Heimsmynd - 01.03.1991, Blaðsíða 31
um alla skattsvikapeningana til að lækka
virðisaukaskattinn í staðinn lætur nærri
að hann mætti lækka úr núverandi 24,5
prósentum í rétt ríflega 20 prósent.
í þessu sambandi er að vísu skylt að
taka fram að skattkerfisbreytingar síð-
ustu ára hafa í einhverjum tilvikum gert
fólki erfiðara fyrir að svíkja undan skatti
og því má kannski reikna með að eitt-
hvað hafi dregið úr skattsvikum. Um
þetta er hins vegar næsta lítið vitað og
engin rannsókn hefur verið gerð á um-
fangi skattsvika síðan nefndin sem getið
er um hér að framan skilaði áliti sínu 1986.
Pað er útbreidd skoðun, - eða ættum
við kannski að segja útbreiddur misskiln-
ingur - að skattsvikarana sé einkum að
finna í hópi þeirra sem reka stór fyrir-
tæki og noti alls kyns bókhaldsfiff til að
komast hjá að greiða nema vinnukonu-
útsvar af forstjóralaununum. Vissulega
eru þekkt dæmi um stórfyrirtæki sem
hafa verið dæmd í háar sektir fyrir
skattsvik og bókhaldssvindl í sambandi
við slíkt. Sannleikurinn mun þó sá að
eftir því sem fyrirtækin verða stærri og
umsvifameiri, þeim mun erfiðara er að
halda hluta teknanna utan við bókhald-
ið.
Það er einmitt þetta, - að halda hluta
teknanna utan við bókhaldið - sem er al-
gengasta aðferðin við bein skattsvik.
Þetta er auðveldast fyrir lítil fyrirtæki
eða einstaklinga í ýmsum þjónustugrein-
um. Skattkerfisbreytingar síðustu ára,
sem einmitt hefur að hluta til verið beint
gegn skattsvikum, virðast í rauninni ekki
hafa haft nein veruleg áhrif á möguleika
einstaklinga og lítilla þjónustufyrirtækja
til að svíkja undan skatti.
Þegar iðnaðarmaður tekur að sér við-
gerð á húseign eða bíl, svo dæmi sé tek-
ið, er algengt að boðið sé upp á tvenns
konar verðlagningu. Ef nótunni er
sleppt, lækkar kostnaðurinn sem virðis-
aukaskattinum (áður söluskattinum)
nemur. Þetta fyrirkomulag virðist nánast
ekkert hafa breyst með tilkomu virðis-
aukaskattsins.
Viðskiptavinurinn hagnast auðvitað á
þessu og til eru dæmi um fólk sem af
hugsjónaástæðum vill ekki eiga nokkurn
þátt í því að svíkja peninga af ríkinu, en
hefur þurft að hugsa sig tvisvar um, þeg-
ar á hólminn var komið. Einn viðmæl-
enda HEIMSMYNDAR orðaði þetta
efnislega svo: ,,Ég er algerlega á móti
þessu svínaríi. Þessir menn vinna verk-
efni fyrir milljónir eða tugmilljónir á ári
og hafa margfaldar mínar tekjur en
borga ekki meiri skatta en þeir kæra sig
um. Ég hefði auðvitaö getað pínt þá til
að gefa það upp sem ég borgaði þeim
með því að heimta nótu, en það hefði
bara kostað mig 100 þúsund aukalega.
Mér fannst ég ekki hafa efni á því. Auk
þess hefðu þessi 100 þúsund aldrei runn-
ið til ríkisins vegna þess að mennirnir
þurfa hvort eð er að telja fram einhverj-
ar tekjur.“
Fæstir hafa þó samviskubit yfir því að
spara sér peninga með því að láta vera
að krefjast kvittunar sem þeir hafa hvort
eð er ekkert með að gera. Þvert á móti
báru viðmælendur HEIMSMYNDAR
að algengt væri að viðskiptavinir beinlín-
is færu fram á að fá að sleppa virðisauka-
skattinum. í þessum nótulausu viðskipt-
um hagnast viðskiptavinurinn sem virðis-
aukaskattinum nemur. Hagnaðinum af
hinum nótulausu viðskiptum er þó ekki
þar með lokið. Þjónustuaðilinn sparar
sér oft mun hærri útgjöld. Virðisauka-
skatturinn er nú 24,5 prósent en tekjusk-
attur af þeim tekjum sem eru fyrir ofan
skattleysismörk er nú kominn upp undir
40 prósent. Þennan skatt sleppur þjón-
ustuaðilinn við að greiða og sparar sér
því oft mun hærri upphæð en viðskipta-
vinurinn, sérstaklega ef þjónustan felst
einkum í vinnuframlagi.
í þeim tilvikum sem þjónustuaðilinn
er einstaklingur, nær þetta auðvitað ekki
lengra. Ýmis smærri þjónustufyrirtæki
stunda það hins vegar að halda hluta
teknanna utan kerfisins. Hagnaður þess-
ara fyrirtækja af nótulausum viðskiptum
verður aftur til þess að þau geta boðið
starfsmönnum sínum að gefa hluta laun-
anna ekki upp til skatts. Þetta mun nán-
ast vera eina dæmi þess að venjulegir
launþegar geti komið einhverjum pen-
ingum undan.
