Heimsmynd - 01.11.1988, Blaðsíða 16

Heimsmynd - 01.11.1988, Blaðsíða 16
naumast með öðru en beinum hagsmun- um þeirra sjálfra. í reynd hefur þetta, ásamt svokölluðu „vaxtafrelsi", tryggt banka- og fjármagnskerfinu einstæðan sess í þjóðfélaginu, þar sem það ræður yfir þeim einu verðmætum, sem ekki rýrna hvað sem líður verðbólgu og öðr- um kollsteypum í hagkerfinu. „Vaxta- frelsið" hefur í reynd tryggt lánakerfinu sjálfdæmi um verð á þjónustu sinni. Samkeppni er sýndarmennska og kemur ekki fram í öðru en keppni um að ná til sín sem mestu af innlánsfé landsmanna með ómældu bruðli í glæsilegar og áferð- arfallegar auglýsingar. Þar sem engin samkeppni önnur fer fram milli þessara stofnana þýðir vaxtafrelsið ekki annað en að ekkert aðhald er um rekstur þeirra. Þær sammælast um þá vexti sem þarf til að reka kerfið, sem er hlutfalls- lega mannaflafrek- asta fjármiðlunar- kerfi í vestrænum heimi og sparar heldur hvergi til í flottræfilshætti í byggingu pen- ingamustera sinna. Vextir ofan á verð- tryggingu eru þá líka hærri hér en annars staðar þekkist. Það sem fyrir örfáum ár- um var kallað okur og varðaði TUGT- HÚSSÖK, er nú lögvernduð, virðu- leg og ábatasöm at- vinnugrein. Kjarni málsins er sá, að hér skortir þann hornstein frjálshyggjunnar, sem er frjáls, óheft og miskunnarlaus sam- keppni. „Frclsið" snýst því oftar en ekki í reynd upp í forréttindi ýmissa sérhags- munahópa. Fer hér sem oftar um erlend- ar fræðikenningar að erfitt reynist að að- hæfa þær íslenskum veruleika. Hagkerfi okkar er smátt og hegðan manna innan þess líkist oft meira því sem gerist innan stórrar fjölskyldu en því sem gerist í stórri markaðsheild þar sem ákvarðanir eru byggðar á hreinum viðskiptasjónar- miðum, en afleiðingar þeirra á mannlegt samfélag hverfa í skuggann. Hér tengjast kunningja- og fjölskyldusjónarmið við- skiptahagsmunum á miklu beinni og áhrifaríkari hátt en gerist í margfalt stærri hagkerfum. (Hollt er að hafa í huga að bæði evrópski og bandaríski markaðurinn, eru meira en þúsund sinn- um stærri en sá íslenski). Þar við bætist að íslenskt efnahagslíf er óvenju einhæft og fábreytt og utanríkisverslunin, út- og innflutningur, er hér hlutfallslega miklu stærri þáttur en annars staðar gerist. Hagkerfið er því miklu næmara fyrir ut- anaðkomandi sveiflum en önnur, verð- falli á afurðum okkar og hækkun á mikil- vægum rekstrarvörum, svo sem olíu. Sig- urverk hagkerfis okkar er svo gróft að erfitt reynist að fínstilla það með þeim aðferðum sem gefið hafa góða raun í grannlöndum okkar eftir síðustu heims- styrjöld til þess annars vegar að hamla verðbólgu og þenslu og hins vegar að örva efnahagsstarfsemina hafi verið keyrt inn í of mikinn samdrátt og at- vinnuleysi. Af þeim aðferðum má nefna þessar helstar: Reka ríkisbúskapinn ým- ist með halla eða hallalausan, hækka eða lækka skatta, auka eða minnka sölu rík- isskuldabréfa, láta seðlabanka stýra pen- ingamagni í umferð og hækka eða lækka vexti til að hægja á eða örva efnahags- starfsemina, hagræða gengi til samræmis við hagsmuni útflutningsgreina. íslensk- ur seðlabanki hefur nú starfað í meira en tuttugu ár og vaxið úr því sem var hjá- verk einnar skrifstofustúlku í Lands- bankanum upp í tvö hundruð og tuttugu manna sérfrótt starfslið í 1700 milljón króna höll, án þess að séð verði að þessi þjóð sé nokkru nær því að hafa tök á þróun eigin hagkerfis en var í upphafi. Afleiðingar þeirra tilrauna, sem á síð- ustu árum hafa verið gerðar til að losa einstaka þætti hagkerfisins undan