Heimsmynd - 01.11.1988, Blaðsíða 25

Heimsmynd - 01.11.1988, Blaðsíða 25
Trúmál Eiríkur Baldursson er ungur maður sem á ættir sínar að rekja til þýskra lúterstrúarpresta, er af íslensku faðerni og alinn upp í Reykjavík. Hann hefur fetað hinn þrönga veg og er nú fyrsti Islendingurinn sem nemur búddísk fræði á háskólastigi. Eftir HERDÍSI ÞORGEIRSDÓTTUR „Ég fór til Berlínar 1980 í þeim tilgangi að nema heimspeki og trúarbragðafræði við háskólann þar. Ég var ráðvilltur og fann mig ekki í náminu þar.“ vað kemur fólki í hug þegar það heyrir um Coloradofylki í Bandaríkjunum? Borgin Denver þar sem Dynasty-ættarveldið trónir í ímynduðum glansheimi sjónvarpsins eða Aspen þar sem þeir efnameiri geta farið á skíði? Eða kannski Boulder sem er háskólaborg? Varla. í þessari síðastnefndu borg leggur ungur íslendingpr stund á búddísk fræði. Eiríkur Baldursson fór úr föðurhúsijm í Reykjavík eftir stúdentspróf til að nema í Berlín. Hann hafði lagt stund á sellóleik og sótti tíma í heim- speki og trúarbragðafræði við háskólann þar. Hann var alinn upp í austurbæ Reykjavíkur ásamt tveimur bræðrum sínum en faðir þeirra, Baldur Ingólfsson, kenndi lengi við Menntaskól- ann í Reykjavík. Móðir þeirra, Elisabeth, fædd Bahr, var dóttir þýsks, lútersks prests en mann fram af manni voru prestar í þeirra ætt. Hún lést þegar Eiríkur var átta ára gam- all. Eflaust hefur þýskur uppruni hans leitt hann til Þýska- lands en hann er kominn langan veg frá þeim rótum nú. Hann er búddatrúar og líklega eini Islendingurinn sem leggur stund á þau fræði á háskólastigi en hann lýkur meistaraprófi innan árs. Meistari hans var tíbeskur búddisti sem lést fyrir ári síðan og hefur Bandaríkjamaður nú tekið við starfi hans. Það eitt er ef til vill talandi dæmi um hvernig austurlensk trúarbrögð eru að aðlagast vestrænni menningu og jafnframt að festa sig í sessi á Vesturlöndum. Ljósmynd * JIM SMART HEIMSMYND 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.