Heimsmynd - 01.03.1991, Blaðsíða 45

Heimsmynd - 01.03.1991, Blaðsíða 45
ari innflutningi frá Persaflóa. Það liggur í augum uppi að einvaldur sem hefði alla þessa olíu í hendi sér hefði fengið kverkatak á heiminum öllum um langa framtíð. Því er það að allir telja sér rétt og skylt að hlutast til um málefni þessara ríkja. Sjá um að hernaðarjafnvægið sé rétt, valdajafnvægið haldist, stjórnarfarið haggist ekki. Því er það að Vesturlönd líta hornauga sérhverja hræringu og við- leitni fólks í þessum löndum til lýðræðis, til áhrifa á löggjöf og stjórn landsins. Það var haft eftir Franklin Roosevelt Banda- ríkjaforseta um einn einræðisherrann í Suður-Ameríku: „Mér er sama hvaða tíkarsonur stjórnar þarna, svo lengi sem hann er okkar tíkarsonur.“ Svipað kaldr- anaviðhorf virðist ríkja gagnvart araba- ríkjunum þarna. Gagnvart ísrael gegnir öðru máli. Það er þessi tvískinnungur vestrænna þjóða sem gerir hrottum á borð við Saddam Hussein fært að hræra strengi í hjörtum fátæks og fáfróðs al- mennings. Þótt menn vilji ekkert með sjálfan hann hafa eru viss atriði í boð- skap hans sem munu lifa hann sjálfan og tök hans og flokksmanna hans á írak. En það sem skiptir máli er að búa svo um hnúta að enginn einvaldur hafi tökin á olíunni eða geti náð þeim tökum, með því að færa stjórnarfar þessara landa í hendur almennings og auðurinn dreifist þannig meðal fólks að um það sé sæmi- leg sátt eins og nú gerist meðal þjóða Vesturlanda. Það er hin arabíska lausn og eina lausnin sem dugar til lang- frama.“ - Nú hefur Bush Bandaríkjaforseti nánast sett þessa atburði upp sem ein- falda baráttu milli góðs og ills . . . „Það gera menn alltaf þegar til styrj- aldarátaka kemur. Þá telja menn sig þurfa að hafa hreinar línur. En ástandið þarna er miklu flóknara en svo. í hópi bandamanna Vesturlanda eru mörg ríki sem eru lítið betur stödd hvað mannrétt- indi varðar en írak Saddams Hussein. Miðausturlönd eru líka kynleg blanda af nútímanum og ævagömlum íslömskum hefðum. Þannig hefur land mitt, Saúdí- Arabía, verið ummyndað í efnislegu til- liti með þremur fimm ára áætlunum, sem nú er lokið. Á þessum tíma hefur skól- um fjölgað úr 5 þúsund í 15 þúsund og allir nemendur fá 200 dollara námsstyrk frá ríkinu. Við höfum nú fimm háskóla og menntakerfið er mjög fullkomið og nútímalegt innan vissra takmarka. Sama er uppi á teningnum með heilbrigðis- kerfið. Sjúkrahúsum hefur fjölgað úr fimmtíu í tvö hundruð með mjög full- komnum búnaði og vel menntuðum sér- fræðingum í fremstu röð. Öll sjúkrameð- ferð er algerlega ókeypis. Berðu það saman við Bandaríkin, þar sem ég þurfti nýlega að borga fimm þúsund dollara fyrir einfalda skoðun og vottorð. Húsa- kostur hefur tekið stakkaskiptum, leir- kofar hafa vikið fyrir steinsteyptum íbúðabyggingum, og eins og hér eiga flestir sína eigin íbúð. Vegakerfið stenst samanburð við það sem best gerist hvar sem er. Við höfum því byggt upp mjög víðtækt velferðarríki á síðustu áratugum. En á sama tíma hefur stjórnarfarið ekk- ert breyst og engin þau réttindi einstakl- ingsins, sem Vesturlandabúum þykja sjálfsögð og eru þar lögvarinn réttur hvers manns, hafa haldið innreið sína hjá okkur. Eg er skáld og lögfræðingur - ekki stjórnmálamaður - og nógu róm- antískur til að ég hefði viljað hafa þetta hinsegin. Stundum finnst mér ég hafa lif- að í þúsund ár. Ég sakna gamla tímans, þegar vatnið var sótt í brunninn og borið inn í lágreista en vinalega leirkofana og menn fóru ferða sinna á litlum asna eða úlfalda en ekki Mercedes Benz. Menn höfðu nógan tíma til skáldskapar og fræðiiðkana og krydduðu tilveruna með rómantík. Það eina sem á skorti í þessu samfélagi var frjálsræði til orða og at- hafna. Þess vegna grípa arabar gjarnan . til sögunnar, þegar þið Vesturlandabúar munduð tjá ykkur með pólitískum hætti. Og fyrir þeim er sagan jafnlifandi og mér er sagt að hún sé fyrir íslendingum. Menn og atburðir á tíundu eða tólftu öld eru okkur oft nákomnari en samtíðar- menn okkar eða nýgengnar kynslóðir. Ég átti mjög góða æsku í Iitla þorpinu okkar, þar sem faðir minn var trúarleið- togi (sheik). Síðan stundaði