Heimsmynd - 01.11.1988, Blaðsíða 33

Heimsmynd - 01.11.1988, Blaðsíða 33
arhríðanna um nótt. Staulaðist hún fram á tún og ól þar meybarn. Hún hafði eng- in verkfæri með sér og sleit naflastreng- inn og fór þá barnið að gráta. Vafði hún það í klútrýju, án þess að binda fyrir strenginn og hélt því svo í kjöltu sér þar til það var dáið. Síðan gróf hún það í mold með berum höndunum. Nokkrum dögum síðar kom hún aftur á staðinn og hafði með sér reku. Hún tók upp barnið og gróf það á ný skammt frá beitarhúsunum á Ytri Reykjum. Kom þá yfir hana æði, svo hún vissi ekki hve lengi hún var að þessu, né hvar hún hafði grafið barnið. Gröf þess fannst raunar aldrei, þrátt fyrir mikla leit. Jón kom stundum að Ytri Brekku og þá oft drukkinn. Atyrti hann Guðbjörgu þá gjarna og hratt henni og sagði við hana undir fjögur augu að nefna aldrei hvað gerst hefði, því það yrði þeirra beggja ógæfa. Einnig ásakaði hann hana oft um að hún væri sér ekki trú. En kvittur um málið hafði borist um alla sveitina og um nýársleytið komu yf- irvöld sýslunnar á vettvang og hófu yfir- heyrslur. Kom þá brátt hið sanna í ljós en einnig fleira — og enn ógurlegra. Sem fyrr segir hafði Guðrún húsfreyja orðið þess vör að báðar vinnukonur hennar voru óléttar — einnig Margrét Gunnlaugsdóttir. Gerðist það svo í ní- undu viku sumars 1863 að hún ól svein- barn fullburða, sem vóg 14 merkur. I skírninni hlaut hann nafnið Jón Sigurð- ur, og sagði móðirin son bónda, Einar Jónsson, vera föðurinn. Ekki vildi bóndasonur þó kannast við að vera fað- irinn og fór svo fram nokkra hríð. Dafn- aði barnið vel samt sem áður. egar Jón litli Sigurður var orð- inn fimm vikna gamall bar svo við á einu laugardagskvöldi að hann hafði nokkur kvefþyngsli fyrir brjóstinu, en hvorki fylgdi þessu hiti né andarteppa. Hann var nú farinn að sofa í rúmi og búið að taka hann úr meisnum, sem verið hafði hans fyrsta vagga. Þetta kvöld fór Margrét Gunnlaugsdóttir, móðir hans, fram á kvíastekk með öðru kvenfólki á bænum til þess að mjólka ærnar. Eftir inni í bæn- um varð Jóhann Jónsson, vinnumaður- inn sem fyrr var getið. Bað móðir hans hann að hafa ofan af fyrir barninu með- an hún mylkti fénaðinn. Hún var um það bil eina klukkustund að mjöltunum, en þegar hún kom heim aftur hafði barnið verið flutt í rúm hennar — og þar lá það andað. Rekja má viðburðarásina þessa klukku- stund sem Margrét var að mjöltunum og var hún á þessa leið: Um það bil sem konurnar voru farnar til kvíaánna, kom Einar Jónsson inn í norðurenda baðstofunnar, þar sem Jó- hann húsmaður sat á rúmi sínu og hug- aði að barninu. Einar hafði verið að slætti úti á túni, en nú settist hann á kistu gegnt rúmi Jóhanns, en síðan færði hann sig yfir á hans rúm og settist við hlið honum. Um það leyti var barnið farið að leggja aftur augun og móka og andaði létt án brjóstþyngsla. Bauðst Einar þá til að bera barnið inn í rúm móður þess, sem var í suðurenda baðstofunnar, en tvær hurðir voru í milli baðstofuend- anna. Barnið var rótt og þagði, meðan það var hjá Jóhanni húsmanni, og eftir að Einar hafði farið með það í suður- enda baðstofunnar, heyrði Jóhann ekk- ert hljóð frá því. En það er af Einari að segja að hann bar barnið inn í rúm móðurinnar og sett- ist þar. í þeim svifum komu inn í stofuna