegar ég heimsótti
Type to enter text
Faxi 1. október 1978
Haustið 1957 bryddaði Bókabúðin
uppá þeirri nýjung að koma upp
sýningardeild og fá listamenn til
að koma suður með verk sín.
Ennfremur voru haldnar listkynn-
ingar, páskasýningar á verkum
heimamanna og sérsýningar, svo
sem vegna byggðasafnsins og
fegrunar bæjarins.
Blaðturn var rekinn á vegum
búðarinnar um skeið.
Vorið 1949 hóf Bókabúðin að veita
verðlaun fyrir hæstu aðaleinkunn
í barnaskólanum og í gagnfræða-
skólanum 1965 og síðan.
Ys og þys í jólabókaflóðinu.
Búðin fyrir jól á Sólvallagötu 2. Sennilega
1978-79.