Heimsmynd - 01.03.1991, Blaðsíða 92

Heimsmynd - 01.03.1991, Blaðsíða 92
The WorldPaper Haldið um taumana..... framhald af forsíðu Enn verður að endurskoða bækur fyr- irtækja, en við þetta hefðbundna verk hefur nú bæst hellingur af verkefnum, sem eru mun áhugaverðari. Par sem flest fyrirtæki eru að lögum skyld að láta fara fram formlega endur- skoðun á bókhaldi sínu, höfðu endur- skoðendurnir fyrir stóran hóp skjól- stæðinga sem bjóða mátti bætta, aukna og aðra þjónustu. Nú eru í boði hjá flestum fyrirtækjum á þessu sviði ráð- gjöf um stjómun, sköttun og gjald- þrotauppgjör og fjárhagsleg ráðgjöf um yfirtöku annarra fyrirtækja. Þau hafa orðið fjármálalegar þjón- ustustofnanir í þjónustu ríkisstjóma, fjölþjóðafyrirtækja, fyrirtækja af meðalstærð - og jafnvel einstaklinga. KPMG Peat Marwick McLintock, eitt stærsta fyrirtækið á þessu sviði, gaf ný- lega upp tekjur fyrstu níu mánuði síð- asta árs að upphæð 5,4 milljarða doll- ara. A áratugnum sem var að líða hafa bókhaldarar aukið áhrif sín með sam- runa margra fyrirtækja. Auk KPMG teljast meðal hinna „sex stóru“ Ernst & Young, Coopers & Lybrand, Deloitte ana. Hún er orðin svo veigamikill þátt- ur að flest fyrirtækin hafa valið þann kost að marka henni bás í sérstökum fyrirtækjum, að nokkru leyti til að forðast hagsmunaárekstra í ráðgjafar- efnum. Brauðdreifingarverkefni Andersens í Moskvu er óneitanlega nokkuð sér á báti, en að sögn Burgess er fyrirtækið þó oft fengið til að fást við álíka verk- efni víðs vegar um heiminn. Innleiðing hátæknikerfa og fullnægjandi afkasta- mælingakerfa í verksmiðjum hefur sömu þýðingu í Vestur-Evrópu, Suður- Ameríku og Asíu. Flest ráðgjafarútibúin hafa komið sér upp verkhólfum sem sérhæfa sig í vissum greinum iðnaðar. Verkefni í sambandi við gjaldþrot er enn einn blómaakur bókhaldaranna. Þeir hafa alltaf getað haft minni áhyggjur af samdráttarskeiðum vegna þess að endurskoðun verður ævinlega að fara fram án tillits til fjárhagsaf- komu fyrirtækjanna. Nýjasti efnahags- drunginn hefur í rauninni aukið vinnu- álagið, sérstaklega í Bretlandi þar sem mörg fyrirtæki berjast í bökkum. Þegar Polly Peck International, breskt Upphaf bókhaldsins Stofnendur fyrirtœkjanna Rætur bókhaldsins teygja sig sennilega aftur til fyrstu birgðaskráa í elstu þekktu siðmenningarsamfélögum kringum fljótin Efrat og Tígris og Nfl. Bókhaldsfyrirtæki nútímans rekja þó flest uppruna sinn til sjálfstæðra bókhaldsendurskoðenda Englands um miðbik síðustu aldar. Á síðari hluta aldarinnar fluttust margir þessara endurskoðenda til Bandaríkjanna, þar sem breskt auðmagn var að fjárfesta verulegar upphæðir. þótt engar opinberar reglugerðir hefðu enn verið settar sem krefðust óháðrar endurskoðunar af stórfyrirtækjum Bandaríkjanna. Leifar þessa breska uppruna er enn að finna í nöfnum margra þessara fyrirtækja í dag, þótt Price Waterhouse & Co. sé hið eina sem enn er í rekstri undir upphaflega nafninu. Löggjafarþing New York ríkis varð fyrst til þess að lögleiða starfstitilinn „löggiltur, almennur endurskoðandi“ árið 1896, en áhrifamáttur bókhaldarans tengist þó fyrst og fremst alríkislögunum um tekjuskatt frá 1913 og tilkomu alríkisviðskiptanefndarinnar (Federal Trade Commission), sem komið var á fót árið eftir. & Touche (DRT International), Art- hur Andersen og Price Waterhouse. í Bretlandi hafa Coopers og Deloitte ruglað saman reitunum og myndað Coopers & Lybrand Deloitte. Þessi sameining kraftanna hefur gef- ið