Heimsmynd - 01.11.1988, Blaðsíða 126

Heimsmynd - 01.11.1988, Blaðsíða 126
skynjað að við erum ekki ein. Það er fylgst með okkur.“ Hún segir þetta af yf- irveguðu öryggi þeirrar konu sem var hin jarðbundna Ugla, hin skapmikla Yerma, ísold hin sterka en umfram allt Tinna, sem svo fáir þekkja. íslenskur Búddisti framhald af bls. 28 Þá taki þær sér bólfestu við getnað nýs lífs og öðlist aftur líkama og skynfæri eft- ir venjulega meðgöngu og fæðingu. Búddisminn álítur ennfremur að sumar sálir séu svo klemmdar í skynvillu jarð- vistarinnar og haldi svo fast í hluti og hugsanamynstur úr þessu lífi að þær verði á reiki, eða draugar eins og það er kallað. Tulku-fólkið lýtur öðrum lögmál- um varðandi endurfæðingu. Hugur þess getur farið inn á aðrar víddir og verið þar langdvölum. Þetta uppljómaða fólk skynjar einnig hluti af öðrum víddum. Þannig uppgötvaði tíbeskur meistari dauðabókina tíbesku (The Tibetan Book of Death) sem hafði verið týnd öldum saman. Hann skynjaði innihald hennar af annarri vídd og skráði það niður. Þessi bók leiðbeinir fólki við að deyja, en í tíbeska búddismanum eru til mörg rit um þetta efni, sem útskýra dauðann skref fyrir skref. Umrædd bók er áminn- ing til hins deyjandi um að allt sem hann upplifir er eigin hugur og ekkert annað. Kennarinn minn sagði að er við lentum í því að vera hjá deyjandi manneskju væri mikilvægt að vera fullkomlega hreinskil- inn við hana og segja henni nákvæmlega hvað væri að gerast. Það er mesta kær- leiksverk sem við getum gert fyrir deyj- andi manneskju.“ Iðkun búddisma á, samkvæmt kenn- ingunni, að auðvelda dauðann. „Þeg- ar við deyjum aðskiljast hugur og líkami. Hvernig við tökumst á við dauðann velt- ur á því hvernig við höfum skilið lífið, líðandi stund. A dauðastundinni birtist afstaða okkar í gegnum lífið í mun magnaðri mynd, við upplifum ótta okkar og hræðslu mun sterkar en nokkru sinni í lifanda lífi. Á dauðastund blasir hrátt og nakið eðli okkar við. Flest venjulegt fólk hefur eytt lífinu í flótta undan þessu eðli sínu og fyrir það fólk er dauðinn mjög erfiður. Dauðinn er eitt form þessarar náttúru sem kemur til okkar og við skilj- um ekki eða erum ekki viðbúin. Við jarðarför í búddískum sið eru að- standendur hins látna viðstaddir til að veita honum styrk til að yfirgefa þessa tilvist, losna undan því hugsanamynstri sem hann var í hér og hjálpa honum yfir. Þannig reyna aðstandendur að auðvelda honum endurfæðinguna og um leið hjálpa þeir sjálfum sér til að endurfæðast í sínu eigin lífi. Við erum stöðugt að endurfæðast. Eini munurinn er sá að við dauðann aðskilst hugur frá líkama og við höfum ekki lengur skynfæri. Það skýrir hvernig skynvilla hlýtur því að magnast hafi hún verið til staðar meðan maðurinn hafði líkama. Dæmi um þetta eru draumar. í draumum sínum upplifir maður ýmislegt, oft mikinn ótta, án þeirrar skynjunar sem við höfum þegar við erum vakandi. Óttinn fylgir hugan- um út fyrir líkama okkar.“ Dauðahugleiðingar eru mikilvægar í búddisma en ekki endurfæðingin sem slík. „Hver þú ert núna er aðalatriðið. Maður getur endurfæðst í hvernig um- hverfi sem er og óháð því hvernig maður hefur lifað í þessu lífi. Þó er líklegt að hafi maður skynjað hlutina rétt í núver- andi jarðvist, auðveldi það manni að halda áfram á þroskabrautinni eftir end- urfæðinguna." Hvernig tilhugsun er það fyrir Eirík Baldursson, öðru nafni Kunga Raltri, að endurfæðast, til dæmis sem múslimi í klerkaveldinu íran eða kannski öllu verra, fyrir búddista, í strangtrúaða kaþ- ólska fjölskyldu í Suður-Þýskalandi? Hann hlær mjúkum hlátri. „Það er margt jákvætt við múslimana, til dæmis sufi-menninguna í íran sem er laus við ofstæki en leggur mikið upp úr gleði, dans og kærleika. Mér þætti síðara til- fellið miður en gerðist það væri ég samt að halda áfram á þeirri braut sem ég er á núna.