Heimsmynd - 01.03.1991, Blaðsíða 12

Heimsmynd - 01.03.1991, Blaðsíða 12
STJORNMAL^^^^^^ ÓHJÁKVÆMILEGT STRÍÐ? eftir því sem úrslitastundin nálgast verður sá kór yfirleitt háværari sem krefst þess að „hjáróma raddir“ verði kveðnar niður, þaggað verði niður í kveifunum, sérvitringunum, sundrungaröflunum eða, hreint út, svik- urunum við málstað réttlætis og rétt- mætra hefndaraðgerða. Það verður að segja það vestrænum lýðræðisríkjum til hróss að óvenju lítið kvað að stríðs- ofstækismönnum af þessu tagi dagana fyrir 15. janúar. Flestir telja sjálfsagt, að allir fái óhindrað að setja fram skoðanir sínar, eins þótt þær séu óvinsælar, í minnihluta eða byggist fremur á tilfinn- ingum en rökum. En þegar til stríðs kemur reyna stjórnvöld að herða tök sín á fjölmiðlum og beita þeim fyrir vagn sinn. Gorbatsjev er orðinn hund- leiður á glasnost, kennir fjöl- miðlunum um ástandið í sam- bandsríki sínu, og telur tíma til að draga vígtennurnar úr þeim og fréttamönnum þeirra, hengja boðbera hinna illu tíð- inda, svo að tíðindin sjálf megi halda áfram að gerast óáreitt. Hann hefur þegar viðrað hug- myndir í Æðsta ráðinu um að innleiða ritskoðun á ný (við litlar undirtektir enn sem kom- ið er), útvarpsráðuneytið hefur náð að ryðja tveimur vinsæl- ustu fréttaþáttunum út af skjánum, alþjóðlegu fréttastof- unni Interfax var sagt upp hús- næðinu en tókst að flýja í skjól hjá Boris Jeltsín. Sameinuðu herirnir við Persaflóa hafa þegar lýst yfir strangri ritskoðun á fréttir og fréttamenn verða að undirrita heit um að halda sig innan ákveðinna takmarka í fréttum sínum. Herforingjarnir ætla að reyna að forðast þau mistök Víetnam-stríðsins, að það verði meira eða minna háð inni í stofum aðstandenda þeirra sem eru á vígvellinum. Miklar efasemdir risu víða um heim þegar bandaríska sjónvarps- stöðin CNN ákvað að senda í loftið ír- askt myndband, þar sem Saddam Hus- sein, „barnavinurinn" sást klappa börn- um gísla sinna á kollinn. Meira að segja hér á íslandi skjóta slíkar hugmyndir upp kollinum. Það þarf ekki annað en að fara í lesendadálka DV, þar sem farið er háðulegum orðum um „hjáróma raddir“, sem séu Islending- um til skammar eftir að Sameinuðu þjóðirnar hafi ályktað einróma um við- brögð við töku Kúvæt. Raunar heyrast slíkar raddir hér oft og af ýmsum tilefn- um: Slæmt ástand á einhverju sviði er ekki það versta, heldur að það skuli sagt frá því. Það dregur kjark úr fólki og ger- ir það óánægt með sinn hlut. Fjölmiðl- arnir sundra þjóðinni í stað þess að leið- beina henni á jákvæðan hátt til sameigin- legra átaka. Hingað til hafa ritskoðunarkröfurnar verið kveðnar niður. En öll saga styrjald- arfréttamennsku hingað til bendir til þess að ritskoðun sé ekki svo nauðsynleg hér eftir, fréttamennirnir muni sjá um að ritskoða sig sjálfir, því að „menn verða að beygja sig undir hagsmuni þeirrar þjóðar sem þeir eru hluti af,“ eins og Max Hastings orðar það; fyrrverandi stríðsfréttaritari í Falklandseyjastríðinu og nú ritstjóri breska stórblaðsins Daily and Sunday Telegraph. Og því má ekki gleyma að í írak hefur ritskoðunin verið alger. íbúar þess hafa ekki fengið að heyra annað og sjá en valdhöfunum hef- ur verið þóknanlegt hverju sinni. Al- menningsálit heimsins nær ekki þangað inn. Hins vegar verður tæpast sagt að fram- ganga fjölmiðla á Vesturlöndum frá inn- rásinni í Kúvæt 2. ágúst og til 15. janúar hafi einkennst af stríðsæsingum eða einhliða áróðri, sem beint hafi stjórn- völdum og almenningi inn á braut stríðs- ins, svo að ekki yrði aftur snúið. Nálega hvert skref sem stigið hefur verið hefur hlotið vandaða umfjöllun blaða og tímarita og í sjónvarpssölum, þar sem margvísleg sjónarmið hafa verið leidd saman. Og auðvitað hafa farið fram miklar umræður á vegum Samein- uðu þjóðanna í sambandi við þær tólf samþykktir sem þar hafa verið gerðar. Pað er út í hött að halda því fram að Bandaríkin hafi getað dregið önnur að- ildarríki Sameinuðu þjóðanna meira eða minna á asnaeyrunum út í stríð, sem þeim hafi verið ógeðfellt, ýmist með l^lekkingum, fagurgala eða mútum. Það kaupslag sem verið hefur á eyr- inni er allvel þekkt: Egypta- land og Sýrland hafa fengið eftirgefnar milljarða skuldir og opnaður aðgangur að nýjum vopnakaupum, Sovétríkin hafa notið aukins velvilja á Vestur- löndum og beinnar aðstoðar auk þess sem undirbúningi hef- ur miðað vel á veg með að opna fyrir stórfellda efnahags- aðstoð í formi tækniaðstoðar, lána og styrkja. Kína er að reyna að þvo af sér þann svarta blett sem féll á ásjónu þess við atburðina á Tienanmen torgi í hitteðfyrra. Bretar reyndust eins og venjulega kaþólskari en páfinn, einkum framan af með- an Margrét Thatcher hélt enn um stjórnvölinn. Þjóðverjar voru afskiptalitlir en Frakkar reyndu til hins síðasta að halda nokkurri sérstöðu og beita sér- stökum tengslum sínum við ýmis arabaríki til að komast hjá styrjöld, gengu síðast jafn- vel svo langt að að þeir voru af hinum bandamönnunum sak- aðir um friðkaupastefnu (app- easement). Sovétmenn lögðu ekki til her né hergögn, en beittu áhrifum sínum sem nán- ir bandamenn íraka til skamms tíma til að koma því ótvírætt til skila að sam- staða Sameinuðu þjóðanna mundi halda gegnum þykkt og þunnt og eins þótt til styrjaldar kæmi, ef Irak ekki hyrfi út úr Kúvæt. Að þessu lágmarksskilyrði full- nægðu buðust Saddam Hussein ýmsir möguleikar til að hefja samninga, sem mögulega hefðu getað orðið útleiðar- smuga fyrir hann, gert honum kleift að halda stríðsvél sinni og ógnarmætti ósnertum, hækkað gengi hans meðal framhald á bls. 88 i aðdraganda Persaflóastyrjaldarinnar var hlustað á allar raddir, einnig þeirra sem motmæltu á ýmsum forsendum. Fékk friðurinn öll tækifæri sem til voru í stöðunni? 12 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.