krakkar tveir á bænum, niðursetningur- inn Guðni Þoriáksson á tólta ári og yngsta dóttir hjónanna, Jóhanna Mar- grét, sjö ára. Guðni sá að barnið sneri fram, en sængin breidd yfir höfuð, svo rétt sá í koll þess. Einar sat svo á rúminu að hann hafði vinstri höndina í knjám sér, en hægri hendi hélt hann við hnakka barnsins og að því er drengnum sýndist hélt hann í hálsklút þess, sem hnýttur var að aftan. Þegar Einar sá krakkana, skipaði hann þeim að fara út að gá að því hvort Mildríður systir sín væri komin með hesta, sem hún hefði átt að sækja. Krakkarnir hlýddu og gengu út á hlaðið, en litlu síðar kom Einar út til þeirra og skipaði þeim að vera hjá barninu og gá hvort það hljóðaði. Drengurinn gekk þá inn í baðstofuna og tók sængina frá and- liti barnsins. Var það þá mjög hvítt í framan og gat hann ekki séð að það drægi andann. Hvorki þá né áður heyrði hann barnið gefa frá sér hljóð. Þegar móðirin, Margrét Gunnlaugs- dóttir, kom heim frá mjöltunum og sá að sonur hennar var liðinn, varð hún mjög harmþrungin. Skuggsýnt var í baðstof- unni, en þó tók hún eftir lítilli holu á stærð við prjónshöfuð utarlega á enni barnsins yfir hægra auga. Ekki skoðaði hún barnið betur í það sinn, en bjó um líkið á fjöl við rúmstokkinn. En þegar lýsti að morgni sá hún að storkið blóð var í holunni á enni barnsins, á mjó- hryggnum voru bláir blettir, misjafnir að stærð, en ekki náðu þeir saman. Aftur á móti var holið allt frá bringsmölunum niður í smáþarma blátt eða blárautt. Ekki sá hún aðra áverka á barninu. Guðrún húsfreyja og aðrir sem litu á líkið töldu barnið hafa orðið bráðkvatt, en Margrét hafði sínar efasemdir. Vildi hún láta hreppstjóra líta á barnið, en það aftóku þeir Jón bóndi og Einar. Smíðaði Jón utan um það í mesta flýti og svo var það reitt til kirkju og grafið. Einar varð nú mjög ljúfur í viðmóti við Margréti og gekkst meira að segja við faðerninu að barninu. Þau tóku jafn- framt upp holdlegt samneyti á nýjan leik. En ekki var Margréti rótt og lét hún oft á sér heyra að hún teldi Einar hafa sálgað barninu. Fyrir vikið bönn- uðu þeir feðgar henni að fara af bæ og eltu hana uppi ef hún fór út fyrir tún- garðinn. Kom þar að hún var orðin smeyk um líf sitt á Skárastöðum og tókst loks að flýja þaðan að Bjargarstöðum í nóvember 1863. Var þá sá kvittur farinn að ganga ljósum logum um sveitina að barnið hefði dáið af manna völdum. Aður en drengurinn andaðist með svo sviplegum hætti hafði systir Einars, Þór- ey Jónsdóttir, sem var átján ára að aldri, séð bróður sinn ganga tvívegis að barn- inu, þar sem það lá í meis sfnum, og klípa það, svo það veinaði hátt. Þegar hún sá hann gera þetta í síðara skiptið, svaraði hann henni forhertur að „hún lygi það.“ Þórey sagði flestum á Skára- stöðum frá misþyrmingum þeim, sem hann hafði haft í frammi við barnið, en svo virðist sem fullorðna fólkið hafi ekki trúað orðum hennar. Meðal þeirra var Ingibjörg Markúsdóttir, húskona. En síðar bar hún að um síðir hefði hún verið farin að trúa þessu. Sunnudaginn áður en barnið andaðist, bar svo við að Einar Jónsson naut helgi hvíldardagsins og var að lesa í postillu Jóns Vídalíns, en barnið lá í rúmi gegnt honum. Þegar það tók að vola stóð Ein- HEIMSMYND 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.