“ Eiríkur kvaddi fjölskyldu sína, föður sinn og bræður, í ágústlok eftir tveggja mánaða dvöl á íslandi. í honum var mikill söknuður og tregi. Hann hafði ekki komið til íslands í fjögur ár sam- fleytt. Um þessar mundir er hann í Boulder að undirbúa sig að ljúka meist- aragráðu í búddískum fræðum næsta vor við Naropa-háskólann sem meistari hans stofnaði. Ári áður en Trungpa dó flutti hann bækistöðvar sínar til Halifax í Nova Scotia og hugðist þannig stuðla að enn frekari útbreiðslu búddismans. Um þess- ar mundir er ennfremur verið að reisa stórt klaustur í Woodstock í New York fylki þar sem sem tíbeskur úddismi verður kenndur, meðal annars af tíbesk- um meisturum í útlegð. Eiríkur hyggst halda áfram á sömu braut eftir að námi lýkur. „Eftir Trungpa liggur ómælt efni sem á eftir að rann- saka. Allt sem hann sagði var tekið upp á segulband en hann kenndi í kapphlaupi við tímann og dó langt fyrir aldur fram.“ Hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir ís- lenskan búddista í heimi sem er flestum okkar framandi, er ekki spurning fyrir Eirík Baldurson, heldur nútíðin, hvert augnablik óskilyrtrar opinnar tilveru þar sem sársauki eða gleði er upplifuð milli- liðalaust, augnablik sem við hin, að mati búddistanna, reynum að útiloka með öll- um þeim varnarháttum sem til eru. □ Uppgjör VÍð . . ■ framhald af bls. 50 syni sem hefur siglt heim með ítalskan listmálara til að mála altaristöflu fyrir hana. Edda hefur verið með Hrafni frá sextán ára aldri og saman eiga þau þrjú börn auk alls þess sem hann hefur látið frá sér fara. „Það hefur aldrei liðið dagur án þess að við töluðum saman,“ segir hún. „Það sem eitt sinn var unglingaást hefur dýpkað og magnast með árunum. Hrafn getur verið leiðinlegur út á við en heima er hann yndislegur, hlýr maður og besti pabbi sem hugsast getur.“ segir hún. Svar Hrafns við því hvar ímynd konu hans tengist Eddu myndarinnar kemur best fram í lokaorðunum, þar sem Trausti stendur fyrir framan altaristöfl- una með móðurlausu barni og segir: Þú átt að láta drauminn um ást verða það ljós sem lýsir í myrkrinu. Hver er boðskapur Hrafns Gunn- laugssonar í þessari mynd? „Hið mjúka sigrar hið harða“. Þetta er leik- stjórinn sem segir að þjáningar leikara og starfsfólks meðan á vinnslu stendur skipti ekki máli. Maðurinn sem segir að ástin sé æðra stig einmanaleika, „maður stendur undir eigin regnboga og allt get- ur ræst.“ Hrafn Gunnlaugsson er fertugur nú og virðast margir vegir færir. Þetta er mað- ur sem segist ekki þola of vitsmunalega þenkjandi fólk, „sérstaklega fólk sem getur ekki fundið til, það skortir sköpun- argáfu.“ í skugga hrafnsins hefur Hrafn búið til kvenpersónur sem sumar hverjar eru órafjarri hversdagsleikanum. Hann var einmana lítill drengur sem þurfti, eins og hann segir, snemma að bjarga sér sjálfur. I umræðunni um þær kvenímyndir sem hann dregur upp í þessari mynd vakna spurningar um að hve miklu leyti þær séu uppgjör hans við móður hans, konu og draumsýnir. „Ég er að bera tilfinn- ingar mínar á torg í þessari mynd,“ við- urkennir hann sjálfur. Hans draumur um ástina sem ljós í myrkrinu er settur á svið í blóðbaði og tilfinningahita á Islandi fyr- ir þúsund árum. Hvort áhorfendur skynja þetta sem væmni eða hvort þeir verða snortnir ræður úrslitum um þá vel- gengni og viðurkenningu sem myndin fær. Ef Hrafni Gunnlaugssyni er full al- vara með þeirri ósk að hið mjúka sigri hið harða þarf hann engu að kvíða. □ 126 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.