risunum þjónustunet sem teygir sig um allan heim og auðveldar þeim að dreifa þjónustu til skjólstæðinga sinna. Coopers & Lybrand státar af 700 skrif- stofum í 110 löndum. Stjórnunarráðgjöf er orðin mjög ábatasöm starfsgrein fyrir bókhaldar- Nigel Adam er sjálfstætt starfandi blaðamaöur á sviði viðskipta og fyrrverandi ritstjóri mánaðarritsins Business í Lundúnum. SPEKINGAR MARKAÐSTORGSINS stórfyrirtæki í ávaxtaviðskiptum, raf- eindabúnaði og frídvalarferðum, hrundi saman með átakamiklum tilþrif- um síðasthðið haust mátti fá forvitni- lega innsýn í starfsaðferðir gjaldþrota- burgeisanna. í þeim tilfellum að mögu- leiki er talinn á annarri lausn en hreinum slitum á fyrirtækinu eru til- nefndir bústjórar til að fara með stjórn þess meðan verið er að ráða fram úr málum þess. Þrír bústjórar - Michael Jordan og Richard Stone frá Coopers & Lybrand Deloitte og Christopher Morris frá Touche Ross - voru settir yfir Polly Peck. Eitt af verkefnum þeirra var að rekja feril meira en hundrað milljóna dollara í reiðufé, sem taldir voru liggja einhvers staðar í Tyrklandi eða á norð- urhluta Kýpur, þar sem Polly Peck hafði átt í miklum viðskiptum. Bókhaldararnir fóru í sérstaka ferð til sítrónulundanna á Kýpur til að yfir- heyra ávaxtaframleiðendurna um þetta lausafé. Þeim til mikillar skapraunar urðu þeir frá að hverfa án þess að hafa fengið nokkur svör og síðar var þeim meinað með lögbanni dómstóls að- gangur að bókum útibúa Polly Pecks á eynni. En bókhaldarar ná þó oftast sínum manni. Um miðjan desember voru yfir- völd á Kýpur orðin samvinnuþýðari og heimiluðu bústjórunum í Lundúnum að framfylgja rannsókn sinni eins og þeir höfðu fyrirhugað. Þeim taldist svo til að megnið af fénu hefði verið fjár- fest í hótelum, sumardvalarþorpum og öðrum framkvæmdum varðandi frí- dvalir fólks. Á öðrum sviðum keppa bókhaldsfyr- irtækin við bankana með því að bjóða fyrirtækjum ráðgjöf um hvernig þau eigi að haga sínum viðskiptum. Alec D’Janoeff er forstöðumaður evrópska hluta þeirrar deildar Coopers og Lybrand Deloitte í London, sem býður ráðgjafarþjónustu í sambandi við samruna fýrirtækja og yfirtöku ann- arra. Eftir útskrift frá Eton og nám í listasögu í Strassborg varð hann sér úti um réttindi sem bókhaldari og gæti vel hafa gengið í þjónustu einhvers bank- ans. En hann kunni þó betur við sig hjá Coopers. „Meginstyrkur okkar er fjöldi við- skiptamannanna og þjónustunet sem spannar allan heiminn,“ segir hann. „Þetta gerir okkur kleift að keppa með góðum árangri við bankana og við stefnum ákveðið að því að auka okkar markaðshlutdeild." Fyrirtæki eins og Coopers beina geiri sínum fremur gegn bönkum í annarri röð en stærstu fyrir- tækjunum í Wall Street eða Evrópu. „Hinir sex stóru“ voru fljótir að færa sér í nyt einkavæðingarhneigðina í Austur-Evrópu. Sumir þeirra hafa ver- ið útnefndir sem ráðgjafar nýrra ríkis- stjórna, til dæmis í Ungverjalandi, sem verið hefur í fararbroddi hvað sölu rík- iseigna snertir. Bókhaldsfyrirtækin komast ekki undan þeim eðlilegu veilum, sem herja á fyrirtæki í örum vexti, eins þótt þau eigi almennri velgengni að fagna, né eru þau fullkomlega höggheld. Samt er líklegt að stóru bókhalds- fyrirtækin eigi eftir að varpa stækkandi skugga eftir því sem líður á þennan áratug. Sú var tíðin að bókhaldarar þóttu daufgerðar persónur; nú eru þeir öfundaðir fyrir ögrandi og ágenga sölu- mennsku á sínum vamingi.* 92 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.