Heimsmynd - 01.11.1988, Blaðsíða 19

Heimsmynd - 01.11.1988, Blaðsíða 19
hefur það gersamlega mistekist. Við höfum sullað í 25 til 30 prósent verðbólgu að meðaltali og þetta bara gengur ekki. Út- flutningsframleiðslan er dæmd til að tapa þegar slík efnahags- ósköp ríkja. Ríkisfjármálin hafa verið úti um víðan völl og rík- issjóður rekinn með bullandi tapi. Hingað hefur verið stöðugt innstreymi af erlendum lánum. Hvorki ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar (1983 til 1987) né ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar (1987 til 1988) hefur tekið á þessum vanda. Menn í at- vinnulífinu hafa varað stjórnvöld við því árum saman að þetta hlyti að enda með skelfingu. Okkur hefur verið svarað út í hött og útgerðarmenn kallaðir grátkór og aulabárðar, sem geta ekki staðið sig í rekstri. Hér hefur allt verið gefið frjálst nema gengið sem orsakar óbærilega stöðu fyrir útflutningsveg- ina.“ Um niðurstöðu nefndarinnar, niðurfærsluna, segir Einar Oddur: „Mörgum kann að þykja niðurfærslan harðneskjuleg en hún er það ekki ef aðrir kostir eru skoðaðir gaumgæfilega. Pað skiptir útflutningsframleiðsluna í landinu öllu máli að koma í veg fyrir verðbólguna. Sé verðbólgunni náð niður fara vextirnir niður. Þetta eru einnig hagsmunir launþega, kjaraskerðing hefði orðið Iangminnst með þessari leið þar sem nafnvextir hefðu dott- ið niður í 8 til 10 prósent. Því miður eru alltof margir þeirrar skoðunar að að það sé allt í lagi að erlend skuldasöfnun sé 7 til 10 milljarðar á ári. Við er- um að stela lífskjörunum af næstu kynslóð. Auk þess sem það er borðleggjandi að hag- vöxtur á íslandi hefur verið skaðaður um ókomna framtíð. Þetta er líka byggðavandi því mjög stór hluti framleiðslunn- ar á sér stað úti á landi á með- an þjónustugeirinn blómstrar í Reykjavík. Og meðan verð- bólgan veður svona áfram kemst aldrei á jafnvægi í byggð.“ Einar Oddur segir það stór mistök að niðurfærsluleiðin var ekki farin. „Menn töldu þessar tillögur óframkvæman- legar og ný ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar mun halda áfram að taka erlend lán til að fleyta atvinnurekstrinum áfram. Þetta er stórkostleg blekking. Enda löngu orðið ljóst að stjórnvöld standa ekki undir nafni, því þeir sem ekki geta stjórnað sjálfum sér geta ekki stjórnað öðrum. Okkur í útflutningsgeiranum er skammt- að verð fyrir gjaldeyrinn burtséð frá því hvað það kostar að framleiða hvern dollara innanlands. A meðan verðhækkanir eru á bilinu 20 til 30 prósent er genginu haldið föstu. Okkur er sagt að hagræða og spara. En það er ekki hægt að spara um 20 prósent á ári. Þeir ættu að reyna það sjálfir. Það er bara bull að tala um fastgengi á meðan allt annað þýtur upp til að halda uppi fölskum lífskjörum þjóðarinnar." Þetta eru rökin fyrir niðurfærsluleiðinni. „I ráðgjafanefnd- inni snerum við dæminu við. Ákveðið var að halda genginu föstu og lækka tilkostnaðinn innanlands. Nefndarálitið sneri að flestum þáttum efnahagslífsins. Stærsta málið að áliti nefndarinnar voru ríkisfjármálin sjálf en það fékk enga um- ræðu þar sem einblínt var á tillögurnar um kauplækkun." Nefndarmenn sátu að störfum nær allan ágústmánuð og hyggjast ekki fara fram á laun fyrir það. Álit nefndarinnar „koðnaði niður,“ eins og Einar Oddur orðar það. „Ég er áhorfandi að því sem