Heimsmynd - 01.03.1991, Blaðsíða 14

Heimsmynd - 01.03.1991, Blaðsíða 14
HEIMSMYND UPPLJÓSTRANIR JULIA ROBERTS BJO MEÐ ISLENSKUM LEIKARA ... TISKA TIUNDA ARATUGARINS NÚTÍMANS Tíundi áratugurinn verður áratugur teygju- efna ef marka má spár tískukónga vestan hafs og austan. Þessar fréttir kunna að hljóma illa í eyr- um þeirra kvenna sem ekki hafa fullkomið vaxt- arlag en það er ástæðu- laust að örvænta. Nýtt efni, lycra, hefur leyst gömlu óþægilegu teygju- efnin af hólmi. Það and- ar, hreyfist með líkaman- um og því má blanda með flestum eðalefnum eins og kashmir, silki og fínustu ull. Fatnaður úr lycra fell- ur þétt að líkamanum, heldur vel við og hjálpar þannig í raun til við að forma líkamann. Tísku- hönnuðurinn Donna Kar- an hefur jafnvel gengið svo langt að kalla þetta nýja teygjuefni magabelti nútímakvenna. Hér er komið efni sem uppfyllir kröfur framtíðarinnar um einfaldan og þægilegan klæðnað sem er fallegur, krumpast ekki og klæðir jafnframt af nokkur kíló. UÓSMYND ÁRSINS1990 Sýningar á ljósmyndum af innlendum vettvangi eru ár- legur viðburður í flestum Vestur-Evrópuríkjum og eru þessar sýningar jafnan vel sóttar og vekja mikla athygli. Blaðaljósmyndarafélag Is- lands og Blaðamannafélag Is- lands hafa nú ákveðið að efna til slíkrar sýningar á ís- lenskum ljósmyndum tekn- um á síðasta ári. Um fjörutíu myndir verða á sýningunni og verða þær valdar úr inn- sendum myndum af dóm- nefnd sem þeir Ómar Valdi- marsson, Gunnar Örn Gunn- arsson og Guðmundur Ingólfsson skipa. Myndirnar á sýningunni skiptast í eftir- talda sjö flokka: almennar fréttir, íþróttir, daglegt líf, portraitmyndir, myndasyrp- ur, skop og opinn flokk. Að- eins þeir fjörutíu og fimm ljósmyndarar sem eru félagar í báðum félögunum sem standa að sýningunni hafa rétt til að senda inn myndir til þátttöku í keppninni. Sýn- ingin, sem verður í Listasafni ASÍ, hefst í byrjun marsmán- aðar. Keppni íslenskra blaðaljósmynd- ara. Jón Bjarni Guðmundsson. Julia Roberts. BJÓ MEÐ JULIU ROBERTS Þeir eru eflaust margir karlmennirnir sem vildu hafa ver- ið í sporum Jóns Bjarna Guðmundssonar, íslensks leikara sem um tíma deildi íbúð með leikkonunni og þokkadísinni Juliu Roberts. Það var sameiginlegur vinur sem kynnti þau þegar í ljós kom að Julia og vinkona hennar voru að leita að þriðja aðila til að leigja íbúð með. Á þessum tíma var Julia að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndaheiminum og því væntanlega verið spennandi og skemmtilegt að fylgjast með uppgangi þessarar stórstjörnu. Jón Bjarni, sem útskrifaðist frá leiklistardeild New York háskóla fyrir um tveimur ár- um, hyggst nú feta í fótspor vinkonu sinnar því um þessar mundir er hann að flytjast til kvikmyndaborgarinnar Holly- wood. Hann hefur þegar farið með hlutverk í ýmsum sýn- ingum í New York, nú síðast Stavrogin, aðalhlutverkið í uppfærslu Ohio Theatre á Djöflunum eftir Dostojevskí. Ef til vill er þess ekki langt að bíða að leiðir þeirra Jóns Bjarna og Juliu Roberts liggi saman á ný, að þessu sinni á hvíta tjaldinu. HORNSTEINN JÓNS Jón Ólafsson í Skífunni telur sjálfur að hornstein að vel- gengni sinni í viðskiptum hafi hann lagt með því að fá um- boð fyrir Columbia á árinu 1984. Nú gæti svo farið að þessum hornsteini verði kippt undan veldi hans. Einn af forstjórum Sony fyrirtækis- ins japanska, sem keypti Col- umbia með víðfrægri yfirtöku fyrir tveimur árum, Islend- ingurinn Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur, var hér á ferð um jólin. Áreiðanlegar heimildir segja hann hafa lát- ið í ljós að hér kynni að verða breyting á. Hann muni koma því áliti sínu á framfæri vestra að Jón Ólafsson geti ekki talist heppileg framhlið á íslandi fyrir svo virðulegt fjölmiðlunarfyrirtæki sem Columbia. 14 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.