Faxi - 01.12.2019, Blaðsíða 18
18 FAXI
pabba á skrifstofuna og karlarnir fóru að
rífast. Það voru svo mikil læti í þeim.
Mamma rak vefnaðarvöruverslun sem
líka gekk undir nafninu Þorsteinsbúð fyrir
frænku okkar Þóreyju Þorsteinsdóttur en
hún var þar sem Hljómval var áður og nú
er veitingastaðurinn Fernandos. Hún fór þó
ekki í fullt starf í Bókabúðinni því Bryndís
systir fæðist þarna um svipað leyti og hún
var heima með hana. Pabbi vann á skrif-
stofunni hjá höfninni í 2-3 ár áður en hann
fór svo af fullum krafti í reksturinn.”
Bókabúðin flytur á nýjan stað
Húsnæðið reyndist fljótlega of þröngt og
tók Marteinn því á leigu nýtt verslunarhús-
næði í næsta húsi, af Stapafelli hf. sem þá
hafði nýlokið byggingu stærðar verslunar-
húss við Hafnargötu 32.
Verslunin dafnaði og þandist út og enn
þrengdi að rekstrinum og ákvað Marteinn
þá að kaupa Sólvelli, gamalt og þekkt
íbúðarhús sem stóð á horni Tjarnargötu og
Sólvallagötu. Hann breytti því í verslunar-
húsnæði og þangað flutti Bókabúð Keflavík-
ur 20. október 1978. Þá var gólfrými samtals
225 fermetrar.
„Þetta var sannkallað fjölskyldufyrirtæki.
Mamma og pabbi voru að vinna þarna á
kvöldin og við systkinin tókum öll þátt í
rekstrinum á einum eða öðrum tímapunkti,
mest á sumrin og á jólum eins og gengur og
gerist. Maður fékk ýmis verkefni og ég man
til dæmis eftir því að hafa brennt rusl á bak
við húsið. Þá kveikti maður í einni ösku-
tunnunni sem þætti nú ekki í lagi í dag,“
segir Doddi og brosir.
Þegar ég lauk verslunarprófi vorið 1973
vissi ég ekkert hvað ég ætti að taka mér fyrir
hendur svo ég bað pabba um vinnu í bóka-
búðinni. Ég man að ég stóð í tröppunum
hér heima þegar ég spurði hann, og það var
auðsótt.” Doddi bendir á stigann en hann og
kona hans Maríanna (Mæsa) Einarsdóttir
búa nú á æskuheimili Dodda við Suðurtún.
Þess má geta að Mæsa og Doddi ólust bæði
upp á Suðurtúninu þar sem þau kynntust á
æskuárum.
„Ég ætlaði að vera þarna í sumarvinnu
en ílengdist eitthvað,” segir Doddi og glottir
nú. „Það varð eitthvað lengra. Ég var þarna
lengst, starfaði í bókabúðinni í 33 ár, Krist-
inn Reyr starfaði í 25 ár og pabbi eitthvað
svipað. Þetta var bara mjög skemmtilegt og
gekk ágætlega, annars hefði maður ekki enst
svona vel.
Það var nokkuð djörf ákvörðun hjá pabba
á sínum tíma að fara af Hafnargötunni, en
ég held að þar hafi ráðið nokkru um að
það vantaði bílastæði við Hafnargötuna.
Sú ákvörðun reyndist góð og reksturinn
gekk áfram vel á nýja staðnum. Eftir að við
keyptum Sólvelli þá breyttum við hús-
næðinu og stækkuðum það tvisvar þannig
að það var orðið 420 fermetrar að stærð í
lokin.”
Þegar tölvurnar
áttu að útrýma pappírnum
Bókabúð Keflavíkur hefur alltaf notið vel-
vildar og þar var vinnuandinn góður og lítil
starfsmannavelta. Þegar ég spyr hverju það
sé að þakka gerir Doddi lítið úr því en segir
svo að hann hafi bara verið einn af starfs-
fólkinu enda ekki stór verslun og lykillinn
hafi verið að vera alltaf á staðnum.
Það urðu ekki miklar breytingar í rekstri
Bókabúðarinnar fyrst um sinn en þegar
Doddi hóf störf lagði hann meiri áherslu á
ritfangahlutann. „Eftir því sem plássið jókst
þá gátum við aukið úrvalið og svo kallaði
tækniþróunin á blek og púður í prentara
sem var mikil tekjulind á sínum tíma þrátt
fyrir mikla samkeppni. Þá vorum við með
rekstrarvörur fyrir ljósritunarvélar. Stærstu
viðskiptavinirnir okkar voru sveitarfélögin
í kring og svo auðvitað Varnarliðið en
Kaninn átti í heilmiklum viðskiptum við
okkur sem og verktakar og fyrirtæki sem
störfuðu þar upp frá. Svo má ekki gleyma
öllu því góða og skemmtilega fólki sem kom
reglulega og áttu oft skemmtilegt spjall um
heima og geima.
Á tímabili seldum við mikið af skólarit-
Bókamarkaðir voru að jafnaði
haldnir í Keflavík á vegum
búðarinnar, ýmist í eigin
húsnæði eða í stærri salarkynnum.
Þá var stofnað til sérstakra
bókakynninga.
Marteinn, María og Olga í búðinni að Hafnargötu 32. Sennilega 1965-66.
Jólaös að Hafnargötu 32.