síðar gerðist eins og aðrir en framvinda mála finnst mér skelfileg. Ég get ekki betur séð en Þorsteinn Pálsson og aðrir ráðherrar hafi týnt áttum. Það eina sem mátti ekki gerast gerðist, það slitnaði upp úr stjórnarsamstarfinu. Mér líst mjög illa á nýju ríkisstjórnina. Sporin fra 1978 til 1983 hræða. Ég sé engan mun á því að brenna sparifé landsmanna með neikvæðum vöxtum og eyða eigin fé framleiðslunnar. Þetta er nákvæmlega sami hluturinn. Það er verið að þjóðnýta þessi fyrirtæki bakdyramegin. Glæpurinn er sá að það er búið að eyða öllu eigin fé þessara fyrirtækja sem þýðir að þau eru farin á hausinn. Ég vona að einhver þeirra eigi eignir, ef ekki þá er þetta búið spil. Skelfilegustu mistökin hjá stjórnvöldum eru að leiðrétta ekki rekstrargrunninn sjálfan. Hvorki alþing- ismenn né ráðherrar eru tilbúnir að horfast í augu við veru- leikann eins og dæmin sanna. Þenslan í ríkisbákninu hefur verið um 4 prósent að raungildi á ári og enginn er tilbúinn að dragá úr henni. Við höfum verið í þessu sulli í áratugi. Ég vona að almenningur sé ennþá það óbrenglaður að gera sér grein fyrir því að foringjar fara fyrir liði en ekki á eftir.“ Eins og fleiri menn í at- vinnulífinu er Einar Oddur argur út í forystu Sjálfstæðis- flokksins. „Það er ferlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi hætta forystu þegar fram- leiðsluatvinnuvegirnir liggja á hliðinni. Ég er sannfærður um það að hægt er að skora mark á síðustu stundu og tel að Þor- steinn Pálsson hefði getað gert meira.“ Nefndarmenn eru sagðir hafa verið vissir um það að hafa stuðning Verkamanna- sambandsins í niðurfærslunni. Sjálfur segir Einar Oddur: „Ég sakna þess að fá ekki stuðning frá yngri þjóðfélags- hópunum í þessu efni. Unga kynslóðin á íslandi nú verður að skilja það að við getum ekki haft hærra verðbólgustig hér en í viðskiptalöndum okk- ar, Bandaríkjunum, Evrópu og Japan. Þeir sem neita rýrn- andi lífskjörum núna eru að arðræna börnin í dag sem verða að borga þessar skuldir eftir einhver ár.“ Eins og fleiri er Einar Oddur þeirrar skoðunar að allt sé í kalda kolum hér og árið 1989 verði mjög svart. „íslendingar eru kannski búnir að gleyma því að þeir lifa á fiski og það get- ur ekkert komið í staðinn fyrir fisk. Það eru kjánar sem lifa í þeirri óskhyggju að það verði breyting á mörkuðum okkar á næsta ári. Það er fyrirsjáanlegur verulegur samdráttur í veið- um og það eitt gerir árið 1989 mjög erfitt. Ofan á það bætist sú staðreynd að framleiðslan í landinu er öll á hliðinni og við það að stöðvast. Þessi nýja ríkisstjórn reddar einhverju með er- lendum lánum en það er engin lausn að bjarga sjávarútvegin- um sem framleiðir fimmtíu prósent af gjaldeyristekjum með erlendum lánum. Það er rugl. íslendingar lifa á fiski. Það ár- aði einstaklega vel árin 1986 og 1987. Þá varð 20 prósent kaup- máttaraukning hjá almenningi. Þegar ytri aðstæður versna í sjávarútvegi þá versna lífskjör íslendinga hvort sem okkur lík- ar betur eða verr. Þessi lífskjör eru fjármögnuð með erlendum lánum. Við eyðum meira en við öflum. Tugir fyrirtækja í land- inu eru reknir á lyginni einni saman. Hér er hvorki í gangi fé- lagshyggja né markaðshyggja heldur fljóta menn ofan á drulluskán og eiga sér ekki hærri hugsjón en það.“ □ HEIMSMYND 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.