Heimsmynd - 01.03.1991, Blaðsíða 16
UPPLJÓSTRANIR
HANNES KOMINN A SPENANN ... VINARGREIÐI... BROSMILDUR BANKASTJORI
HANNES HEITUR!
A meðan
fólk kvartar
sáran und-
an Hitaveit-
unni og
kulda í hí-
býlum á
höfuðborg-
arsvæðinu
blómstrar
annars kon-
ar starfsemi
á vegum
Hitaveit-
unnar. Veitingahúsið á
Öskjuhlíð er að rísa og
einkavinur borgarstjóra,
Hannes Hólmsteinn Gissur-
arson lektor, hefur verið ráð-
inn af Hitaveitunni til að
skrifa sögu Jóns Þorláksson-
ar, borgarstjóra, forsætisráð-
herra og formanns Sjálfstæð-
isflokksins. Frjálshyggjumað-
urinn Hannes er flestum
klókari að koma sér á spen-
ann hjá skattborgurum.
Hann hefur margoft lýst því
yfir hvað hann sé heppinn
eftir að hann var skipaður
lektor því hann þurfi svo lítið
að kenna í háskólanum án
þess að launin skerðist og nú
fær hann þessa búbót frá
Hitaveitunni en hún ku
greiða honum tvær milljónir
fyrir verkið.
Jón B. Steingrímsson, listmálari og verkfræðingur, ásamt systur sinni
Herdísi Steingrímsdóttur í matarboöi.
LAGHENTUR
FORSÆTISRÁÐHERRASONUR
Jón B. Steingrímsson, sonur Steingríms Hermannssonar
forsætisráðherra, opnar sína fyrstu málverkasýningu hér á
landi í sýningarsal Gallerí Borgar þann 4. april næstkom-
andi. Jón B., sem er sonur Steingríms af fyrra hjónabandi,
er búsettur í Bandaríkjunum. Líkt og faðir hans er Jón
verkfræðingur en að auki hefur hann BA gráðu í listmálun.
Það er greinilegt að handlagnina hefur Jón fengið annars
staðar að en frá föður sínum sem eins og alþjóð veit hefur
verið seinheppinn á þeim vettvangi. Að sögn Ulfars Þor-
móðssonar, framkvæmdastjóra Gallerí Borgar, kom Jón B.
að máli við hann fyrir um tveim og hálfu ári þegar hann var
hér í heimsókn og hafði meðferðis sýnishorn af verkum sín-
um. Úlfar hreifst mjög af myndum Jóns og það varð úr að
Jón héldi sýningu á verkum sínum hér við fyrsta tækifæri.
Úlfar lýsir myndunum, sem eru abstraktmyndir, sem mjög
áhrifamiklum, litríkum og grípandi og segist hann ekki
draga í efa að þær eigi fullt erindi við Islendinga.
GLEÐIBANKA-
STJÓRI
Gamlir kunningjar Birgis
ísleifs segja að hann hafi
gengið í endurnýjun lífdag-
anna þegar gengið var frá
setningu hans sem seðla-
bankastjóra á dögunum. Síð-
ustu tólf árin, eða allt frá því
borgarstj órnarmeirihlutinn
tapaðist 1978, hafi verið hon-
um dapur tími, hann hafi
aldrei náð sér á strik á þingi
enda ekki beinlínis neitt
Gleðibankaandrúmsloft í
þingflokki Sjálfstæðisflokks-
ins. Nú segjast kunningjarnir
loks þekkja sinn gamla félaga
aftur fyrir sama mann, hann
leiki á als oddi og gangi glað-
ur og reifur um sali með
spaugsyrði á vör, eftir að
hafa velt af sér reiðingi þing-
mennskunnar. Það er alltaf
ánægjulegt þegar stöðuveit-
ingar verða til þess að menn
verða léttari í lund.
EKKI MÍNIR VINIR
Ólafur Ragnar Grímsson
fjármálaráðherra hefur leg-
ið undir ámæli fyrir að hafa
selt flokksbræðrum sínum
útgerðarfyrirtækið Þormóð
ramma fyrir allt of lágt
verð. Aðspurður í sjónvarpi
harðneitaði Ólafur Ragnar
því að að þetta væri einhver
vinargreiði, hann þekkti
þessa menn ekki neitt.
Hann gat þess ekki að nýju
eigendurnir eru vinir Svan-
fríðar Jónasdóttur aðstoðar-
ráðherra síns, en Svanfríður
er sögð hafa séð um samn-
ingana við þá.
Ólafur Ragnar reynist
vinum sínum hins vegar vel
og hefur ráðið þó nokkra til
sín. Eiginmaður Svanfríðar
er í sérverkefnum fyrir
ráðuneytið sem og eigin-
maður Margrétar Frímanns-
dóttur, formanns þingflokks
Alþýðubandalags. Aðrir að-
stoðarmenn ráðherra eru
Mörður Árnason og Már
Guðmundsson og nýlega
hefur Kristján Valdimars-
son, fyrrum framkvæmda-
stjóri Alþýðubandalagsins,
verið ráðinn í enn eitt sér-
verkefnið á vegum ráðu-
neytisins. Verkefni Kristj-
áns er umsjón með nýjasta
átaki ráðuneytisins að
koma svokölluðum sjóðvél-
um í gagnið. Munu laun
hans vera sambærileg við
laun aðstoðarráðherra.
16 HEIMSMYND