Heimsmynd - 01.11.1988, Blaðsíða 12

Heimsmynd - 01.11.1988, Blaðsíða 12
Raunar hefur verið bent á að við íslendingar séum nokkuð glúrnir að sjá fram úr raun- verulegum eða ímynduðum hallærum. Þegar verulega bját- ar á, eins og þegar sfldin hvarf og verðlag hrundi erlendis á afurðum okkar árin 1967 til 1969, eða á árum verðbólgu- kreppunnar í lok stjórnartímabils Gunn- ars Thoroddsens 1983 til 1986, hefur reynst tiltölulega auðvelt að ná fram „þjóðarsátt", sem að miklu leyti er í því fólgin að launafólk slakar á sínum hlut í von um ávinning síðar. Það er fyrst þeg- ar efnahagslegt blómaskeið rennur upp sem allt fer úr böndunum. Allir reyna að hrifsa sinn skerf af ávinningnum og sú tilfinning magnast almennt, að misrétti aukist og sé orðið óþolandi. Og þrátt fyr- ir hátimbraðar seðla- bankahallir og efna- hagsstofnanir, sem hreykja sér eins og hver stromphúfan upp af annarri, er eins og enginn sér- fræðingur kunni neitt fyrir sér um efnahagsstjórnun í góðæri. Lítilfjörleg- um misvægisvanda er snarlega snúið upp í víðfeðmt kreppuástand - og þá geta kreppusér- fræðingarnir í millj- ónahöllunum tekið við og komið skikki á hlutina svo lengi sem þeim tekst að halda kreppunni við! En hver er vandinn sem við er að glíma nú? Mjög hefur á það skort í fjöl- miðlamoldviðri síðustu daga og vikna að skýrt og greinilega hafi komið fram hver vandinn er, hvaða úrræði hver stjórnar- flokkanna hefur lagt fram til lausnar hans og hvað þær tillögur hafa í för með sér fyrir fyrirtækin og heimilin, nái þær fram að ganga. Það eru fjölmiðlarnir ekki hvað síst sem snúið hafa minnihátt- ar efnahagserfiðleikum upp í djúpstæða efnahags- og stjórnmálakreppu. Mál- efnalegur ágreiningur hefur verið pers- ónugerður og magnaður upp í fjandskap milli þriggja helstu foringja fyrrverandi ríkisstjórnar, sem því miður hafa verið fjölmiðlunum eftirlátanleg verkfæri í við- leitni þeirra til að krydda „gúrkutíðina" með fréttum af hverju stórupphlaupinu á fætur öðru. Vandinn er í sjálfu sér gamalkunnur. Hækkandi verð á framleiðsluafurðum okkar erlendis losar um allar hömlur innanlands. Hækkandi verði á vörum og þjónustu er velt út í verðlagið. Allir keppast við að koma skyndigróðanum fyrir í varanlegri verðmætum. Við það tekur byggingariðnaðurinn slíkan fjör- kipp að vinnuafl innan hans er nánast á uppboði. Aðrar stéttir gera kröfur um að fylgja í kjölfarið. Útflutningsatvinnuveg- irnir fylgja með í dansinum svo lengi sem svigrúm er til hækkana erlendis. Verðið nær hámarki þar, viðvörunarraddir fara að heyrast frá útflutningsfyrirtækjunum, sem enginn tekur mark á, enda þau al- þekkt fyrir „barlóm“. Fiskverkunarfólk dregst aftur úr í launum samanborið við aðra og krefst réttar síns. Þegar svo verð- ur verðlækkun erlendis, sama hversu smá- vægileg hún er, skellur á kreppa í þessum atvinnugreinum. Það er búið að liggja ljóst fyrir allt þetta ár að miklir erfiðleikar blöstu við í útflutningsgreinunum. Fast gengi sam- fara stórfelldri verðbólgu innanlands var aðeins mögulegt meðan verð fór hækk- andi erlendis og við gátum flutt verð- bólguna út. Gripið var til „lítilla" gengis- fellinga í febrúar og maí. Samtímis knúði láglaunafólk fram kauphækkanir til sam- ræmis við aðrar stéttir án þess að inn- stæða væri fyrir þeim hjá fyrirtækjunum. Öllum hefði þó átt að vera ljóst að með aðgerðum stjórnvalda í febrúar og maí var vandanum aðeins skotið fram á haustið. Það var pólitískt glappaskot. Með því blandaðist þessi vandi útflutn- ingsgreinanna