ákvörðunarvaldi stjórnmálamanna virð- ast einungis hafa leitt til þess að koma óorði á frjálshyggjuna, líkt og rónarnir eru sagðir koma óorði á brennivínið að sögn Arna heitins Pálssonar prófessors. Þorsteinn Pálsson vék sér og Sjálf- stæðisflokknum undan því að taka af- stöðu til niðurfærsluleiðarinnar með því að leggja hana fyrir stjórn Alþýðusam- bands íslands, þar sem hún var felld. Því hefur fallið nokkuð í skuggann það, sem ráðgjafarnefndin taldi eitt meginatriði tillagna sinna, að útgjöld ríkisins yrðu verulega skorin niður og fjárlög afgreidd hallalaus, eða með einhverjum tekjuaf- gangi. Þetta var snar þáttur þeirra heild- arráðstafana, sem nefndin gerði að til- lögu sinni til að leysa vanda útflutnings- greinanna og draga úr verðbólgu og þenslu innanlands. Deilur um þetta at- riði hefðu allt eins getað valdið stjórnar- slitum, eins og sú sem í orði kveðnu varð stjórninni að fjörtjóni, en þá með öðrum hætti en raun varð á. Á síðastliðnu ári var á tímabili talið að hér væru í fram- boði um sjö þúsund ómönnuð störf. Ýmsar fyrirætlanir voru á kreiki um stór- felldan innflutning erlends verkafólks og byggingar íbúðablokka yfir hluta þess í Reykjavík. Byggingariðnaðurinn annaði engan veginn eftirspurn og ótal dæmi voru þess að faglærðum byggingarmönn- um væru boðnar þrefaldar og fjórfaldar samningsbundnar tekjur meðan til dæm- is bæði Flugstöðin og Kringlan voru sam- tímis í byggingu. Launaskrið var gífur- legt, einkum í hærri tekjuhópum, sem hafa mun betri aðstæður en almennt launafólk til að beita vinnuveitendur sína þrýstingi. Útflutningsgreinarnar, opinberir aðilar og þær atvinnugreinar sem búa við virka samkeppni innanlands spyrntu við fótum og launamisrétti jókst gífurlega. Einn orsakavaldur þenslunnar er hallarekstur ríkissjóðs ásamt gífurleg- um framkvæmdum sveitarfélaga og þá sérstaklega Reykja- víkurborgar. Halla- rekstur ríkissjóðs kallar á miklar lán- tökur innanlands og þrýstir þannig á vextina til hækkun- ar, eða honum er mætt með lántökum erlendis, sem aftur þarf að mæta síðar með fjármagnsút- flutningi til greiðslna á afborgunum og vöxtum, sem líka þrengir innlendan lánamarkað. Þessi hallarekstur ríkissjóðs er í raun- inni GATIÐ fræga sem Albert glímdi við á útmánuðum 1984. Þá var í fyrsta sinn vakin athygli á því á miðju fjárlagatíma- bili, að nýsamþykkt fjárlög, sem setja eiga ramma um öll útgjöld ríkisins, stæð- ust alls ekki. Albert féll á kné í glímunni við ,,gatið“. — Þorsteinn Pálsson tók við eftir frægan fund Sjálfstæðismanna í Stykkishólmi og spretti upp fjárlagadrög- um Alberts, en allt kom fyrir ekki: Einn- ig Þorsteinn sogaðist gegnum „gatið“, útgjöld ríkisins þutu upp á sjömílna- skóm, meðan tekjurnar héldu sig við lág- markshraða. Jón Baldvin hlaut „gatið“ að erfðum frá fyrirrennurum sínum, lýsti því yfir að tekjuöflunarkerfi ríkisins væri sprungið og hófst þegar handa við að endurreisa það og endurskipuleggja.jafnframt því sem lagt var fyrir samráðherrana að skera niður útgjöld, sem raunar hefur verið glímt við allan þennan áratug. Ár- angurinn hefur verið sorglega lítill og enn er hann vart sjáanlegur berum aug- um. „Vilji er allt, sem þarf,“ sagði skáld- ið forðum og síðan Gunnar Thoroddsen gerði þessi orð að sínum í upphafi ára- tugarins hefur hver stjórnmálamaðurinn af öðrum tekið sér þau í munn við hátíð- leg tækifæri. En „góð meining enga gerir Frelsið snýst oftar en ekki í reynd upp í forréttindi ýmissa sérhagsmunahópa 16 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.