ég laganám í Bretlandi í nokkur ár. Heimkominn hellti ég mér út í viðskiptalífið og vann nótt með degi í átta ár og efnaðist vel. Svo var ég í fríi í Karachi og kynntist fag- urri og yndislegri konu. En skyldan og vinnan kröfðust þess að ég sneri heim, áður en á þetta samband reyndi. Þá tók ég mér tak og sagði: „Ómar, hví vinnur þú öllum stundum eins og þræll og eyðir afrakstrinum jafnóðum í fánýta hluti en hefur engan tíma til þess sem er eftir- sóknarvert: að yrkja ljóð, umgangast fagrar konur, afla þér fróðleiks um heiminn og ástunda vísindi og Iistir?" Og ég seldi allar eigur mínar og flutti mig um set til Bandaríkjanna, þar sem ég tók upp þráðinn aftur við laganám. Nú er ég í doktorsnámi í Little Rock, Arkansas, og vonast jafnvel til að doktorsritgerð mín um refsirétt komi til með að hafa snertingu við ísland. Já, ég vil eiga erindi hingað og ástæðu til lengri dvalar, því að mér finnst þjóðlíf ykkar og menning athyglisverð fyrir ar- aba og vil kynnast henni nánar og kynna fyrir löndum mínum. í fljótu bragði finn ég margt sem mér finnst við eiga sameig- inlegt. Sauðkindin var undirstaða at- vinnulífs okkar og uppistaða í lífsviður- væri um aldir. Þið eigið þetta sögulega samhengi sem einnig einkennir menn- ingu okkar. Og síðast en ekki síst: þið eruð þjóð skálda og skáldskapar." Við ræðum nú um stund stöðu skáld- skapar og bókmennta hér á landi og Ómar undrar og dásamar þann fjölda bóka, sem árlega kemur út og þá ekki síst ljóðabóka. Einnig hversu margir eiga þar hlut að máli utan hópa eiginlegra menntamanna. Fólki úr öllum stéttum finnst sjálfsagt að segja ævisögu sína, ýmist rita hana sjálft eða fá aðstoð ann- arra, gefa út ljóð og skáldsögur. Hann hefur heyrt að við eigum fjórar mismun- andi þýðingar á Ijóðum persneska skáldsins Omar Khayam, sem uppi var á 11. öld. Ég segi honum að Arabískar nœtur eða 1001 nótt hafi verið til í ís- lenskri þýðingu í meira en öld og oft endurútgefin, seljist alltaf upp. Einnig að fyrstu kynni mín af íslam hafi ég fengið sem unglingur á sveitabæ í einni afskekktustu sveit íslands, norður á Snæfjallaströnd, við lestur bókarinnar Uppruni og áhrif múhameðstrúar eftir danska sendiherrann hér, Sage de Font- enay, sem hafi verið kunnur arabisti og gerkunnugur Miðausturlöndum. De Fontenay hafi talið sig finna margar hlið- stæður milli íslenskrar bændamenningar og hátta og siða bedúína á Arabíuskag- anum. „Já, þið eruð þjóð skálda. Á ferðum mínum um heiminn hef ég hvergi rekist á nafna minn utan arabaríkjanna. En svo finn ég 170 Ómara í símaskránni í Reykjavík! Segi menn svo að skáldskap- urinn hafi ekki áhrif og allt verði að lúta hagnýtisgildum viðskipta og efnishyggju! Ég er viss um að fordæmi ykkar sem þjóðar, með langa sögu og rótgróna menningu í hrjóstrugu landi, á erindi við araba í dag. Ég bókstaflega verð að koma aftur og skrifa þessa bók. Skáld- skapurinn er inntak menningar araba eins og ykkar íslendinga. Þegar barnið fór að láta fjúka í kviðlingum kom allur ættflokkurinn saman til dýrlegrar veislu og fagnaði því að skáld var komið fram meðal hans. Skáldið mundi festa í minni afrek ættarinnar og alla þá atburði sem hollt var og ljúft að minnast. Skáldið mundi Iíka rista óvinunum níð, sem yrði munað um aldir, þegar skammvinnir sigrar með vopnum yrðu öllum gleymd- ir. Og skáldið mundi ljúka upp fyrir mönnum dásemdum paradísar og eilífri fegurð konunnar." Og andlit hans ljóm- ar og það slær bliki í auga. Hann minnist fegurðar þeirra kvenna, sem voru með honum við teiti í gær og fram eftir nóttu. Hann fer með nokkrar hljómmiklar ljóð- línur á arabísku. Að beiðni minni snarar hann vísunni á ensku og ég reyni aftur að koma henni til skila á ástkæra, ylhýra málinu: Nú veit ég hví land ykkar er almyrkva. Nú veit ég hví land ykkar er almyrkva. Því að fegurð kvennanna lýsir upp myrkrið og bræðir ísinn og sólin skilur að þessari fegurð stenst hún ekki snún- ing. „Já, ég kem áreiðanlega aftur í sumar, þegar fer að húma,“ segir skáldið Ómar Almóbarak og hlær.D - ÓLAFUR HANNIBALSSON HEIMSMYND 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.