Nú má spyrja; hvar er þessi góðu fyrir-
tæki að finna? Hvar eigum við að fá okk-
ur vinnu þar sem við þurfum ekki að
telja fram nema hluta launanna? Því er
til að svara, að þá skulum við ekki fá
okkur vinnu á sjúkrahúsum eða gerast
kennarar og við skulum heldur ekki leita
fyrir okkur um skrifstofustörf eða aðra
vinnu hjá stórfyrirtækjum í einkageiran-
um. Við skulum fá okkur vinnu hjá
smærri fyrirtækjum í einhvers konar
þjónustu.
Samkvæmt niðurstöðum þeirrar
skýrslu um skattsvik sem vitnað var til
hér að framan, voru fyrir fimm árum
taldar mestar líkur fyrir dulinni starfsemi
og skattsvikum í byggingastarfsemi, ým-
issi persónulegri þjónustu, svo sem hár-
greiðslu- og snyrtistofum og bílaþjón-
ustugreinum, og loks iðnaði, verslun og
veitinga- og hótelstarfsemi. í einhverjum
þessara greina hefur raunar orðið
nokkru erfiðara um vik að ræna virðis-
aukaskattinum, en raun var á um sölu-
skattinn. Kannski á það fyrst og fremst
við um verslunina en trúlega einnig um
iðnað og jafnvel að einhverju leyti um
byggingastarfsemi. í persónulegri þjón-
ustugreinum hefur hins vegar sáralítið
breyst og margir þeir sem þar starfa
veita sjálfum sér mun meiri skattafaslátt
en hið opinbera sér fært að veita öðrum
þegnum.
Sem vænta má eru þeir sem nótulaus
viðskipti stunda, ekki beinlfnis fúsir til
að koma í blaðaviðtal með mynd og
nafni. Þjónustuaðili í ónefndri atvinnu-
grein var þó reiðubúinn að ræða málið
eftir að hafa verið fullvissaður um að
leyndarhjúpnum yrði alls ekki svipt af
honum. Þessi aðili kvað raunar umfang
nótulausra viðskipta hjá sínu fyrirtæki
hafa minnkað verulega á síðustu árum,
en það stafaði einkum af stækkun fyrir-
tækisins. Meðan fyrirtækið var lítið og
hafði innan sinna vébanda aðeins einn
eða tvo starfsmenn, sagðist hann hins
vegar hafa leitað eftir nótulausum við-
skiptum.
Hvað starfsmenn fyrirtækisins varðar,
sagði þessi maður að þótt þau laun sem
greidd eru í peningum væru gefin upp,
væru til ýmsar löglegar aðferðir til að
starfsmenn kæmu betur út gagnvart
skattinum. Sem dæmi um þetta nefndi
hann að fyrirtækið greiddi allan vinnu-
fatakostnað starfsmanna og byði þeim út
að borða ásamt ýmsu fleiru.
A þessum viðmælanda okkar var að
skilja að löglegar aðferðir til að halda
sköttum innan „skynsamlegra marka“
væru nægilega margar og árangursríkar
til að hann þyrfti tiltölulega lítið að nota
nótulaus viðskipti, þótt hann viður-
kenndi að þau væru enn stunduð í fyrir-
tækinu. Hann sagði hins vegar algengt
að viðskiptavinir sínir færu fram á að
„sleppa Ólafi Ragnari“ eins og hann
sagði að það væri gjarna orðað. Hann
kvaðst hins vegar nú orðið vera mjög
varkár í þessum efnum og fyrir fólk sem
hann þekkti engin deili á þýddi ekkert
að fara fram á slíkt.
Þessi viðmælandi okkar fullyrti á hinn
bóginn að þjónustufyrirtæki í sinni grein,
sem að stórum hluta byggðu rekstur sinn
á þjónustu við opinbera aðila og stórfyr-
irtæki, sem að sjálfsögðu þyrftu alltaf að
fá nótu, byðu öðrum viðskiptavinum sín-
um gjarna upp á nótulaus viðskipti.
,,Þeir þurfa virkilega á nótulausum við-
skiptum að halda,“ sagði hann.
Asókn hins almenna borgara í nótu-
laus viðskipti virðist raunar vera umtals-
verð. Maður nokkur í annarri ónefndri
þjónustugrein, kveðst undantekningar-
laust innheimta virðisaukaskatt og skila
honum. Hann segist á hinn bóginn
stundum hafa þurft að ganga svo langt til
að koma í veg fyrir að viðskiptavinirnir
sneru sér annað, að fullyrða að verðið
fyrir þjónustuna væri án virðisauka-
skatts, þótt raunin væri önnur.
En víkjum nú sögunni til þeirra manna
sem standa hinum megin víglínunnar. I
fjármálaráðuneytinu sitja menn og bolla-
leggja hvernig koma skuli í veg fyrir
skattsvik. Mörður Arnason, upplýsinga-
fulltrúi ráðuneytisins, er þeirrar skoðun-
ar að skattkerfisbreytingar og hert inn-
heimta á síðustu árum hafi þegar haft
töluverð áhrif. Um þrír fjórðu hlutar
skattakerfisins hafa þegar verið endur-
skoðaðir og einfaldaðir til muna. Hvers
kyns undanþágum hefur fækkað veru-
lega. Virðisaukaskatturinn leggst á vör-
framhald á bls. 84
HEIMSMYND 31