Heimsmynd - 01.03.1991, Blaðsíða 26

Heimsmynd - 01.03.1991, Blaðsíða 26
K ir eöa reglur, eða hvort yfirleitt væri fylgt einhverjum formlegum fram- gangi við afgreiðslu þessara mála. At- hugun HEIMS- MYNDAR leiddi í ljós furðulega stjórnsýslulega ring- ulreið í meðferð þessara mála hjá ríkiskerfinu og bar mönnum hreint ekki saman um hvað væru gildandi reglur í þessum efnum, í Ríkisendurskoðun, forsætis- og fjár- málaráðuneytinu. Reglurnar með áorðnum breyting- um virtist hvergi að finna á einum stað. Hjá Ríkisendur- skoðun kom fram að meginreglur um ferðakostnað opin- berra starfsmanna eru tvær. Annars vegar að allt er greitt eftir reikning- um eða, þar sem af einhverjum ástæð- um er erfitt að koma þeirri reglu við, að greiddir eru dagpen- ingar sem ákveðnir eru af sérstakri nefnd, Ferðakostnaðarnefnd, og eru þeir við það miðaðir að hrökkva fyrir kostn- aði við gistingu og fæði og öðrum föstum kostnaði við ferðalög. Farseðlar eru yfir- leitt greiddir eftir reikningi og komi til einhverra aukaútgjalda eru þau úrskurð- uð af yfirmanni. A þessu byggist að al- mennir dagpeningar eru skattfrjálsir; á móti kemur kostnaður, þannig að þeir eru ekki tekjuauki. Síðan eru settar ýms- ar sérreglur um ráðherra og ýmsa æðstu embættismenn í stjórnkerfinu, sem létta þessum kostnaði af dagpeningagreiðslum í auknum mæli, og urðu þær þvi tekju- auki sem því nemur. Samt munu þessar greiðslur hafa verið skattfrjálsar þar til staðgreiðsla skatta var tekin upp. Jón Baldvin Hannibalsson hefur upplýst að í UTANFERÐIR RÁÐHERRA OG MAKA KOSTUÐU 41MILLJÓN I skýrslu sem forsætisráðherra gaf Alþingi í endaðan nóvember kom fram að heildarkostnaður vegna ferðalaga ráðherra og maka þeirra erlendis á síðast- liðnum tveimur árum nam 41.468.000 krónum. Par af nam kostnaður vegna makanna 8.770.000 krónum. Utanríkisráðherra fer eðli málsins samkvæmt auðvitað fremstur í flokki með 10.504.000 í heildarkostnað. Fyrra árið fór hann með formennsku í EFTA og bæði árin var staðið í umfangsmiklum samningum um evrópska efnahagssvæðið. Dagpeningar ráðherra að frádregnum sköttum nema sam- tals 2.349.000. Heildargreiðslur til maka 2.409.000. Forsætisráðherra kemur næstur með 6.693.000 í heildarkostnað. Dag- peningar hans nema 1.240.000 krónum. Heildargreiðslur vegna maka nema 1.846.000 krónum. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra kostaði 5.595.000. Dagpeningar hans nema um 1400.000 krónum. Heildargreiðslur vegna maka 1.000.000. Sjávarútvegsráðherra er með 3.967.000 í heildarkostnað. Dagpeningar 1.150.000 krónur. Heildargreiðslur vegna maka 917.000 krónur. Menntamálaráðherra er með 3.075.000. Dagpeningar 950.000. Maki 400.000 krónur (áætlað). Landbúnaðar- og samgönguráðherra. Heildarkostnaður 2.835.000. Dagpeningar 1.043.232 krónur. Maki 553.000. Umhverfisráðherra. Heildarkostnaður 2.491.000. Dagpeningar 654.700. Maki 621.000 krónur. Heilbrigðisráðherra. Heildarkostnaður 2.223.000. Maki 388.000. Dómsmálaráðherra. Heildarkostnaður 1.565.000. Maki 452.000. Félagsmálaráðherra. Heildarkostnaður 987.000. Makalaus. Fjármálaráðherra Heildarkostnaður 823.000. Maki 159.000. fjármálaráðherratíð sinni hafi hann kom- ið því til leiðar að þessar greiðslur yrðu skattlagðar - eins og önnur laun. Sé þessi háttur á dagpeningagreiðslum „ferðahvetjandi“ nú, eins og forsætisráð- herra hefur orðað það, þá hlýtur svo að hafa verið í jafnvel ríkari mæli meðan þær voru skattfrjálsar. Að sögn ríkis- skattstjóra átti stað- greiðsla skatta í rauninni ekki að breyta neinu hér um, allar sömu reglur voru fyrir hendi fyrir þann tíma. Hins veg- ar viðurkennir hann að með staðgreiðsl- unni hafi skattlagn- ing hvers konar fríð- inda verið tekin fast- ari tökum en áður. En hverjar eru þá reglurnar, hverjir settu þær og hvernig hafa þær breyst í tím- ans rás? Eins og áður segir, virðist svo til ætlast að framgangs- mátinn sé sá að fjár- málaráðherra leggur tillögur fyrir ríkis- stjórn til samþykktar og skyldi maður þá ætla að þær reglur, sem þannig liggja fyr- ir, séu teknar alvar- lega og þeim fram- fylgt nokkurn veginn eftir orðanna hljóð- an. Vararíkisendur- skoðandi, Sigurður Þórðarson, vísaði til þess að heildstæðar reglur væri að finna á blaði í forsætis- ráðuneytinu. Aðstoðarmaður forsætis- ráðherra, (Jón Sveinsson) lét okkur í té eintak af reglunum, en með því fororði þó að skýrt kæmi fram að þetta eru vinnu- og viðmiðunarreglur sem ekki væru formlega afgreiddar sem stjórn- sýslufyrirmæli, hefðu til dæmis ekki ver- ið birtar í Stjórnartíðindum. Því yrði að fara mildum höndum um einstök tilvik, sem í fljótu bragði virtust frávik frá regl- unum. Slíkt yrði í rauninni að meta hverju sinni með hliðsjón af eðli hverrar ferðar fyrir sig. Þetta „blað í forsætis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.