saman við þann vanda stjórnmálamannanna að skila hallalaus- um fjárlögum. Vandi útflutningsgrein- anna er fyrst og fremst misgengi innan þjóðfélagsins: Þessar greinar geta ekki velt verðbólgunni yfir í verðlag fram- leiðslu sinnar nema á meðan markaðs- verð þeirra fer hækkandi erlendis, en all- ar aðrar greinar framleiðslu og þjónustu velta sínum hækkunum yfir á herðar við- skiptavinarins innanlands. Hin hefðbundna íslenska leið til að leysa þennan vanda er gengisfelling, það er verðhækkun erlendra gjaldmiðla. Með því er ætlunin að fjölga krónunum, sem útflutningsgreinarnar fá í sinn hlut, það er verðmæti eru flutt frá launafólki og öðrum greinum, fyrst og fremst til fiskvinnslunnar. Þetta gerist þó því að- eins að kaupið hækki ekki að sama skapi, heldur sitji launafólk uppi með sama krónufjölda en í verðminni krón- um. Kaupmátturinn er þannig færður niður, en mismunurinn á að renna til út- flutningsgreinanna. En þessi leið virkar ekki lengur nema að hluta eftir að verð- trygging fjárskuldbindinga var tekin upp. Krónan er í raun ekki lengur gjaldmiðill þjóðarinnar heldur er lánskjaravísitalan sá mælikvarði sem gildi peninga er mælt á. Hér á árum áður minnkuðu skuldir manna líka við gengisfellingu. Menn borguðu að vísu sömu upphæð í krónu- tölu, en nú í verðminni krónum. En áhrif gengisfellingarinnar ganga nú inn í lánskjaravísitöluna og skuldurum er gert að greiða höfuðstól skulda sinna í sömu verðmætum og þegar til þeirra var stofn- að. Því gagnar gengisfelling ekki lengur til að flytja raunveruleg verðmæti á milli greina. Hún er nánast bara leið til að lækka kaupið og liðka með því rekst- urinn í framtíð- inni. Erlendar skuld- ir hækka að sjálf- sögðu, innlendar skuldir líka vegna lánskj aravísitölunn- ar, erlendar rekstrar- vörur hækka og inn- lendar líka sem nem- ur þætti innflutts hrá- efnis í þeim. Því eru nú uppi háværar kröfur um afnám lánskj aravísitölunn- ar eða breytingar á henni, sem gæfi stjórnmálamönnum vald til að hafa áhrif á hvað hún mælir og hvernig (sem er náttúrlega það sama og að afnema hana). Þetta er í rauninni krafa um aft- urhvarf til fyrra ástands gengisfellinga og skuldauppgjafa, sem svo rækilega og eft- irminnilega hafði siglt í strand fyrir tæp- um áratug, 1979. Þegar Þorsteinn Pálsson skipaði ráð- gjafarnefnd ríkisstjórnarinnar mönnum sem fyrst og fremst hugsa út frá hags- munum fiskvinnslunnar, hefði mátt ljóst vera, eftir reynslu þeirra af gengisfelling- unum fyrr á árinu, að þeir mundu leggja til aðra leið, sem færði raunveruleg verð- mæti til í þjóðfélaginu. Þessi leið hlaut nafnið NIÐURFÆRSLA. Hugmynd þeirra var að færa niður ýmsa helstu þætti efnahagslífsins, hvern á fætur öðr- um. Byrja skyldi á því að færa niður laun með lagaboði yfir alla línuna um allt að 9 prósent. í kjölfarið skyldu verðlag og vextir lækka, annaðhvort fyrir tilstilli markaðsaflanna, eða með valdboði (,,handafli“), ef nauðsynlegt reyndist. Þetta átti að lækka kostnað útflutnings- greinanna, bæði launa- og fjármagns- kostnað. Lækkandi kaupmáttur almenn- ings átti að draga úr innflutningi og þar af leiðandi úr viðskiptahallanum, minnk- andi viðskiptavelta að slá á þensluna og framkalla nægilegan samdrátt til að fá Þrátt fyrir hátimbraðar seðlabankahallir og efnahagsstofnanir, sem hreykja sér eins og hver stromphúfan upp af annarri, er eins og enginn sérfræðingur kunni neitt fyrir sér um efnahagsstjórnun í góðæri 12 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.